Fréttir frá 2007

01 26. 2007

Málefni útlendinga á vinnumarkaði

Þann 25. janúar hélt ASÍ málþing um málefni erlendra launamanna hér á landi. Nokkrir aðilar voru fengnir til þess að vera með innlegg um reynslu þeirra af þeirri þróun sem hefur átt sér stað undanfarin misseri. Það var samdóma álit þeirra sem fluttu erindi að samskipti við erlenda launamenn hefðu verið góð, en það upp  hefðu risið nokkur vandamál, sem ætíð hefðu átt rætur sínar að rekja til fyrirtækja. Fram kom að það væri mikill minni hluti fyrirtækja og snerti mikinn minni hluta þeirra erlendu launamanna sem hingað hefðu komið. Margt hefði breyst frá því að verkalýðshreyfingin glímdi við Impregilo. Það fyrirtæki hefði orðið að fara að öllum ábendingum verkalýðshreyfingarinnar, það hefði tekið tíma en fullur sigur hefði unnist. En með þeim sigrum hefðu verið lagðir grunnar að nýjum lögum og reglugerðum sem væru að líta dagsins ljós. Stjórnmálamenn hefðu í upphafi alfarið tekið afstöðu með fyrirtækjunum gegn verkalýðshreyfingunni, en nú væri að koma fram viðurkenning á því að verkalýðshreyfingin hefði haft rétt fyrir sér í ábendingum sínum. Hjálagt er erindi formanns RSÍ.       Þann 25. janúar hélt ASÍ málþing um málefni erlendra launamanna hér á landi. Nokkrir aðilar voru fengnir til þess að vera með innlegg um reynslu þeirra af þeirri þróun sem hefur átt sér stað undanfarin misseri. Það var samdóma álit þeirra sem fluttu erindi að samskipti við erlenda launamenn hefðu verið góð, en það upp  hefðu risið nokkur vandamál, sem ætíð hefðu átt rætur sínar að rekja til fyrirtækja. Fram kom að þeirra væri mikill minni hluti fyrirtækja og snerti mikinn minni hluta þeirra erlendu launamanna sem hingað hefðu komið. Margt hefði breyst frá því að verkalýðshreyfingin glímdi við Impregilo. Það fyrirtæki hefði orðið að fara að öllum ábendingum verkalýðshreyfingarinnar, það hefði tekið tíma en fullur sigur hefði unnist. En með þeim sigrum hefðu verið lagðir grunnar að nýjum lögum og reglugerðum sem væru að líta dagsins ljós. Stjórnmálamenn hefðu í upphafi alfarið tekið afstöðu með fyrirtækjunum gegn verkalýðshreyfingunni, en nú væri að koma fram viðurkenning á því að verkalýðshreyfingin hefði haft rétt fyrir sér í ábendingum sínum.   Hjálagt er erindi formanns RSÍ Hnattvæðingin hefur átt mikinn þátt í auknum hagvexti og velmegun.  En hún hefur leitt til þess að hagnaður vegna framleiðniaukningar og skipting framlegðar hefur í vaxandi mæli runnið til fjármagnseigendanna. Þeir fara með fjármagnið þangað sem vinnuaflið er ódýrast og hlutur eiganda fjármagnsins mestur. Þar eru stéttarfélögin veikust og sjónarmið frjálshyggjunnar ráða. Samtök launamanna fara í taugarnar á boðberum frjálshyggjunnar, þau standa í vegi fyrir draumum þeirra um óskertan arð af fjármagninu. Þetta kom glögglega fram hér á landi í viðbrögðum forsvarsmanna frjálshyggjunnar, þegar innflutningur erlendra launamanna hófst í stórum stíl til Kárahnjúka og stéttarfélögin voru að verja réttindi þeirra og launkjör. Frjálshyggjumenn voru þá í fjölmiðlum og úthrópuðu trúnaðarmenn stéttarfélaganna sem rasista. Þetta var öllum öðrum óskiljanlegur málflutningur.     