Fréttir frá 2008

12 6. 2008

Fréttatilkynning frá Félagi íslenskra rafvirkja.

Á fundi í stjórn og trúnaðarráði Félags íslenskra rafvirkja  þann 5. desember 2008 var fjallað um ástand samfélagsmála og þá stöðu sem fjármálakerfi Íslands er komið í. Á fundinum var gerð eftirfarandi samþykkt : Á fundi í stjórn og trúnaðarráði Félags íslenskra rafvirkja  þann 5. desember 2008 var fjallað um ástand samfélagsmála og þá stöðu sem fjármálakerfi Íslands er komið í. Á fundinum var gerð eftirfarandi samþykkt : Félag íslenskra rafvirkja lýsir þungum áhyggjum af þeirri stöðu sem fjármálkerfi landsins er komið í með hruni bankakerfisins. Fundurinn tekur undir kröfur um að aðdragandi bankahrunsins verði rannsakaður og velt um hverjum steini. Athygli hefur vakið að nú hefur borist tilboð í Kaupþing Luxemborg. Banka sem hefur tekið virkan þátt í fjármálaflutningum í verkefni íslenska útrásarvíkinga og forystumenn bankakerfisins erlendis. Fundurinn krefst þess að þessi hluti bankakerfisins verði ekki seldur fyrr en búið að velta um þeim steinum sem þar eru.

Þessi vefur notar vafrakökur til að tryggja eðlilega starfsemi vefsins og mæla heimsóknir á hann. Engar persónugreinanlegar upplýsingar eru vistaðar án samþykkis. Til að lesa nánar um hvernig við notum vafrakökur á þessum vef, Smelltu hér.

Samþykkir þú að vefurinn noti vafrakökur?