Fréttir frá 2008

11 7. 2008

Spurt og svarað

Sæl öll, í ljósi umræðunnar undanfarna daga langar mér til að spyrja RSÍhvort félagið eða félög innan RSÍ hafi átt fulltrúa í bankastjórnumeinhverra banka líkt og VR sannanlega átti ? Situr einhver á vegum lífeyrissjóðsins okkar í sambærilegum nefndum eða stjórnum? kveðja,Árni Haraldsson   Sæll Árni Nei engin úr forystu RSÍ eða aðildarfélaga situr eða hefur setið í stjórn banka.   Sama á við um stjórnarmenn eða aðra hvað varðar lífeyrissjóðinn okkar   Undirritaður situr í einni launaðri nefnd. Það er Starfsmenntaráð Félagsmálaráðuneytis. Ég fá fæ fyrir það 4000 kr. á mánuði.   Eftir því sem ég best veit þá situr einn miðstjórnarmaður í velferðarnefnd á vegum sveitarstjórnar.   En allnokkrir forystumenn í sambandinu eru virkir í fjölmörgum nefndum á vegum íslenskrar og norrænnar verkalýðshreyfingar. Þær eru allar ólaunaðar     Reyndar var fyrsti formaður RSÍ Óskar Hallgrímsson í stjórn Alþýðubankans 1973 - 1976 ef ég man rétt, en áður en hann tók við því sæti hætti hann sem formaður RSÍ og Magnús Geirsson tók við sem formaður sambandsins og var það til 1993    Kv Guðmundur  

Þessi vefur notar vafrakökur til að tryggja eðlilega starfsemi vefsins og mæla heimsóknir á hann. Engar persónugreinanlegar upplýsingar eru vistaðar án samþykkis. Til að lesa nánar um hvernig við notum vafrakökur á þessum vef, Smelltu hér.

Samþykkir þú að vefurinn noti vafrakökur?