Í vestrænum löndum þar sem stéttarfélög eru veik hafa sumir stjórnmálamenn reynt að vinna gegn þessari þróun með því að lögsetja lágmarkslaun og setja upp tollamúra eða einhverjar skorður á viðskipti og innflutning frá þeim löndum þar sem lágmarkslaunin eru lág. Vestræn verkalýðshreyfing telur að best sé að bregðast við þessu með því að efla stéttarfélög í þeim heimshlutum þar sem kjör launamanna eru verst. Það er gert með því að leggja umtalsverða fjármuni í að efla starfsmenntun í þessum löndum og þjálfa upp forystumenn.   Erlendir launamenn flytja heim þekkingu á velrekinni verkalýðshreyfingu    Vaxandi streymi launamanna til vesturlanda og svo heim aftur, hefur leitt til þess að þeir hafa kynnst starfsháttum vestrænnar verkalýðshreyfingar og öðlast með því þekkingu og skilning á þeim mismun sem er á þeirri verkalýðshreyfingu sem þeir þekkja í Austur-Evrópu ættaðri frá valdatímum kommúnista. Marklausa kommissara klíku, sem ekki kom nálægt ákvörðum um kaup og kjör, það var ákveðið einhliða af valdamönnum viðkomandi þjóðar sem jafnframt stjórnuðu fyrirtækjunum sem þau væru þeirra eigin. Reyndar eru sjónarmið og vinnubrögð þeirra ótrúlega lík og framangreind sjónarmið frjálshyggjumanna í dag. Þeir eru kommúnistar nútímans.   Aukið samstarf Evrópuþjóða og sameiginlegur vinnumarkaður  Ástæða stofnunar aukins samstarfs Evrópuþjóða var að skapa stærri markað, auka viðskipti, fella niður tollamúra og efla stöðu evrópskra fyrirtækja, efla viðskiptalífið og fjölga með því störfum. Evrópskir stjórnmálamenn sáu upp miðri síðustu öld, að þeir urðu að gera eitthvað til þess að Evrópa gæti staðist ríkjasamstarfinu í Bandaríkjum Norður-Ameríku og eins Asíulöndum snúning. Þetta hafa málsvarar frjálshyggjunnar hér á landi kallað afsal fullveldis, sem er með öllu óskiljanleg fullyrðing. Í þessu sambandi má benda á að ef um væri að ræða fullveldisafsal, værum við að tala um samskonar ríkjasamstarf og er innan BNA.   Reyndar hefur einn hluti Evrópu staðist alla samkeppni, það eru Norðurlönd. Svipað form var tekið upp í Evrópusamstarfinu. Engin þjóð í Evrópu hefur notið þessa samstarfs fullvalda ríkja í jafnríkum mæli eins og hin fullvalda þjóð í norðri Ísland. Sama hvort litið sé til Norðurlanda samtarfsins eða á Evrópu samstarfið. Það höfum við séð á þróun íslensks efnahagslífs, allt frá því við hófum í auknum mæli samstarf við önnur fullvalda ríki Evrópu. Staða norðurlanda myndi eflast umtalsvert í Evrópusamstarfinu ef þau væru öll innan Evrópusambandsins.   Afsal fullveldis?!!  Hvað varðar fullyrðingar um afsal fullveldis og reglugerða sem myndu streyma yfir okkur, þá öðlast gildi hér á landi þegar í dag umtalsverður hluti þeirra reglugerða sem eru samþykktar í samstarfi fullvalda Evrópuríkja. Enda hlýtur það blasa við að svo sé. Við búum í samskonar þjóðfélagi og höfum samskonar markmið. Okkar þjóðfélagsgerð kallar vitanlega á svipaðar reglugerðir og tíðkast annarsstaðar í Evrópu. Það eru reyndar nokkrar reglugerðir ættaðar frá Brussel, sem ekki hafa fengið náð fyrir ríkisstjórn Íslands. Allar eiga þær sér það sammerkt að auka réttindi launamanna.   