Fréttir frá 2007

01 16. 2007

Félagsmenn frá 26 löndum

Nú um áramótin voru 329 af félagsmönnum RSÍ frá 25 löndum. Langflestir þeirra eða 222 eru frá Póllandi. Nú um áramótin voru 329 af félagsmönnum RSÍ frá 25 löndum. Langflestir þeirra eða 222 eru frá Póllandi og nær allir þeirra starfa hjá Bechtel við að reisa Fjarðarál. Annar áberandi hópur eru 19 Króatar og 17 Slóvenar, en þeir hafa verið við að reisa línu frá Fljótsdalsvirkjun niður í Reyðarfjörð. Vegna umræðu um erlenda launamenn hér á landi og stundum dáldið einkennilega (vafasama) afstöðu manna til þeirra, þá hafa þessir rafiðnaðarmenn ekki verið til neinna vandræða hér á íslenskum vinnumarkaði. En sumir þeirra hafa aftur á móti lent í nokkurm vandræðum í samskiptum við starfsmannaleigur, sem hafa með einum eða öðrum hætti komið í veg fyrir að þeir fái réttindi sín staðfest. Það hefur svo leitt til þess að viðkomandi er á lægsta verkamannataxta að vinna fagvinnu. Einnig er það ljóst að íslenskir rafiðnaðarmenn hafa einfaldlega ekki verið nægilega fjölmennir til hefði getað sinnt þeim störfum sem þessir gestir okkar hafa sinnt.  

Þessi vefur notar vafrakökur til að tryggja eðlilega starfsemi vefsins og mæla heimsóknir á hann. Engar persónugreinanlegar upplýsingar eru vistaðar án samþykkis. Til að lesa nánar um hvernig við notum vafrakökur á þessum vef, Smelltu hér.

Samþykkir þú að vefurinn noti vafrakökur?