Fréttir frá 2008

10 31. 2008

Nú er röðin komin að þeim

Eftir að hafa hlustað á umræður þingmanna undanfarna daga staðfestist trú mín að tilvist þeirra er tilgangslaus. Það eru ráðherrar og handvaldir embættismenn og aðstoðarmenn sem móta öll mál. Að þeirri vinnu koma þingmenn ekki, einu gildir hvort þeir séu stjórnarþingmenn eða í stjórnarandstöðu. Það má hæglega fækka þessu liði um helming og lækka þá sem eftir eru um 10% í launum eins og verið er að gera á almennum vinnumarkaði.Eftir að hafa hlustað á umræður þingmanna undanfarna daga staðfestist trú mín að tilvist þeirra er tilgangslaus. Það eru ráðherrar og handvaldir embættismenn og aðstoðarmenn sem móta öll mál. Að þeirri vinnu koma þingmenn ekki, einu gildir hvort þeir séu stjórnarþingmenn eða í stjórnarandstöðu.   Þegar ráðherrar hafa svo komist að einhverri niðurstöðu þá er hún lögð fyrir þingmenn. Ef embættismenn eða aðstoðarmenn eru þeim ekki auðsveipir í mótun niðurstöðu eru þeir látnir fara. Síðan fara fram sýndarumræður í hæstvirtu Alþingi samansettar af klisjum og innistæðulausum fullyrðingum. Í sjálfu sér skiptir engu hvort einhver niðurstaða næst (sem reyndar gerist aldrei) eða lagðar eru fram breytingartillögur (þær eru alltaf felldar), stjórnarþingmenn þrýsta alltaf á ?Já? takkan í þinginu. "Umræðu lokið og áfram með sýndarveruleikann"; segir hæstvirtur þingforseti.   Þingmenn leggja stundum fram eigin frumvörp eða þingsályktunartillögur. Þær hafna í nefndum sem stjórnarþingmenn stýra. Ráðherrar ráða svo hvaða mál komast í umræðu nefnda og þaðan inn á þing.   Landsmenn og skattgreiðendur spurðu í fyrra ; Hvers vegna fengu þingmenn að setja kosningstjóra sína á launalista sem aðstoðarmenn? Fá stjórnmálaflokkarnir ekki fyllilega nægilega mikla styrki úr ríkissjóð? Af hverju erum við með 63 þingmenn og 34 aðstoðarmenn á glæsilegum launum þegar allt er skoðað. Kostnaðargreiðslur, þingfararkaup og svo ekki sé talað um lífeyrisréttindi.   Það er einfalt að fækka þingmönnum um helming. Við höfum ekki efni á því að halda þessu óbreyttu og halda uppi þessum óþarfa með skattpeningum okkar. Nú er verið að segja upp almennum launamönnum í þúsundavís um allt þjóðfélagið. Röðin er núna kominn að þingmönnum. Þeir eiga að axla sína ábyrgð.   Af hverju erum við með 3 seðlabankastjóra, á meðan aðrar þjóðir, sem eru að spjara sig mörgum sinnum betur en við, eru með einn. Af hverju eru íslenskir seðlabankastjórar með helmingi hærri laun en seðlabankastjórar annarra landa (þegar allt er talið)? Af hverju erum við með einhverja úrelta þingmenn í stjórn Seðlabankans ásamt einhverjum prófessor í sagnfræði sem allir gera grín að? Þessir menn fá góð meðalheildarmánaðarlaun almenns verkafólks á mánuði fyrir fundarsetu. Auk þess eru þeir að eftirlaunum og prófessorinn er að auki á fullum launum í Háskólanum. Þetta lið hefur sýnt fullkomið getuleysi og eru hafðir að spotti í öllum fjármálatímaritum heimsins.   Hvað með hina 9 aukasendirherra sem Davíð réði þann stutta tíma sem hann staldaraði við í utanríkisráðuneytinu? Ekki hafa þeir verið að gera nokkurn skapaðn hlut.   Þingmenn hafa komið því þannig fyrir að ávinnsla í lífeyrisréttinda þeirra er mun hraðari en hjá öðrum landsmönnum. Þeir geta farið á lífeyri þegar þeir eru 55 ára. Við þurfum að vinna til 67 ára aldurs. 12 árum lengur. Mótframlag ríkissjóðs í lífeyrissjóð þingmanna til þess að standa undir þessum kostnaðarauka er 45% á meðan hann er einungis fjórðungur af því hjá almennum starfsmönnum. Lífeyrisréttindi þingmanna eru verðtryggð með framlögum úr ríkissjóð, á meðan við hin verðum að búa við skerðingu réttinda okkar vegna þess að lífeyrissjóðir okkar fá ekki bættan sinn skaða úr ríkissjóð og eru þar að undirstaðar þess að hægt sé að bjarga málunum.   Við hin erum þessa dagana að tapa umtalsverðum lífeyrisréttindum vegna þess að þingmenn sinntu ekki eftirlitsstörfum sínum. Röðin er núna kominn að því að þeir axli ábyrgð og lífeyrisréttindi þeirra verði sett í sama far og hjá almennum launamönnum.   Auk þess verður að afnema Eftirlaunafrumvarpið gjörspillta. En það veitir ráðherrum, seðlabankastjóra, forseta Íslands og æðstu embættis mönnum gríðarlega mikil sértæk réttindi sem kosta skattgreiðendur 600 millj. kr. Hér er um að ræða liðið sem hefur farið um heimsbyggðina með auðmönnunum og hrósað sér fyrir glæsilegan árangur í (ó)stjórn efnahagsmála Íslands. Röðin er núna kominn að því að þeir axli ábyrgð á aðgerðaleysi sínu og óábyrgum athöfnum. Allt í kringum þessa menn liggja í valnum gjaldþrota einstaklingar og heimili.   Með ofangreindum tillögum væri hægt að spara á þriðja milljarð. Ekki veitir af því þá þarf ekki að draga eins mikið saman þjónustu og ekki segja upp sjúkraliðum, kennurum og öðrum ríkisstarfsmönnum. Guðmundur Gunnarsson

Þessi vefur notar vafrakökur til að tryggja eðlilega starfsemi vefsins og mæla heimsóknir á hann. Engar persónugreinanlegar upplýsingar eru vistaðar án samþykkis. Til að lesa nánar um hvernig við notum vafrakökur á þessum vef, Smelltu hér.

Samþykkir þú að vefurinn noti vafrakökur?