Fréttir frá 2008

12 2. 2008

Uppsögn trúnaðarmanns RSÍ hjá RÚV

Hjálagt er bréf sem sent var til forstöðumanns RÚV Forstöðumaður RÚV  Páll Magnússon Sent um tölvupóst     Vegna ummæla sem eftir þér eru höfð í fjölmiðlum í dag um að Bára Halldórsdóttir sé ekki trúnaðarmaður rafiðnaðarmanna hjá RÚV og einhver annar tekinn við er ástæða til þess að taka fara eftirfarandi.   Bára Halldórsdóttir er og hefur verið trúnaðarmaður rafiðnaðarmanna hjá RÚV um alllangt skeið og engin breyting hefur verið gerð þar á. Hún er ein af forystumönnum sína aðildarfélags í RSÍ og fulltrúi á trúnaðarmannaráðstefnum og stefnumarkandi fundum innan sambandsins. Trúnaðarmannakerfi Rafiðnaðarsambandsins er og hefur verið mjög virk og eru 130 trúnaðarmenn sambandsins hryggbeinið í starfsemini   Bára hefur undanfarnar vikur verið einn  aðalsamningamaður fyrir hönd rafiðnaðarmanna hjá RÚV við yfirstandandi endurskoðun kjarasamninga og hefur m.a. verið á fundum með samningamönnum stofnunarinnar vegna þess í síðustu viku.   Þegar Rafiðnaðarsamband Ísland frétti síðastl. föstudag að henni hefði verið sagt upp störfum var umsvifalaust haft samband við lögmann RSÍ Láru V. Júlíusdóttir. Bára fór til lögmannsins kl. 14.00 í gær. Þegar hún var á leið af skrifstofu lögmannsins út í bifreið sína var hringt í hana af yfirmanni tæknideildar og uppsögnin dregin til baka. Enda lá þá fyrir að gripið yrði til aðgerða af hálfu RSÍ gagnvart RÚV í málinu.   Vinnubrögð við uppsagnir tæknimanna á föstudag eru ámælisverðar. Starfsmenn líða fyrir ofurlaunsstefnu tiltölulega fámenns hóps innan stofnunarinnar. Það hefur bitnað á tæknifólki sem hefur verið hryggbeinið í snurðulausum útsendingum.   Það að ráðast að einstæðri móður með fatlað barn sem hefur unnið hjá stofnuninni í 23 ár einkennist á fáheyrðri fólsku. Bára hefur unnið ákaflega samviskusamlega fyrir stofnunina, en hún hefur einnig látið til sín taka við leiðréttingu kjaraatriða vegna þess starfsfólks sem starfar á gólfinu. Það hefur valdið ofurlaunaliðinu hugarangri og nú átti að nýta tækifærið til þess að koma höggi á trúnaðarmanninn.           Reykjavík 2. desember 2008.   Fh Rafiðnaðarsambands Íslands Guðmundur Gunnarsson   Afrit sent á fréttastofur

Þessi vefur notar vafrakökur til að tryggja eðlilega starfsemi vefsins og mæla heimsóknir á hann. Engar persónugreinanlegar upplýsingar eru vistaðar án samþykkis. Til að lesa nánar um hvernig við notum vafrakökur á þessum vef, Smelltu hér.

Samþykkir þú að vefurinn noti vafrakökur?