Fréttir frá 2008

10 23. 2008

Ársfundur ASÍ

Ársfundur ASÍ hefst í dag og stendur fram á föstudag. Fundinn sitja um 300 fulltrúar launamanna af öllu landinu, fulltrúar rafiðnaðarmanna eru 20. Næsta víst er að staðan í íslensku þjóðfélagi verður efst á baugi. Jafnvel ofar en kosning nýs forseta, en þar eru í fram boði Gylfi Arnbjörnss framkv.stj. og Ingibjörg núverandi varaforseti og form. lands. verzlunarm.Ársfundur ASÍ hefst í dag og stendur fram á föstudag. Fundinn sitja um 300 fulltrúar launamanna af öllu landinu, fulltrúar rafiðnaðarmanna eru 20. Næsta víst er að staðan í íslensku þjóðfélagi verður efst á baugi. Jafnvel ofar en kosning nýs forseta, en þar eru í fram boði Gylfi Arnbjörnss framkv.stj. og Ingibjörg núverandi varaforseti og form. lands. verzlunarm. Fjölda manns er sagt upp á hverjum degi og það virðist stefna í enn fleiri uppsagnir. Umtalsverðir fjármunir úr lífeyrissjóðum launamanna og mikið sparifé hefur glatast og fyrir liggur að skuldsetja verður þjóðina sem svari rúmlega einni landsframleiðslu. Forsætisráðherra sendi almenning tóninn í Kastljósinu í gær og sagðist ekki axla neina ábyrgð, þó svo hann sé búinn að vera fjármálaráðhera og forsætisráðherra þann tíma sem stefnt hefur á ógæfuhliðina. Hann segist ætla halda áfram á sömu braut og hafnar alfarið að víkja seðlabankastjórn. Stærsta vandamál íslenskrar þjóðar er fyrirhyggjuleysi. Stjórnmálamenn hafa borið í spákaupmennina veizluföng með stefnu sinni svo Þórðargleðin hafi getað haldið áfram. Skortur hefur verið á skipulagi og festu og vandamál leyst án þess að horfa fram á veginn. Lausn Geirs er að halda áfram með sama gjaldmiðil og bjóða landsmönnum í reglulegar rússíbanaferðir. Þetta mun leiða til þess að sama spenna myndast fljótlega aftur í efnahagslífinu með enn harklegri lendingu eftir 5 ? 6 ár, segja helstu hagfræðingar landsins, eins og t.d. Jónas Haralds gerði í Silfrinu fyrir skömmu. Á ársfundi ASÍ verður væntanlega tekist á um hvert eigi að stefna. Stórir hópar bæði meðal launamanna og fyrirtækja hafa lýst því yfir að komið sé á leiðarenda þeirra efnahagstefnu sem stjórnvöld hafa valið. Breyta verði stjórn efnahafslífs og móta stefnu til lengri tíma og stefna á sambærilegan stöðugleika og er í nágrannalöndum okkar. Hreinsa verði til og byggja upp traust og auka trúverðugleika íslensks efnahagslífs með vandaðri stjórn en hingað til hafi viðgengist. Því fer fjarri að það verði gert með þeim sem hafa verið við stjórnvölinn undanfarin ár. Í þessu sambandi má benda á niðurstöðu trúnaðarmannaráðstefnu RSÍ sem er hér aðeins neðar á síðunni. Gríðarleg óánægja er meðal launamanna (sjóðsfélaga) hvernig stjórnvöld umgangast lífeyrissjóðina, það er sparifé sjóðsfélaga. Það er eins og stjórnvöld telji að þetta fé sé til ráðstöfunar fyrir þjóðarheildina, þó svo fyrir liggi að einungis hluti þjóðarinnar eigi í lífeyrissjóðina. Verði tekinn upp ábyrgari peningstefna verður hægt að ná verðbólgu niður í 2 ? 3 % og vöxtum á sömu slóðir. Hægt að afnema verðtryggingu og bjóða fólki lán á sömu kjörum og frændur okkar fá á hinum norðurlandanna. Forysta allra launþegasamtakanna og atvinnulífs hafa lýst því yfir að þau séu tilbúinn til þátttöku í mótun stefnu fallist stjórnvöld á að taka til í efnhagslífinu. Annars sé það tilgangslaust, það vill svo til að launamenn, sjóðsfélagar lífeyrissjóða og félagsmenn stéttarfélaga er allt sama fólkið og það er líka kjósendur.

Þessi vefur notar vafrakökur til að tryggja eðlilega starfsemi vefsins og mæla heimsóknir á hann. Engar persónugreinanlegar upplýsingar eru vistaðar án samþykkis. Til að lesa nánar um hvernig við notum vafrakökur á þessum vef, Smelltu hér.

Samþykkir þú að vefurinn noti vafrakökur?