Fréttir frá 2007

01 16. 2007

Fyrirspurn um fjölda starfsmanna RSÍ og launakostnað

Eitt dagblaðanna sendi skrifstofu RSÍ fyrirspurn þ. 15. jan. um fjölda félagsmanna, starfsmanna og störf þeirra frá árinu 2000 og launakostnað sambandsins. Hjálagt er svarið.Eitt dagblaðanna sendi skrifstofu RSÍ fyrirspurn þ. 15. jan. um fjölda félagsmanna, starfsmanna og störf þeirra frá árinu 2000 og launakostnað sambandsins. Hjálagt er svarið. Árið 2000 voru félagsmenn 3.297. Meðalheildarlaun rafiðnaðarmanna með sveinspróf voru 252.100 kr. Starfsemi RSÍ er frábrugðin flestum öðrum landssamböndum að því leiti að allur félagslegur rekstur, gerð kjarasamninga, umsjón sjúkrasjóðs og orlofseigna er í höndum sambandsins. Á árinu 2000 eru á skrifstofum RSÍ og við umsjón orlofseigna og orlofssvæðið við Apavatn 8 starfsmenn, 5 þeirra í fullu starfi. Utan Reykjavíkur er sambandið með 3 skrifstofur. Starfsmennirnir vinna við félagsstörf, umsjón kjarasamninga og túlkun þeirra. RSÍ er aðili að eða stendur eitt að samtals 15 kjarasamningum. Samskipti og eftirlit á vinnustöðum stór hluti starfseminnar. Einnig sjá starfsmenn um hluta af starfsemi Ákvæðisvinnustofu rafiðna og Fræðsluskrifstofu rafiðna. Starfsmenn hafa umsjón með sjúkrasjóð og úthlutun styrkja. Þeir sjá um innritun í orlofskerfi og úthlutun umsókna. Sambandið tekur auk þess þátt í rekstri innheimtustofu í samvinnu við Lífiðn. Hluti af launakostnaði sambandsins eru greiðslur launataps þeirra sem taka að sér verkefni fyrir sambandið, eins og t.d. að vera í samninganefndum eða starfsnefndum á vegum RSÍ eða ASÍ. Um er að ræða formenn aðildarfélaga og trúnaðarmenn á vinnustöðum. Vinnutími þessara einstaklinga er ákaflega misjafn milli ára. Laun og launatengd gjöld árið 2000 voru 36.4 millj. kr.   Árið 2001 voru félagsmenn 3.936. Meðalheildarlaun rafiðnaðarmanna með sveinspróf voru 281.000 kr.   Starfsmannafjöldi óbreyttur frá árinu á undan auk þess er hluti af launakostnaði sambandsins greiðslur launataps þeirra sem taka að sér verkefni fyrir sambandið, eins og t.d. að vera í samninganefndum eða starfsnefndum á vegum RSÍ eða ASÍ. Laun og launatengd gjöld voru 41.4 millj. kr.     Árið 2002 voru félagsmenn 4.122. Meðalheildarlaun rafiðnaðarmanna með sveinspróf voru 295.000 kr.   Við starfsmenn frá árinu á undan bætist einn í hlutastarf við umsjón orlofssvæðis, auk þess er hluti af launakostnaði sambandsins greiðslur launataps þeirra sem taka að sér verkefni fyrir sambandið, eins og t.d. að vera í samninganefndum eða starfsnefndum á vegum RSÍ eða ASÍ. Laun og launatengd gjöld voru 49 millj. kr.     Árið 2003 voru félagsmenn 4.232. Meðalheildarlaun rafiðnaðarmanna með sveinspróf voru 302.000 kr.   Starfsmannafjöldi óbreyttur frá árinu á undan, auk þess er hluti af launakostnaði sambandsins greiðslur launataps þeirra sem taka að sér verkefni fyrir sambandið, eins og t.d. að vera í samninganefndum eða starfsnefndum á vegum RSÍ eða ASÍ. Laun og launatengd gjöld voru 48.2 millj. kr.     Árið 2004 voru félagsmenn 4.714. Meðalheildarlaun rafiðnaðarmanna með sveinspróf voru 336.000 kr.  Við starfsmenn frá árinu á undan bætist einn starfsmaður sem sér um samskipti við erlenda rafiðnaðarmenn, auk þess er hluti af launakostnaði sambandsins greiðslur launataps þeirra sem taka að sér verkefni fyrir sambandið, eins og t.d. að vera í samninganefndum eða starfsnefndum á vegum RSÍ eða ASÍ. Laun og launatengd gjöld voru 51.8 millj. kr.     Árið 2005 voru félagsmenn 4.710. Meðalheildarlaun rafiðnaðarmanna með sveinspróf voru 363.000 kr.   Við starfsmenn frá árinu á undan bætist einn starfsmaður á skrifstofu, auk þess er hluti af launakostnaði sambandsins greiðslur launataps þeirra sem taka að sér verkefni fyrir sambandið, eins og t.d. að vera í samninganefndum eða starfsnefndum á vegum RSÍ eða ASÍ. Laun og launatengd gjöld voru 62.6 millj. kr.     Árið 2006 voru félagsmenn 5.620. Meðalheildarlaun rafiðnaðarmanna með sveinspróf voru 409.000 kr.  Við starfsmenn frá árinu á undan bætist einn starfsmaður á skrifstofu m.a. vegna aukinna umsvifa í námskrárgerð, auk þess er hluti af launakostnaði sambandsins greiðslur launataps þeirra sem taka að sér verkefni fyrir sambandið, eins og t.d. að vera í samninganefndum eða starfsnefndum á vegum RSÍ eða ASÍ. Laun og launatengd gjöld voru 76.4 millj. kr.   

Þessi vefur notar vafrakökur til að tryggja eðlilega starfsemi vefsins og mæla heimsóknir á hann. Engar persónugreinanlegar upplýsingar eru vistaðar án samþykkis. Til að lesa nánar um hvernig við notum vafrakökur á þessum vef, Smelltu hér.

Samþykkir þú að vefurinn noti vafrakökur?