Fréttir frá 2007

03 20. 2007

Kaupmáttur ellilífeyris minnstur á Íslandi af Norðurlöndunum

Fréttatilkynning frá Landssambandi eldri borgara. Fjármálaráðherra fullyrti í eldhúsdagsumræðum á Alþingi 14. mars sl.að kaupmáttur ellilífeyris væri hærri á Íslandi en annars staðar á Vesturlöndum. Það er rangt hið rétta er að kaupmáttur ellilífeyrisgreiðslna á mann er lægstur á Íslandi en hæstur í Danmörku.Fréttatilkynning frá Landssambandi eldri borgara. Fjármálaráðherra fullyrti í eldhúsdagsumræðum á Alþingi 14. mars sl.að kaupmáttur ellilífeyris væri hærri á Íslandi en annars staðar á Vesturlöndum. Það er rangt hið rétta er að kaupmáttur ellilífeyrisgreiðslna á mann er lægstur á Íslandi en hæstur í Danmörku. Almennt eru ellilífeyrisgreiðslur á hinum Norðurlöndunum frá 15% til 58% hærri en á Íslandi. Ráðuneyti Fjármálaráðherra hefur haft uppi á heimasíðu sinni línurit sem sagt er sýna þetta. Það er hins vegar byggt á röngum og ósambærilegum tölum. Fleiri ráðherrar og ýmsir leikmenn hafa nýlega vísað til þessarra talna. Það er því mikilvægt að leiðrétta þessa alvarlegu rangfærslu.   Hinar röngu tölur ráðuneytisins koma úr norrænni skýrslu (NOSOSKO-skýrslu, nr. 27 frá 2006, töflu 7.8). Röngu tölurnar eru settar fram af íslenskum ráðuneytismönnum. Annars staðar í sömu skýrslu má svo finna réttari tölur um sama efnið, en best er að styðjast við réttustu tölur frá Hagstofu Íslands sem nýlega gaf út skýrsluna Útgjöld til félagsverndar 2001-2004. Þar eru birtar tölur um öll útgjöld til ellilífeyris á hvern ellilífeyrisþega og er eins reiknað fyrir öll norrænu löndin. Niðurstöðurnar má sjá á meðfylgjandi mynd.   Kaupmáttur ellilífeyrisgreiðslna á mann er lægstur á Íslandi en hæstur í Danmörku. Almennt eru ellilífeyrisgreiðslur á hinum Norðurlöndunum frá 15% til 58% hærri en á Íslandi. Margar þjóðanna á meginlandi Evrópu eru með enn hærri lífeyrisgreiðslur en skandinavísku þjóðirnar og er staða Íslands á þessu sviði óviðunandi, ekki síst þegar tillit er tekið til mikillar hagsældar þjóðarinnar.   Frá upptöku staðgreiðslukerfis skatta hefur skattbyrði flestra ellilífeyrisþega á Íslandi hækkað verulega, eða langt umfram hækkun á skattbyrði meðalfjölskyldunnar. Það gerðist vegna rýrnunar skattleysismarka sem lagðist með mestum þunga á lægri tekjuhópa, en margir lífeyrisþegar eru þeirra á meðal. Staða þessara hópa á Íslandi hefur því versnað hlutfallslega miðað við aðra þjóðfélagshópa á Íslandi og miðað við sömu hópa á hinum Norðurlöndunum, því engin slík breyting hefur orðið á skattbyrði lífeyrisþega í grannríkjunum.   Sjá nánar um þetta í grein Einars Árnasonar, Ólafs Ólafssonar og Stefáns Ólafssonar, ?Rangfærslur ráðuneyta um hag aldraðra?, í Morgunblaðinu dags. 20.03.2007.

Þessi vefur notar vafrakökur til að tryggja eðlilega starfsemi vefsins og mæla heimsóknir á hann. Engar persónugreinanlegar upplýsingar eru vistaðar án samþykkis. Til að lesa nánar um hvernig við notum vafrakökur á þessum vef, Smelltu hér.

Samþykkir þú að vefurinn noti vafrakökur?