Fréttir frá 2007

03 17. 2007

Ummæli formanns RSÍ dæmd ómerk

 Í gær voru ummæli formanns RSÍ um hátterni starfsmannaleiga dæmd ómerk fyrir héraðsdómi. Upphaf þessa máls var að hér á heimasíðunni var birt fundargerð aðatrúnaðarmanns á Kárahnjúkasvæðinu þar sem hann ásamt túlk fundaði með pólverjum sem störfuðu þar á vegum starfsmannaleigunnar 2b.Í gær voru ummæli formanns RSÍ um hátterni starfsmannaleiga dæmd ómerk fyrir héraðsdómi. Upphaf þessa máls var að hér á heimasíðunni var birt fundargerð aðatrúnaðarmanns á Kárahnjúkasvæðinu þar sem hann ásamt túlk fundaði með pólverjum sem störfuðu þar á vegum starfsmannaleigunnar 2b. Þá voru langvinnar deilur og kröfur  um að 2b skilaði launaseðlum til starfmanna sinna og fyrirtækið ásamt lögmanni þess vikust ætíð undna því að skila launaseðlunum. Auk þess var deilt um margt annað eins og svo oft hafa risið milli starfsmanna og forsvarsmanna þessarar starfsmannaleigu. Fyrirtækið hafði farið inn á bankareikninga starfsmanna án heimldar og tekið þar út fjármuni og eins kom fram að forsvarsmenn 2b höfðu hvatt verkstjóra viðhafa stjórnunaraðferðir sem ekki hafa þekkst hér á landi um langt skeið amk. Blaðamenn höfðu samband við formann RSÍ vegna þessa, hann vitnaði í þessar fundargerðir og fjallaði um athafnir leigunnar gagnvart starfsmönnum sínum.   Forsvarsmenn 2b sökuðu formann RSÍ um kynþáttafordóma og höfðuðu síðan 8 mánuðum síðar meiðyrðamál gegn formanni RSÍ vegna þeirra ummæla sem hann hafði látið falla í umræddum viðtölum. Fyrir dómi staðfestu aðaltrúnaðarmaður, tveir verkstjórar á Kárahnjúkasvæðinu og eins túlkur  að allt það sem formaður RSÍ hefði vitnaði til væri rétt.   Fyrir héraðsdómi Austurlands féllu 30 okt 2006 12 dómar yfir starfsmannaleigunni 2b vegna ofangreindra deilna starfsmanna við fyrirtækið.  Fyrirtækið hafði ítrekað og árangurslaust verið beðið um launseðla og launauppgjör, en vékst það ætið undan því og sagðist myndi láta starfsmennina fá þá þegar þeir væru komnir út úr landinu. Fyrirtækið keypti flugmiða í snatri og lögmaður þess vildi senda alla mennina samstundis heim til sín, svo ekki væri hægt að dómtaka mál gegn 2b. Starfsmennirnir neituðu og sögðust vera með ráðningu hér á landi í lengri tíma og verkalýðsfélögin útveguðu þeim beina ráðningu til íslenskra fyrirtækja. Mörgum blöskraði svo þegar lögmaður fyrirtækisins mætti í Kastljós og honum ásamt stjórnanda Kastljóssins fannst það óþarfa vesen og kröfuharka hjá starfsmönnum 2b og verkalýðsfélögunum að vera krefjast eðlilegs og lögbundins uppgjörs. 2b voru beðin um þá einföldu aðgerð að leggja fram launaseðla og uppgjör við starfsmenn sína. Því var hafnað og var fyrirtækinu þar af leiðandi stefnt. Nú er búið að dæma fyrirtækið 12 sinnum um að hafa ekki komið fram við starfsmenn sína með eðlilegum hætti. Lögmenn starfsmanna hafa árangurslaust reynt að fá fyrirtækið til þess að greiða starfsmönnum sínum þá fjármuni sem það var dæmt til að greiða þeim.   Aðspurður sagði formaður RSÍ að vitanlega væri það niðurstaða dómara sem stæði, þannig væri það alltaf sama hvort maður væri samþykkur þeirri niðurstöðu eða ekki. Hann sagði að lögmaður sambandins væri að fara yfir forsendur dómsins hann vissi ekki hvort dómnum yrði áfrýjað, það væri alfarið í höndum lögmanns RSÍ.   