Fréttir frá 2008

10 31. 2008

Námskeið um flutning til Norðurlandanna

Norræna félagið vekur athygli á námskeiðum ætluðum fólki sem hyggur á flutning til Norðurlandanna. Um er að ræða tvö stutt námskeið þar sem farið verður yfir helstu atriði sem hafa þarf í huga við flutningNorræna félagið vekur athygli á námskeiðum ætluðum fólki sem hyggur á flutning til Norðurlandanna. Um er að ræða tvö stutt námskeið þar sem farið verður yfir helstu atriði sem hafa þarf í huga við flutning, til að mynda varðandi skráningu, atvinnu og húsnæði auk þess sem þátttakendum gefst færi á að bera fram spurningar. Þjónusta Halló Norðurlanda og heimasíða verður einnig kynnt. Þriðjudaginn 4. nóvember kl. 19:30 ? Flutningur til Noregs og Svíþjóðar Þriðjudaginn 18. nóvember ? Flutningur til Danmerkur Námskeiðin eru ókeypis og öllum opin og henta þeim sem hyggja á atvinnu í þessum löndum, halda þangað til náms eða annarra erindagjörða.. Hafa ber í huga að nauðsynlegt er að skrá sig á námskeiðin en nánari upplýsingar um skráningu fást hjá Ölmu Sigurðardóttur á skrifstofu Norræna félagsins og á www.norden.is. Alma Sigurðardóttir Verkefnisstjóri Halló Norðurlanda   Heimasíða: http://www.hallonorden.org/tölvupóstur: hallo@norden.is  

Þessi vefur notar vafrakökur til að tryggja eðlilega starfsemi vefsins og mæla heimsóknir á hann. Engar persónugreinanlegar upplýsingar eru vistaðar án samþykkis. Til að lesa nánar um hvernig við notum vafrakökur á þessum vef, Smelltu hér.

Samþykkir þú að vefurinn noti vafrakökur?