Fréttir frá 2007

02 27. 2007

Ætlar RSÍ að taka afstöðu til stækkunar í Straumsvík?

Borist hafa fyrirspurnir um hvort RSÍ ætli að fara að dæmi járniðnaðarmanna í VM og verkamannafélagsins Hlífar og styðja stækkun álversins í Straumsvík. Sjá hjálagt. Því er til að svara að málið verður tekið fyrir á næsta miðstjórnarfundi RSÍ á föstudaginn 2. marz. Ágæta heimasíða Nú hafa tvö stéttarfélög félag jarniðnaðarmanna og verkalýðsfélagið Hlíf samþykkt stðning við stækkun álversins í Straumsvík, hvað ætlar Rafiðaðarsambandið að gera?   Við stækkun álversins í Straumsvík verða til um 1200 ný og varanleg störf - um 350 bein störf hjá fyrirtækinu og ríflega tvöfalt fleiri afleidd störf vegna aukinna umsvifa. Þetta eru störf sem eru föst í hendi og verða það næstu áratugi. Það er göfugt markmið að stuðla að störfum í hátækniiðnaði, (Álver er reyndar hátæiknivinnustaður) en slík störf geta verið hverful og nú eiga Danir 46% í Össuri og hver veit hver á Marel á næsta ári. Þegar unga fólkið okkar horfir til framtíðar er betra að sú framtíð verði ekki bara ef og kannski störf.   Rafiðnaðarmaður í Hafnarfirði

Þessi vefur notar vafrakökur til að tryggja eðlilega starfsemi vefsins og mæla heimsóknir á hann. Engar persónugreinanlegar upplýsingar eru vistaðar án samþykkis. Til að lesa nánar um hvernig við notum vafrakökur á þessum vef, Smelltu hér.

Samþykkir þú að vefurinn noti vafrakökur?