Hér að neðan er sú fundargerð frá 22 október 2005 sem varð tilefni þessa málreksturs:   Úr fundargerð Odds Friðrikssonar aðaltúnaðarmanns á Kárahnjúkasvæðinu Á fundinum staðfestu pólverjarnir að þeim hafi verið bannað af forsvarsmönnum 2b að hafa samband við mig, einnig kom fram að þeir hefðu verið látnir samþykkja fyrir komuna hingað að þeir borguðu 500 dollara mánaðarlega til greiðslu kostanaðar á upphaldi þeirra hérna. Þessu til viðbótar kom fram að fyrirmæli 2b til verkstjóra Suðurverks um það hvernig skyldi umgangast Pólverjana og er sú saga næsta ótrúleg en ég læt hana samt fylgja þar sem fjöldi íslendinga hefur staðfest hana og voru vitni að. Þetta tekur til þeirra sem vinna á verkstæðinu, en þegar þeir voru að byrja sitt starf komu þeir í fylgd forráðamanna 2b á verkstæðið og voru kynntir eins og manna er siður, til að leggja áherslu á hvernig 2b taldi að best væri að umgangast mennina lagði forstjóri 2b til við verkstjóra Suðurverks að ef pólverjarnir væru með eitthvað múður skildi hann bara lemja þá, því væru þeir vanir, að sjálfsögðu svaraði hann því til baka um hæl að þess háttar hegðun væri ekki stunduð á þessum vinnustað.   Það kom einnig fram á fundinum að Pólverjarnir telja að póstur þeirra sé skoðaður og lögðu fram aðvörunarbréf sem einn þeirra hafði fengið ( sjá meðf, þýtt á íslensku)   Hélt í dag annan fund með Pólverjunum og viðstödd þann fund var María Valgeirsson, pólskur túlkur   Farið yfir bankamálið og það kom alveg skýrt fram að einu heimildirnar sem Pólverjarnir höfðu veitt 2b var að stofna fyrir þá launareikning, engin heimild var gefin fyrir því að 2b væri að valsa inn á reikningunum. Það er einnig ljóst að öll Pin nr voru afhent Eiði og Pin nr sem þeir fengu voru á gulum krassmiðum og jafnvel í síma, en ekki í lokuðum umslögum eins og venja er.   Einnig var farið yfir þær forsendur sem þeir töldu sig vera að koma á og sögðust þeir allir vera að koma hingað til langdvalar, frá einu ári upp í fimm það hefðu verið fyrirheitin. Þegar ég sagði þeim að þeir hefðu verið fluttir hingað á forsendum þjónustusamninga og að ekki væru til staðar nein atvinnuleyfi frá vinnumálastofnun var þeim mjög brugðið og skildu betur af hverju ráðningarsamningurinn hljóðaði aðeins til 3 mánaða. Einu samningarnir sem þeir höfðu skrifað undir í Póllandi var ráðningarsamningurinn sem ég hef undir höndum auk einhverra pappíra sem allir voru á íslensku sem þeir töldu að tengdust atvinnuleyfum. Enginn þeirra skilur orð í íslensku.   Fundurinn endaði með því að spurt var hvort þeim hafði verið hótað á einhvern hátt og það er alveg ljóst að það hafði verið gert á margan hátt, nefni ég hér nokkur dæmi.   Þeim var skýrt frá því strax við komuna til Kef, þar sem forsvarsmaður 2b sagði við þá að ef þeir ekki stæðu sig í vinnu, tæki hann þá til Rvk þar sem þeir yrðu settir í hvaða vinnu sem er fyrir einn Usd á tímann og borguðu honum 80.000 USD sem væri sá kostnaður sem hann hafði þurft að bera vegna komu þeirra hingað yrði að fullu greiddur, sama gilti um ef þeir skemmdu einhver tæki, hvort sem það væri viljandi eða ekki.   