Fréttir frá 2007

02 10. 2007

Trúnaðarmaður kjörinn hjá Fjarðaál

Nýlega hélt Rafiðnaðarsambandið fund með rafiðnaðarmönnum sem starfa hjá Fjarðarál. Á fundinum var farið yfir ýmis mál auk þess að kjörinn var fyrsti trúnaðarmaður rafiðnaðarmanna sem munu starfa hjá verksmiðjunni. Í dag er búið að ráða um helming rafiðnaðarmanna, en þeir munu verða um 40 þegar verksmiðjan verður kominn í gang. Sá sem var kjörinn hefur áður verið trúnaðarmaður rafiðnaðarmanna og hefur hlotið margháttaða þjálfun í þeim störfum, en kemur nú aftur í hóp 140 trúnaðarmanna rafiðnaðarmanna. 

Þessi vefur notar vafrakökur til að tryggja eðlilega starfsemi vefsins og mæla heimsóknir á hann. Engar persónugreinanlegar upplýsingar eru vistaðar án samþykkis. Til að lesa nánar um hvernig við notum vafrakökur á þessum vef, Smelltu hér.

Samþykkir þú að vefurinn noti vafrakökur?