Fréttir frá 2008

10 31. 2008

Umfjöllun fréttamanns Bylgjunnar um stöðu atvinnulauss fólks Í morgunútvarpi Bylgjunnar var því haldið fram af fréttamanni að veraklýðsfélögin væri að verja sjóði sína gagnvart atvinnulausu fólki. Þessi málflutningur er hreint út sagt fyrir neðan allar he

Í morgunútvarpi Bylgjunnar var því haldið fram af fréttamanni að veraklýðsfélögin væri að verja sjóði sína gagnvart atvinnulausu fólki. Þessi málflutningur er hreint út sagt fyrir neðan allar hellur. Þegar launamaður missir vinnu sína þarf hann að skrá þá stöðu hjá Vinnumálastofnun. Á því formi sem honum er rétt er lítt áberandi reitur á öftustu síðu, sem þarf að merkja í sé viðkomandi í stéttarfélagi og vilji vera þar áfram. Sé það gert þá greiðir Vinnumálastofnun félagsgjald til viðkomandi stéttarfélags, en ekki önnur gjöld. Í reglugerðum stéttarfélaganna eru ákvæði um að ef atvinnulaust fólk greiðir félagsgjald haldi það fullum réttindindum í öllum sjóðum viðkomandi stéttarfélags, þó svo ekki sé greitt í þá meðan fólk er atvinnulaust. Hér er um að ræða orlofssjóð, sjúkrasjóð og starfsmenntasjóð. Vitanlega halda viðkomandi öllum réttindum hvað varðar þjónustu stéttarfélaga eins og lögfræðiþjónustu og fleira Mikið hefur verið kvartað undan því af hálfu starfsmanna stéttarfélaga að starfsfólk Vinnumálastofnunar vekji ekki athygli á þessu þegar atvinnulaust fólk er að ganga frá sínum pappírum. Árangurslaust hefur verið farið fram á að þessi reitur sé á áberandi stað og vakin athygli á honum.Þetta hefur síðan leitt mikilla leiðinda þegar það uppgötvast að starfsfólk Vinnumálastofnunar hefur ekki gert þetta og skilar ekki félagsgjaldinu, en fólkið stendur í þeirri trú að vera áfram félagsmaður Svör starfsmanna Vinnumálastofnunar einkennast af því að hópur hafi valið sér það hlutskipti að standa utan stéttarfélaga og það eigi ekki að halda hinu gagnstæað að fólki. Hér er helst um að ræða svokallaða undirverktaka sem vilja sjá um sín mál sjálfir. Ekkert við það að athuga.Það hefur verið áberandi sjónarmið í þjóðfélaginu á undanförnum árum sem einkennast af því að stéttarfélögin séu óþörf. Framsetning Gissurs fréttamanns Bylgjunnar á þessu máli í morgun var því harla einkennileg, svo ekki sé nú meira sagt. En það virðist ætíð vera hjá sumum að byrja á því að mála stéttarfélögin svörtum litum án þess að kanna það hvort einhver forsenda sé fyrir því. Því er við að bæta að mörg stéttarfélög bjóða atvinnulausum félagsmönnum upp á sérstaka aukastyrki til námskeiðssókna. Atvinnulausum félagsmönnum RSÍ standa til boða öll námskeið Rafiðnaðarskólans og Mímis. Styrki vegna sálfræði og áfallahjálpar og fleira. Sérstaka afslætti í orlofshúsin og þannig mátti lengi telja. Kv Guðmundur Gunnarsson

Þessi vefur notar vafrakökur til að tryggja eðlilega starfsemi vefsins og mæla heimsóknir á hann. Engar persónugreinanlegar upplýsingar eru vistaðar án samþykkis. Til að lesa nánar um hvernig við notum vafrakökur á þessum vef, Smelltu hér.

Samþykkir þú að vefurinn noti vafrakökur?