Einnig sögðu þeir að þeim hafði verið stranglega bannað að hafa samskipti við íslendingana, þar þeir litu á þá sem fyllibyttur og þjófa, en þeir hefðu vissulega komist að öðru, einnig að þetta hafi gengið svo langt að þeim hafi verið bannað að fara í sjoppu að kauða sígarettur   Að loknum fundinum hittum við forsvarsmann 2b sem ætlaði að halda fund með pólverjunum. Við tjáðum honum að fundurinn yrði hann ekki haldin án viðveru trúnaðarmanns og túlks. Í fyrstu neitaði hann þessu alfarið og sagðist ekki getað talað um viðkvæmar trúnaðarupplýsingar í minni nærveru. Fundurinn hófst með því að forsvarsmaður 2b lýsti því yfir að vegna viðveru okkar gæti hann ekki talað um viðkvæm mál sem að hann ætlaði að gera, einnig kom fram í einhverskonar rósamáli að vegna upplýsinga sem hann byggi yfir um þeirra persónulegu hagi og ekki mættu koma til verkalýðsfélaga myndi hann aðeins sýna þeim launaseðla einum og einum í einu. Þessu neituðu pólverjarnir alfarið og vildu fá þá afhenta. Las ég þá upp kafla 1.6. í virkjunarsamning og bað hann að svara því hvort hann hafði póstlagt launaseðlana til þeirra og neitaði hann því. Bað ég hann þá vinsamlegast að afhenta þeim launaseðlana sem hann neitað alfarið á grundvelli hins hljóða samkomulags sem hann hafði gert við þá í Póllandi, þessu neituðu pólverjarnir.   Einnig kom hann inn á það að nærvera mín hefði enga þýðingu fyrir þá, ég væri hvorki lögregla ráðherra eða annar sá sem völd hefði. Sagði ég honum það nokkuð skýrt að ég væri gæslumaður þessa samnings og að baki honum stæðu heildarsamtök launafólks á Íslandi og ef að hann vildi láta á mín völd reyna, skyldi hann bara gera það.   Því næst spurðu þeir forsvarsmann 2b um hvers vegna hann hafði afhent þeim pin númerin á gulum miðum en ekki í lokuðum umslögum eins og vanin er ( það er líka í Póllandi ) sagðist hann hafa fengið þessa miða í bankanum, en eftir nokkur orðaskipti dró hann úr og sagðist hafa fengið öll pin númerin á einu blaði og þess vegna hafði hann gert þetta svona.   Aðspurður hvers vegna þau hefðu farið inn á bankareikningana vitnaði hann í hið hljóða samkomulag sem hafði verið gert í Póllandi, þessu neituðu pólverjarnir.   Pólverjarnir spurðu ennfremur hvers vegna þau hefðu verið að plata þá hingað á fölskum forsendum, því að skv. reglum um þjónustusamninga hafi þau vitað að þeir gætu bara verið hér í 3 mánuði, Sagði hann mig höfuðsökudólginn í því máli, því að vegna afskipta minna að málefnum fyrirtækisins hefðu þeir ekki enn fengið atvinnuleyfi hjá vinnumálastofnun. Benti ég honum á þá staðreynd að ég væri ekki Vinnumálastofnun og ekki ráðherra og því væri það nokkuð langsótt að koma með þessar skýringar, það lægi í hlutarins eðli að eina orsök þess að hann hefði ekki fengið atvinnuleyfi hlyti að liggja í hans eigin rekstri og hegðun. Það var alveg ljóst að það var mikill reiði vegna þessa svars og sögðu þeir það umbúðalaust að hann hefði notað sér ástandið í heimalandi þeirra.   Þeir spurðu líka hversvegna þeim hafði verið bannað að hafa samskipti við íslendinga og hversvegna þau hefðu sagt að álit íslendinga á Pólverjum væri að þeir væru bara fyllibyttur og þjófar, sem þeir hefðu komist að væri ekki satt. Við þessu fengust engin svör heldur farið undan í flæmingi.  Að lokum bauð forsvarsmaður 2b þeim að skoða launaseðla sín einn og einn og afþökkuðu þeir það

Þessi vefur notar vafrakökur til að tryggja eðlilega starfsemi vefsins og mæla heimsóknir á hann. Engar persónugreinanlegar upplýsingar eru vistaðar án samþykkis. Til að lesa nánar um hvernig við notum vafrakökur á þessum vef, Smelltu hér.

Samþykkir þú að vefurinn noti vafrakökur?