Fréttir frá 2007

02 13. 2007

Virkjanir í Neðri Þjórsá

Það hefur legið fyrir um allangt skeið að reistar verði virkjanir í neðri hluta Þjórsár, eða allt frá árinu 1914. Um þessar virkjanir var fjallað í Rammaáætlun fyrir nokkrum árum og fengu þar minnstu athugasemdir allra virkjanakosta. Um 10% af lónum og athafnasvæði virkjananna falla utan við árfarveg Þjórsár. Sú andstaða sem er við þessar virkjanir núna kemur á óvart, því þær voru afgreiddar og það hefur legið fyrir um allangt skeið að þær verði reistar. Þar breytir engu hvort álverið í Straumsvík verði stækkað eða ekki.Það hefur legið fyrir um allangt skeið að reistar verði virkjanir í neðri hluta Þjórsár, eða allt frá árinu 1914. Um þessar virkjanir var fjallað í Rammaáætlun fyrir nokkrum árum og fengu þar minnstu athugasemdir allra virkjanakosta. Á árinu 2003 og 2004 voru umhverfisathuganir kynntar. Um tvo kosti hefur verið rætt hvað varðar efra svæðið, en Landsvirkjun hefur valið að  hafa þar tvær virkanir í stað einnar. Um 10% af lónum og athafnasvæði virkjananna falla utan við árfarveg Þjórsár. Holtavirkjun með u.þ.b. 50 MW að afli og Hvammsvirkjunar með u.þ.b. 80 MW. Inntakslón Holtavirkjunar verður við Árnes og veitumannvirki verða byggð við Búðafoss ofan við Árnes og þar verður stærstum hluta Þjórsár veitt í Árneskvísl. Stöðvarhúsið verður staðsett við enda stíflunnar við Akbrautarholt. Inntakslón Hvammsvirkjunar, Hagalón verður ofan við Minnanúpshólma. Stöðvarhús verður staðsett nærri norðurenda Skarðsfjalls í Landsveit í landi Hvamms og verður það að mestu leyti neðanjarðar. Frá inntaksmannvirkjum við Hagalón liggja um 400 m löng aðrennslisgöng að virkjuninni. Frá virkjun fellur vatnið um jarðgöng og síðan opinn skurð til Þjórsár neðan við Ölmóðsey. Virkjun við Urriðafoss verður u.þ.b. 125 MW að afli og inntakslón virkjunarinnar, Heiðarlón, verður myndað með stíflu í Þjórsá við Heiðartanga og stíflugörðum upp eftir vesturbakka árinnar. Inntaksmannvirki verða í Heiðartanga og stöðvarhús neðanjarðar nærri Þjórsártúni. Frá stöðvarhúsinu munu liggja frárennslisgöng sem opnast út í Þjórsá nokkru neðan við Urriðafoss. Sú andstaða sem er við þessar virkjanir núna kemur á óvart, því þær voru afgreiddar og það hefur legið fyrir um allangt skeið að þær verði reistar. Þar breytir engu hvort álverið í Straumsvík verði stækkað eða ekki. Það verður virkjað meira á Íslandi en þegar hefur verið gert, það er aftur á móti frekar spurning hvað eigi að virkja. Þessar virkjanir voru flokkaðar í vandaðri forvinnu þeirra sem unnu að Rammaáætlun sem fyrstu valkostir og þá voru ekki gerðar neinar athugasemdir. Þegar mótmælt er verða menn að vera sjálfum sér samkvæmir, annars missa mótmælin marks. Ef þessar virkjanir verða ekki reistar þá þarf að reisar einhverjar aðrar, það liggur í hlutarins eðli. Guðmundur Gunnarsson       

Þessi vefur notar vafrakökur til að tryggja eðlilega starfsemi vefsins og mæla heimsóknir á hann. Engar persónugreinanlegar upplýsingar eru vistaðar án samþykkis. Til að lesa nánar um hvernig við notum vafrakökur á þessum vef, Smelltu hér.

Samþykkir þú að vefurinn noti vafrakökur?