Fréttir frá 2007

02 21. 2007

Launakannanir vefjast fyrir SART, eða eru það niðurstöðurnar sem eru óþægilegar.

Starfsfólk RSÍ fær ætíð upphringingar frá SART í hvert skipti sem launakönnun er gerð meðal félagsmanna RSÍ og hún birt. Starfsmenn SART eyða miklum tíma í að draga í efa áreiðanleika launakannana RSÍ og reyna að gera lítið úr þeim með öllum hætti. Í nýju fréttabréfi SART er svo veist að starfsfólki RSÍ og það sakað enn einu sinni um að gefa villandi upplýsingar.Starfsfólk RSÍ fær ætíð upphringingar frá SART í hvert skipti sem launakönnun er gerð meðal félagsmanna RSÍ og hún birt. Starfsmenn SART eyða miklum tíma í að draga í efa áreiðanleika launakannana RSÍ og reyna að gera lítið úr þeim með öllum hætti. Í nýju fréttabréfi SART er svo veist að starfsfólki RSÍ og það sakað enn einu sinni um að gefa villandi upplýsingar. Þær launakannanir sem RSÍ gerir sjálft eru byggðar á skilagreinum til sjóða sambandsins. Þær kannanir segja til um meðalheildarlaun. Starfsfólki RSÍ hefur ætíð fundist harla einkennilegt þegar reynt að efast um niðurstöður þeirra, því það eina sem gæti dregið til rangra niðurstaðna væri að fyrirtækin geri sér það að leik að greiða af of háum gjaldstofni til sambandsins og lífeyrissjóðsins, og það þyrfti að vera nokkuð algengt því það er jú verið að reikna út meðaltal og miðtölur launa 5.000 félagsmanna. Ætíð er tekið neðan og ofan af úrtökum til þess að gera niðurstöður marktækari. Í því sambandi má benda á að nokkrir verktakar greiða af sjálfum sér  til RSÍ og eru þeir oft á ótrúlega lágum launum. Í þessum könnunum er ekki hægt að sjá hver daglaun eru og hversu langur vinnutími er. En starfsfólki er kunnugt um hvaða launaflokkar eru notaðir í fastlaunakerfum og eins hvaða launaflokkar í almenna samning RSÍ við SART eru algengastir og fer því nærri um hvaða daglaun eru algengust. Það í sumum tilfellum gefið upp en ætíð tekið fram hverjar væriu forsendur. Í þessum tilfellum er um strípaða daglaunataxta að ræða.   Á meðan Kjararannsókn gaf út sínar kannanir voru helstu niður stöður þeirra birtar og gjarnan bornar saman við kannanir RSÍ og bar ekki  mikið á milli þeirra. Í könnnun Kjaró var ætíð talað um ?regluleg laun? og svo heildarlaun. Regluleg laun er vel þekkt hugtak en þar er átt við föst laun sem greidd eru fyrir 40 stunda vinnuviku, sama hvaða nafni þau nefnast.   Með nokkru millibili hefur Gallup/Capacent verið fengið til þess að gera launa- og viðhorfskannanair fyrir RSÍ og síðast í október 2006. Að venju hófust hringingar starfsmanna SART  til RSÍ þar sem reynt var að gera niðurstöður þessarar könnunar tortryggilegar. Starfsmenn RSÍ brugðu þá á það ráð er senda allar forsendur og niðurstöður könnunarinnar til SART. Í könnun Gallup/Capacent er eins og hjá Kjaró spurst fyrir um hvað launamenn fái fyrir 40 tímana, hverni gþað skiptist og svo hvað þeir fái í heildarlaun. Einnig er spurt ítarlega um vinnutíma. Allt þetta var birt á heimasíðu RSÍ og eins voru allar helstu niðurstöður sendar til félagsmanna. Starfsfólki RSÍ er vel kunnugt um að þá skoðun starfsmanna SART að þeim finnist að laun rafiðnaðarmanna séu alltof há og launakannanir sem staðfesti hver laun rafiðnaðarmanna séu fari í taugarnar á þeim. Starfsmenn RSÍ hafa haft þá venju hingað til að birta niðurstöður launakannana eins skilmerkilega og hægt er og munu halda áfram að gera það. Meðalheildarlaun rafiðnaðarmanna með sveinspróf voru  síðasta mánuði um  410 þús. kr.. Algengustu launaflokkar rafiðnaðarmanna með sveinspróf á almennu taxtakerfi SART og RSÍ í dag eru flokkarnir frá 29 til 33, sem segir þeim sem þekkja til og skilja launakerfi að strípuð daglaun eru frá 250 þús kr. til 270 þús. kr. Regluleg mánaðardaglaun eru að jafnaði um 12 þús.kr. hærri.       

Þessi vefur notar vafrakökur til að tryggja eðlilega starfsemi vefsins og mæla heimsóknir á hann. Engar persónugreinanlegar upplýsingar eru vistaðar án samþykkis. Til að lesa nánar um hvernig við notum vafrakökur á þessum vef, Smelltu hér.

Samþykkir þú að vefurinn noti vafrakökur?