Fréttir frá 2007

01 8. 2007

Sameiningu Lífiðnar og Samvinnulífeyrissjóðsins lokið.

Um áramótin tók Stafir nýr sameinaður sjóður Lífiðnar og Samvinnulífeyrissjóðsins formlega til starfa. Sjóðurinn mun starfa eftir nýjum samþykktum sem staðfestar hafa verið af fjármálaráðuneytinu. Með þessu aukast aldurstengd réttindi sjóðsfélaga um 16 ? 20%.  Um áramótin tók Stafir nýr sameinaður sjóður Lífiðnar og Samvinnulífeyrissjóðsins formlega til starfa. Sjóðurinn mun starfa eftir nýjum samþykktum sem staðfestar hafa verið af fjármálaráðuneytinu. Með þessu aukast aldurstengd réttindi sjóðsfélaga um 16 ? 20%, sem segir til afar sterka stöðu þessa sjóðs. Þetta er að þakka ákaflega góðum árangri í ávöxtun sjóða og góðum rekstri.   Þegar samþykkt hafði verið að sameina sjóðina var staða einstakra deilda og sjóðanna í heild metin með tryggingarfræðilegum útreikningum í því skyni að jafna réttindi sjóðsfélaga við sameiningu. Niðurstaðan varð sú að útdeila nú alls 5.7 milljörðum kr. til að auka aldurstengdu réttindin. Lífeyrissjóðirnir færa þannig sjóðsfélögum mikla og góða nýársgjöf á þessum tímamótum.   Stafir lífeyrissjóður verður einn af stærstu lífeyrissjóðum landsins með yfir 50.000 sjóðsfélaga. Iðgjaldatekjur Stafa verða um þrír milljarðar á rið 2007 og eignir sjóðsfélaga nema um 73 milljörðum króna  Stafir eru með aðsetur í Stórhöfða 31 Reykjavík. Framkvæmdastjóri sjóðsins er Ólafur Sigurðsson, en hann var framkvæmdastjóri Lífiðnar. Í stjórn Stafa er 8 manna bráðabirgðastjórn en á fyrsta ársfundi í vor verður kosin ný 6 manna stjórn. 

Þessi vefur notar vafrakökur til að tryggja eðlilega starfsemi vefsins og mæla heimsóknir á hann. Engar persónugreinanlegar upplýsingar eru vistaðar án samþykkis. Til að lesa nánar um hvernig við notum vafrakökur á þessum vef, Smelltu hér.

Samþykkir þú að vefurinn noti vafrakökur?