Fréttir frá 2007

01 25. 2007

Laun og lán í Evrum. Ekki spurning hvort, heldur hvenær

Katrín Ólafsdóttir, lektor við viðskiptadeild HR, skrifar í Viðskiptablaðið 24. jan. þar sem hún fjallar um þessi mál.Katrín Ólafsdóttir, lektor við viðskiptadeild HR, skrifar í Viðskiptablaðið 24. jan. þar sem hún fjallar um þessi mál. Katrín segir m.a ; ,,Krónan er minnsta myntsvæði veraldar. Fyrirtæki hafa heimild til að færa bókhald í erlendri mynt og fyrirtæki sem starfa á alþjóðamarkaði sjá sér hag í því. Þetta er einfaldlega hluti af alþjóðavæðingunni. Þegar fyrirtæki færa bókhald í erlendri mynt er eðlilegt að kaupréttarsamningar starfsmanna séu í sömu mynt. Næsta skref er að launasamningar verða gerðir, a.m.k. að hluta í erlendri mynt. Fyrir almennan starfsmann væri í dag hagstætt að fá hluta af launum í evru og taka á móti fasteignalán í evrum og fá svo afganginn af laununum í krónum og greiða annan kostnað innanlands í krónum. Þegar farið er að greiða hluta ef launum í evrum, þá hvetur það innlend fyrirtæki til að bjóða vörur í evrum fremur en krónum og smám saman verður þetta minnsta myntsvæði veraldar sífellt minna. Smám saman munum við þannig hætta að nota krónur og nota frekar evrur. Það er einungis spurning á hvaða stigi þessarar þróunar verður sú ákvörðun tekin að skipta alfarið úr krónum í evrur."

Þessi vefur notar vafrakökur til að tryggja eðlilega starfsemi vefsins og mæla heimsóknir á hann. Engar persónugreinanlegar upplýsingar eru vistaðar án samþykkis. Til að lesa nánar um hvernig við notum vafrakökur á þessum vef, Smelltu hér.

Samþykkir þú að vefurinn noti vafrakökur?