Fréttir frá 2007

03 2. 2007

Ályktun um öflugt grunnnet og tæknilega þjónustu á landsbyggðinni

Fundur miðstjórnar Rafiðnaðarsambands Íslands þ. 2. marz 2007 lýsir yfir miklum áhyggjum um þróun Grunnnetsins og tæknilega þjónustu við það á landsbyggðinni. Þegar Landssíminn var seldur lýstu stjórnvöld því yfir, að áframhaldandi uppbygging Grunnnetsins yrði tryggð. Á þessu hefur verið verulegur misbrestur. Stór svæði eru ekki með GSM þjónustu sama gildir um háhraða tengimöguleika. Fundur miðstjórnar Rafiðnaðarsambands Íslands þ. 2. marz 2007 lýsir yfir miklum áhyggjum um þróun Grunnnetsins og tæknilega þjónustu við það á landsbyggðinni. Þegar Landssíminn var seldur lýstu stjórnvöld því yfir, að áframhaldandi uppbygging Grunnnetsins yrði tryggð. Á þessu hefur verið verulegur misbrestur. Stór svæði eru ekki með GSM þjónustu sama gildir um háhraða tengimöguleika.   Á undanförnum misserum hefur tæknimönnum við rekstur netsins á landsbyggðinni reglulega verið sagt upp. Þetta leiðir óhjákvæmilega til þess að tæknilegt þjónustustig hefur lækkað umtalsvert á stórum svæðum. Það er verið að færa störf tæknifólks af landsbyggðinni til höfuðborgarinnar og með því að grafa undan stoðum traustra byggðarkjarna víðsvegar um landið.   Það hefur verið talin samfélagsleg skylda að sjá til um að tryggja sem jöfnust lífsgæði hvar sem fólk er búsett. Grundvöllur  í byggðaþróun byggist í dag að verulegum hluta á öflugu Grunnneti og tryggi með því heimilum, fyrirtækjum og skólum jafnréttistöðu. Þ´roun undnafarinni missera gengur í andstæða átt. Miðstjórn RSÍ hvetur stjórnvöld til þess að snúa við blaðinu og taka þessi mál föstum tökum, þau geta ekki verið alfarið í höndum einkafyrirtækis.

Þessi vefur notar vafrakökur til að tryggja eðlilega starfsemi vefsins og mæla heimsóknir á hann. Engar persónugreinanlegar upplýsingar eru vistaðar án samþykkis. Til að lesa nánar um hvernig við notum vafrakökur á þessum vef, Smelltu hér.

Samþykkir þú að vefurinn noti vafrakökur?