Fréttir frá 2008

11 3. 2008

Aðild að RSÍ tryggir réttindi í atvinnuleysi

Þegar sótt er um atvinnuleysisbætur eða greiðslur í fæðingarorlofi, er þér í sjálfsvald sett hvort þú greiðir félagsgjald til stéttarfélags þíns eða ekki. Með því að greiða félagsgjaldið viðheldur þú réttindum þínum hjá félaginu, svo sem réttindum til sjúkradagpeninga og þátttöku í kostnaði vegna sjúkraþjálfunar, líkamsræktar, menntunar auk margs annars. Ertu að missa vinnuna eða fara í fæðingarorlof - Aðild að stéttarfélagi tryggir mikilvæg réttindi Aðild að stéttarfélagi tryggir þér mikilvæg réttindi. Þegar sótt er um atvinnuleysisbætur eða greiðslur í fæðingarorlofi, er þér í sjálfsvald sett hvort þú greiðir félagsgjald til stéttarfélags þíns eða ekki. Með því að greiða félagsgjaldið viðheldur þú réttindum þínum hjá félaginu, svo sem réttindum til sjúkradagpeninga og þátttöku í kostnaði vegna sjúkraþjálfunar, líkamsræktar, menntunar auk margs annars. Þegar sótt er um atvinnuleysisbætur eða greiðslur í fæðingarorlofi fyllir þú út umsóknareyðublað um greiðslu úr Fæðingarorlofssjóði eða hjá Atvinnuleysistryggingasjóði. Þá þarf að merkja við að þú viljir að félagsgjöld séu dregin af viðkomandi greiðslum. Með því að greiða ekki félagsgjald tapast mikilvæg réttindi. Fáðu frekari upplýsingar um þjónustu og réttindi á skrifstofum RSÍ. Atvinnulausir félagsmenn njóta margskonar sértækra réttinda eins og auka stuðnings vegna námskeiða. Þú tryggir ekki eftir á.

Þessi vefur notar vafrakökur til að tryggja eðlilega starfsemi vefsins og mæla heimsóknir á hann. Engar persónugreinanlegar upplýsingar eru vistaðar án samþykkis. Til að lesa nánar um hvernig við notum vafrakökur á þessum vef, Smelltu hér.

Samþykkir þú að vefurinn noti vafrakökur?