Fréttir frá 2007

03 2. 2007

Ályktun miðstjórnar RSÍ um stækkun álversins í Straumsvík.

Fundur miðstjórnar RSÍ þ. 2. marz 2007 mælir með fyrirhugaðri stækkun álversins í Straumsvík, enda verði þar settar upp bestu mengunarvarnir sem völ er á hverju sinni. Þrátt fyrir að álframleiðsla Alcan í Straumsvík meira en tvöfaldist eftir stækkunina er það yfirlýst að loftmengun verður undir öllum mörkum sem sett hafa verið innan sem utan lóðamarka álversins.Fundur miðstjórnar RSÍ þ. 2. marz 2007 mælir með fyrirhugaðri stækkun álversins í Straumsvík, enda verði þar settar upp bestu mengunarvarnir sem völ er á hverju sinni. Þrátt fyrir að álframleiðsla Alcan í Straumsvík meira en tvöfaldist eftir stækkunina er það yfirlýst að loftgæði verða undir öllum mörkum sem sett hafa verið innan sem utan lóðamarka álversins. Íslendingar hafa í vaxandi mæli á undanförnum misserum upplifað að fjölmörg störf í iðnaði hafa verið flutt úr landi. Við stækkun álversins í Straumsvík verða til um 1200 ný og varanleg störf, þarf af um 350 bein störf hjá fyrirtækinu og ríflega tvöfalt fleiri afleidd störf vegna aukinna umsvifa. Heildarstarfsmannafjöldi hjá álverinu verður þá um 850.      

Þessi vefur notar vafrakökur til að tryggja eðlilega starfsemi vefsins og mæla heimsóknir á hann. Engar persónugreinanlegar upplýsingar eru vistaðar án samþykkis. Til að lesa nánar um hvernig við notum vafrakökur á þessum vef, Smelltu hér.

Samþykkir þú að vefurinn noti vafrakökur?