Fréttir frá 2007

02 22. 2007

Um sameiningu Iðnskólans í Reykjavík og Fjöltækniskólans

Undanfarnar vikur hafa farið fram umræður um sameiningu Iðnskólans í Reykjavík og Fjöltækniskólans. Skólastjórar skólanns hafa farið milli aðila og kynnt megintilgang þessa verkefnis. Helstu forsendur eru sem fram koma í kynningu þeirra, er að skapa fjölbreyttari og öflugari skóla, auk þess að endurreisa samtengingu verknáms og framhaldsnáms á háskólastigi.   Undanfarnar vikur hafa farið fram umræður um sameiningu Iðnskólans í Reykjavík og Fjöltækniskólans. Skólastjórar skólanns hafa farið milli aðila og kynnt megintilgang þessa verkefnis. Helstu forsendur eru sem fram koma í kynningu þeirra, er að skapa fjölbreyttari og öflugari skóla, auk þess að endurreisa samtengingu verknáms og framhaldsnáms á háskólastigi.   Margoft hefur komið fram áhugi rafiðnaðarmanna á meiri samþættingu starfstengds náms í framhaldskólanum, meistaraskóla, iðnfræðingsmenntun og tæknifræðinámi. Það hefur verið leið iðnaðarmanna til framhaldsnáms á háskólastigi. Með sameiningu Tækniskólans og Háskólans í Reykjavík telja margir að sá Fagháskóli sem þar var að myndast í Tækniskólanum hafi glatast að mestu og tenging iðnfræðingsnámsins við meistaraskóla iðnaðarmanna. Með sameiningu Iðnskólans og Fjöltækniskólans sé hægt að ná þessum markmiðum með stofnun Fagháskóla án rannsóknarskyldu.   Í umræðu um þróun framhaldsskólans hefur borið á mikilli breytingartregðu innan skólanna. Með sameiningu Iðnskólans og Fjöltækniskólans telja skólastjórarnir að myndist sóknarfæri. Það hafa vaknað upp spurningar um hverjir eigi að leiða þróunina innan framhaldskólans. Í þeim skoðunum sem rafiðnaðarmenn hafa margoft sett fram á undanförnum árum kemur glögglega fram að framhaldskólinn og starfsfólk hans eigi að vera framkvæmdaaðili, ekki ákvörðunaraðili. Það eru starfsgreinaráðin sem hafi með að þróa námskrár í samræmi við þróun atvinnulífs, það sé svo hlutverk skólans að mæta þörfum atvinnulífsins og framkvæma það sem starfsgreinaráðin ákvarði. Nemendur sem hafa lokið námi leita í atvinnulífið eftir störfum, spurningin er þá hvort menntun nemendanna falli að þörfum atvinnulífsins.   Rafiðnaðarmenn hafa lengst allra starfsgeira staðið að öflugri uppbyggingu framhaldsmenntun að loknum sveinsprófum með rekstri Rafiðnaðarskólans, sem hefur verið langöflugasti einkarekni starfsmenntaskólinn hér á landi. Í Rafiðnaðarskólanum eru fagtendir áfangar í meistaraskóla rafiðngreina og hafa rafiðnaðarmen ætíð verið drjúgur hluti þeirra sem hafa leitað í frekara framhaldsnám og Fagháskóla. Eftir lokun Tækniskólans hafa margir af fyrrverandi nemendur Rafiðnaðarskólans leitað þangað eftir stuðningstengdri fagkennslu við framhaldsnám. Fagtengd kennsla hafa fallið niður með lokun Tækniskólans og námið flust inn á akademiskt svið.   Rafiðnaðardeildin er ein sú stærsta í Iðnskólanum í Reykjavík og nám í  rafiðnaðargeiranum þar sem mesta ásókn ungs fólks hefur verið. Á síðasta ári var fjölgun í Rafiðnaðarsambandinu 16%, þar af var um helmingur íslendingar. Á síðustu þrem árum hefur skráðum rafiðnaðarnemum í starfsþjálfum fjölgað um 100%. Sveinspróf í rafiðnaðargreinum nú í febrúar þreyttu um 100 nemar eða um helmingi fleiri en áður. Atvinnuleysi í geiranum er ekkert og mikil vöntun á rafiðnaðarmönnum. Launaþróun hefur verið góð og umfram margar starfsgreinar.   Rafiðnaðarmenn hafa tekið hugmyndum um sameiningu Fjöltækniskóla og iðnskólans með opnum huga og eiga auðvelt með að sjá þau sóknarfæri sem þar geta skapast til mótunar Fagháskóla, sem væri undanskilin rannsóknarskyldu og nálgast þau markmið sem rafiðnaðarmenn hafa viljað stefna að í mótun framhaldsskólans, eins og lýst er hér að ofan. En gagnrýnt er hvernig eigi að skipa yfirstjórn hins nýja sameinaða skóla. Eins og henni er stillt upp þá eiga þar að vera 5 fulltrúar frá Samtökum iðnaðarins og LÍÚ, en einungis 2 frá iðnsveinafélögunum. Þetta er líklegt til þess að kalla á neikvæð viðbrögð meðal rafiðnaðarmanna. Það er mat rafiðnaðarmanna að eðlilegt sé að allir helstu starfsgeirarnir eigi fulltrúa í stjórn skólans og þar sitji að jöfnu fulltrúar fyrirtækjanna og iðnsveina. Guðmundur Gunnarsson

Þessi vefur notar vafrakökur til að tryggja eðlilega starfsemi vefsins og mæla heimsóknir á hann. Engar persónugreinanlegar upplýsingar eru vistaðar án samþykkis. Til að lesa nánar um hvernig við notum vafrakökur á þessum vef, Smelltu hér.

Samþykkir þú að vefurinn noti vafrakökur?