Fréttir frá 2007

01 11. 2007

Mikil fjölgun í Rafiðnaðarsambandinu

Á síðasta ári fjölgaði félagsmönnum RSÍ úr 4.810 í 5.604 eða um 16%. Erlendir félagsmenn voru um áramótin 380, en voru á sama tíma í fyrra um 141. Langstærsti hluti erlendu starfsmannanna er að störfum fyrir austan og mun fara af landinu á þessu ári. En íslenskum rafiðnaðrmönnum heldur áfram að fjölga jafnt og þétt. Umsóknir um sveinspróf sem verða að venju í byrjun febrúar eru nær tvöfalt fleiri en áður. Næstu sveinspróf verða að venju í júní. Á undanförnum árum hafa þeir sem hafa tekið sveinspróf í rafiðnaðargreinum verið um 150 á ári. Ef fer fram sem horfir þá mun sá fjöldi nær tvöfaldast á þessu ári. 

Þessi vefur notar vafrakökur til að tryggja eðlilega starfsemi vefsins og mæla heimsóknir á hann. Engar persónugreinanlegar upplýsingar eru vistaðar án samþykkis. Til að lesa nánar um hvernig við notum vafrakökur á þessum vef, Smelltu hér.

Samþykkir þú að vefurinn noti vafrakökur?