Forsenda fyrir samþykkt aðila vinnumarkarðsins gagnvart opnun vinnumarkaðarins var að treyst yrði allt regluverk og eftirlit á vinnumarkaði. Tryggja með því að kjör og réttindi hinna erlendu starfsmanna séu að minnsta kosti sambærileg við íslenska kjarasamninga. Áður en þessi lög voru sett var töluverður ólestur á þessu og ekki kom til greina að framlengja kerfi sem ekki hafði reynst vel. Ný lög áttu að gera erlendum þjónustu- og verktakafyrirtækjum skylt að veita upplýsingar um starfsemi sína og virða kjarasamninga og lög hér á landi. Stjórnvöldum var það mikið keppikefli að tryggja að allir sem starfa hér á landi beri jafna samfélagslega ábyrgð. Sett voru lög um að skrá yrði allar starfsmannaleigur og þeim var jafnframt, á grundvelli laganna, gert að senda Vinnumálastofnun yfirlit yfir starfsmenn sem starfa á vegum fyrirtækisins hér á landi þar sem fram kemur fjöldi þeirra, nöfn, heimilisföng í heimaríki, ríkisfang og starfsréttindi.       Íslendingar hefðu ekki ráðið einir við aukið álag á vinnumarkaði hér  Íslendingar hefðu ekki komist einir í gegnum það mikla álag sem hefur verið á vinnumarkaðnum hér undanfarin misseri. Efnahagsþróun hefði ekki verið eins góð og verðbólga hærri. En það breytir því ekki að fyrirtæki, hvort sem þau eru innlend eða erlend, verða að fara að settum reglum. Ef við sættum okkur við að hér sé unnið á töxtum sem eru undir samþykktum lágmörkum, þá er í raun verið að samþykkja að lækka laun almennt hér á landi. Einmitt launin fyrir þau störf þar launin eru lægst fyrir og stéttarfélögin hafa verið með sérstakt átak um að hækka þau á undanförnum árum og orðið nokkuð ágegnt.   Það eru sífellt að koma upp dæmi um að ríkissjóður hefur orðið að greiða lækniskostnað vegna hinna erlendu launamanna, jafnvel upp á tugi milljóna króna. Því það hefur komið í ljós þegar það leitar til hjúkrunarstofnana við slys að engin tryggingargjöld hafi verið greidd, fólkið er fullkomlega í ósjálfbjarga í höndum manna sem eru að nýta sér aðstöðu þess. Tryggja verður rétt hinna erlendu gesta okkar með því að efla starfsemi útlendingastofu og fyrstu skráningar erlendra launamanna þegar þeir koma hingað. Með því er réttur allra tryggður, hinna erlendu gesta okkar sem eru okkur nauðsynlegir, samfara lágmarksréttindum íslenskra launamanna og síðast en ekki síst réttindi íslenskra skattborgara.   Bönn leiða til stækkunar neðanjarðarhagkerfis  Það er engin lausn að banna erlendu launafólki að koma hingað, það myndi einfaldlega leiða til þess að neðanjarðakerfið myndi stækka og fleiri vandamál myndu skjótast upp á yfirborðið mönnum að óvörum. Við íslendingar viljum geta farið erlendis og verið þar að störfum um lengri eða skemmri tíma. Vaxandi fjöldi íslenskra fyrirtækja er að senda íslenska starfsmenn sína um víða veröld til þess að sinna verkefnum sem þau hafa aflað sér. Fjöldi íslenskra rafiðnaðarmanna er í þessum hóp.   Hvernig í veröldinni ætla menn að standa að því að banna erlendum launamönnum að koma hingað. Eina leiðin er að setja skýrar og gagnsæjar leikreglur, og sjá um að farið sér eftir þeim. Erlendir launamenn þurfa að hafa aðgang að einum stað þar sem þeir geta fengið allar upplýsingar um íslenskan vinnumarkað og kjör á honum. Skráningar og upplýsingar um viðurkenningar á starfsréttindum sínum. Guðmundur Gunnarsson

Þessi vefur notar vafrakökur til að tryggja eðlilega starfsemi vefsins og mæla heimsóknir á hann. Engar persónugreinanlegar upplýsingar eru vistaðar án samþykkis. Til að lesa nánar um hvernig við notum vafrakökur á þessum vef, Smelltu hér.

Samþykkir þú að vefurinn noti vafrakökur?