Fréttir frá 2007

01 12. 2007

Samkomulag við Ísal

Eins og lesendur heimasíðunnar hafa séð þá reis upp deila við Ísal í október vegna uppsagna 3ja starfsmanna, þ.á.m. eins rafvirkja. Málið hefur tekið á sig ýmsar myndir eins og gengur og gerist þegar aðilar deila og þróaðist þannig að það lá fyrir miðstjórn ASÍ á síðasta fundi að afgreiða málshöfðum. Samfara þessu hefur umræða um hvort stækka eigi álverið eða ekki farið vaxandi í samfélaginu og í sumum tilfellum blandaðist þessi deila inn í það mál. Það leiddi til þess að deiluaðilar ákváðu að hittast og náðu samkomulagi um niðurstöðu í málinu og taka með því málið af dagskrá. Í svona málum verða ekki til neinir sigurvegarar, menn finna ásættanlega málamiðlun og takast í hendur.        

Þessi vefur notar vafrakökur til að tryggja eðlilega starfsemi vefsins og mæla heimsóknir á hann. Engar persónugreinanlegar upplýsingar eru vistaðar án samþykkis. Til að lesa nánar um hvernig við notum vafrakökur á þessum vef, Smelltu hér.

Samþykkir þú að vefurinn noti vafrakökur?