Fréttir frá 2007

03 13. 2007

Um launamun kynjanna

Vegna umræðu undanfarinna daga um launaleynd langar mig til þess að skýra nokkur atriði. Þegar rætt er um launaleynd þá veltir maður því fyrir sér um hvað menn að ræða. Það er ekki þannig að afnám launaleyndar þýði að allir eigi að fá upplýsingar um laun allra þegar þeim sýnist. Heldur hitt, að fyrirtæki má ekki þvinga starfsmenn til að halda launum sínum leyndum óháð vilja þeirra sjálfra. Vegna umræðu undanfarinna daga um launaleynd langar mig til þess að skýra nokkur atriði. Þegar rætt er um launaleynd þá veltir maður því fyrir sér um hvað menn að ræða. Það er ekki þannig að afnám launaleyndar þýði að allir eigi að fá upplýsingar um laun allra þegar þeim sýnist. Heldur hitt, að fyrirtæki má ekki þvinga starfsmenn til að halda launum sínum leyndum óháð vilja þeirra sjálfra. Hér nægir að vitna í texta frumvarpsins sem segir:   Atvinnurekanda er óheimilt að gera það að skilyrði fyrir ráðningu starfsmanns, að honum sé bannað að veita þriðja aðila upplýsingar um laun sín eða kjör.   Það hefur lengi einnig verið afstaða RSÍ að atvinnurekendur megi ekki þvinga/banna starfsmönnum sínum að fjalla um laun sín við 3. aðila, t.d. við stéttarfélag sitt.   Við rafiðnaðarmenn höfum þá reynslu frá undanförnum áratugum að fastbundin launakerfi eru oft nýtt til þess að halda aftur af launaskriði og umbun fyrir faglega hæfni og getu. Mjög algeng afsökun hjá fyrirtækjum sem eru með fastbundin launakerfi, þegar starfsmenn koma í launaviðtal; "Því miður vildum við svo gjarnan hækka við þig launin en verkalýðsfélagið þitt hefur samið um að þú eigir að vera í flokki 14 og þrepi B og við megum bara alls ekki hækka laun þín, verkalýðsfélagið bannar okkur það"   Í þessu sambandi má einnig minna á fastmótuð og margítrekuð viðbrögð stjórnarþingmanna með Pétur Blöndal fremstan í flokki þegar lág laun ber á góma. "Það er verklýðshreyfingunni til skammar að hún skuli semja um svona lág laun!!" Ástæða er að geta þess að þessi ummæli stjórnarliða eru einungis viðhöfð þegar kjarasamningar eru afstaðnir, en mánuðina fyrir kjarasamninga eru ummæli sömu manna "Verkalýðshreyfingin verður að sýna ábyrgð og raska ekki stöðugleikanum. " Ég minnist þess ekki að hafa heyrt um verkalýðsleiðtoga staðsetta við samningaborð segjandi "Nei takk nú er nóg komið, alls ekki meiri launahækkanir. Nei alls ekki, ekki hærri laun."   Við rafiðnaðarmenn höfum reynslu af því að eftirlitsstörf starfsmanna á vinnustað með launum hvers annars hafi skilað sér til fyrirtækisins í lægri launakostnaði. Á grundvelli þessarar reynslu hefur RSÍ haft það á stefnuskrá sinni í undanförnum kjarasamningum að opna fastbundin launakerfi og verið undanfari í svokölluðum markaðslaunakerfum. Árangur þess má það td sjá í hvernig launakerfi rafiðnaðarmanna hafa verið opnuð og samið um marga launaflokka fyrir ofan lágmarkstaxta. Þetta hefur skilað sér í meira launaskriði og betri tengingu fastbundinna launakerfa við það sem gengur og gerist á almennum markaði.   Í könnunum meðal rafiðnaðarmanna hefur komið fram að rafkonur hafa síst lægri laun en rafmanna og í þeirri síðustu kom fram að meðaldaglaun rafkvenna voru töluvert hærri. Meðalregluleg laun rafkvenna var í síðustu könnun sem gerð var í október 2006 voru kr. 352. á meðan rafkarla voru með 298 þús. kr. Konur voru 18,1% hærri. Ef litið var til meðalheildarmánaðarlauna voru rafkarlar með 409 þús. en rafkonur með 399 þús. kr. Rafkarlar voru með 2,6% hærri heildarlaun sem skýrist á því að rafkarlar vilja vinna meiri yfirvinnu en rafkonur. Guðmundur Gunnarsson  

Þessi vefur notar vafrakökur til að tryggja eðlilega starfsemi vefsins og mæla heimsóknir á hann. Engar persónugreinanlegar upplýsingar eru vistaðar án samþykkis. Til að lesa nánar um hvernig við notum vafrakökur á þessum vef, Smelltu hér.

Samþykkir þú að vefurinn noti vafrakökur?