Fréttir frá 2007

02 27. 2007

Enn segir Síminn upp starfsfólki á landsbyggðinni

Síðan Landssímin var seldur er búið að segja nokkuð reglulega upp starfsmönnum á landsbyggðinni. Nú stendur yfir hringferð forsvarsmanna Símans og er verið að segja upp rafeindavirkjum og símsmiðum. Búið að segja upp 2 á Ísafirði, 3 á Akureyri og 3 á Egilsstöðum eftir því sem heimasíðan best veit. Skýringin er hagræðing.  Síðan Landssímin var seldur er búið að segja nokkuð reglulega upp starfsmönnum á landsbyggðinni. Þessu hefur verið mótmælt, verið sé að færa störf tæknifólks af landsbyggðinni til höfuðborgarinnar og með því að grafa undan stoðum traustra byggðarkjarna víðsvegar um landið.   Nú stendur yfir hringferð forsvarsmanna Símans og er verið að segja upp rafeindavirkjum og símsmiðum. Búið að segja upp 2 á Ísafirði, 3 á Akureyri og 3 á Egilsstöðum eftir því sem heimasíðan best veit. Skýringin er hagræðing. Maður veltir fyrir sér hvort það standist, því  fyrir austan því aldrei hefur verið jafnmikil uppbygging og nú stendur yfir á Egilsstaðasvæðinu. Það eru búnir að hafa samband tæknimenn sem eru að velta fyrir hvort það standi til að setja ófaglærða menn í þessi störf og gera rekstur kerfisins óöruggan og lengja bilanatíma verulega og lækka þjónustustuðul á landsbyggðinni.  

Þessi vefur notar vafrakökur til að tryggja eðlilega starfsemi vefsins og mæla heimsóknir á hann. Engar persónugreinanlegar upplýsingar eru vistaðar án samþykkis. Til að lesa nánar um hvernig við notum vafrakökur á þessum vef, Smelltu hér.

Samþykkir þú að vefurinn noti vafrakökur?