Fréttir frá 2007

02 10. 2007

Framkvæmdir í góðum gangi á Apavatni

Nú er búið að reisa tvö ný hús á orlofssvæðinu við Apavatn, en 3 ný hús eiga að verða tilbúinn fyrir páska og 2 að auki fyrir sumarið.Eins og áður hefur komið fram á heimasíðunni var ákveðið að flytja orlofsstarfsemi RSÍ í Árnessýslu á orlofssvæði sambandsins við Apavatni. Búið er að selja húsin í Brekkuskóg,, Hraunborgum og á Snæfoksstöðum og hanna nýja 10 húsa byggð við Apavatn. Lokið er allri jarðvegsvinnu fyrir þessa byggð og unnið við að reisa fyrstu 3 húsin og samkvæmt áætlun eiga þau að vera tilbúin fyrir páskana. Næsta skref eru 2 hús til viðbótar sem eiga að vera tilbúinn í júní byrjun. Um er að ræað glæsileg 90 ferm. hús með 3 rúmgóðum svefnherbergjum, góðiu baðherbergi, fullbúnu eldhúsi og rúmgóðri stofu. 80 ferm. verönd með heitum potti og 10 ferm útgeymslu við pottinn þar sem ma verður snyrting. Búið er að loka fyrsta húsið og kominn hiti á það og það verið að setja síðustu hönd á að loka húsi 2 Hér sjást suður og austurhliðar, aðalinngangur sést undir þakskegginu. Hér norðurhliðin og svefnherbergisgluggar.   Uppmokstur úr grunnum var nýttur til þess að mynda hóla á milli húsanna. Bæði til þess að mynda betra skjól og eins betra næði í hverju húsi. Á þessari mynd sem er tekinn af pallinum á húsi 2 í átt til húss 1. Hér sést hvernig hóllinn byrgir útsjón milli húsa Þetta er platan og sökklar undir pall á húsi 3. En samkvæmt áætlun á að vera búið að reisa það hús í lok næstu viku. Útveggir koma tilbúnir frá verkstæði og tekur skamman tíma að reisa húsin og loka þeim.

Þessi vefur notar vafrakökur til að tryggja eðlilega starfsemi vefsins og mæla heimsóknir á hann. Engar persónugreinanlegar upplýsingar eru vistaðar án samþykkis. Til að lesa nánar um hvernig við notum vafrakökur á þessum vef, Smelltu hér.

Samþykkir þú að vefurinn noti vafrakökur?