Fréttir frá 2007

04 14. 2007

Kjör erlendra rafiðnaðarmanna leiðrétt.

Fyrir nokkru fengu starfsmenn RSÍ upplýsingar að launakjör ákveðins hóps erlendra rafiðnaðarmanna í Fljótsdalsvirkjun væru ekki með eðlilegum hætti. Á svipuðum tíma bárust einnig upplýsingar um að allstór hópur rafiðnaðarmanna sem störfuðu hjá undirverktaka aðalverktakans við byggingu Fjarðaáls væru ekki í lagi. Við nánari skoðun starfsmanna RSÍ kom í ljós að þessir rafiðnaðarmenn væru ekki  skráðir hjá Vinnumálastofnun og ekki hefði verið leitað eftir staðfestingu á starfsréttindum.Í samskiptum evrópuþjóða eru í gildi þær reglur að umsamin launakjör á hverju svæði eigi að vera ígildi lágmarksjara. Frjálshyggjumenn hafa barist gegn þessu og gert nokkrar tilraunir til þess að ná því fram að launakjör heimalands viðkomandi launamanns gildi. Aðilar vinnumarkaðsins ásamt ábyrgum stjórnmálamönnum hafa ítrekað bent á að ef sú regla gilti, jafngilti það því að vinnumarkaðurinn tæki hraðlest til lægstu kjara á evrópska efnahagssvæðinu. Rafiðnaðarsambandið hefur ætíð tekið mjög föstum tökum á þessum málum, og má telja að deilan vegna rússanna sem störfuðu við Sultartangalínuna fyrir nokkrum árum hafi markað stefnuna. Fyrir nokkru fengu starfsmenn RSÍ upplýsingar að launakjör ákveðins hóps erlendra rafiðnaðarmanna í Fljótsdalsvirkjun væru ekki með eðlilegum hætti. Á svipuðum tíma bárust einnig upplýsingar um að allstór hópur rafiðnaðarmanna sem störfuðu hjá undirverktaka aðalverktakans við byggingu Fjarðaáls væru ekki í lagi. Við nánari skoðun starfsmanna RSÍ kom í ljós að þessir rafiðnaðarmenn væru ekki  skráðir hjá Vinnumálastofnun og ekki hefði verið leitað eftir staðfestingu á starfsréttindum. Í samvinnu við Vinnumálastofnum var haft samband við viðkomandi fyrirtæki og þeim gerð grein fyrir að þau yrðu að fara eftir íslenskum lögum og leiðrétta yrði öll mál hinna erlendu rafiðnaðarmanna frá þeim degi sem þeir komu hingað til lands. Þessi mál hafa tekið nokkurn tíma og tafist nokkrum sinnum á hillum og í skúffum einkennilegra og mótsagnakenndra raka. Meðal annars hjá íslenskri endurskoðunarskrifstofu sem hefur gert sig gildandi á þessum markaði!! En nú er búið að ná lendingu og fyrirtækin hafa fallist á að fara eftir tilsettum leikreglum íslensska vinnumarkaðs. Þessar reglur voru árangur samsamstarfs aðila vinnumarkaðs og Vinnumálastofnunar og settar fyrir 1. maí fyrir ári síðan. Fram að þeim tíma voru reglurnar óskýrar og fyrirtæki nýttu sér það til þess að fara neðanjarðar með sín mál. Eins og margoft hefur komið fram þá er það eindregin skoðun okkar að sú ákvörðun okkar að styðja þær ákvarðanir sem teknar voru 1. maí fyrir ári voru réttar. Þær tryggðu kjör erlendra launamanna hér á landi og ekki síður kjör íslendinga. Starfsmenn RSÍ áttu fundi í gær með hinum erlendu rafiðnaðarmönnum og skýrðu þeim frá niðurstöðunum. Ástæða er að geta þess að íslenskir rafiðnaðarmenn sem störfuðu með hinum erlendu félögum okkar stóðu sem veggur á bak við þá og yfirlýsingar þeirra um að þeir myndu ekki sætta sig við að á þeirra vinnustað væru rafiðnaðarmenn á launum sem væri 1/3 af umsömdum og eins að ekki væri búið að fá staðfestingu á starfsréttindum. Sama gilti um íslensk rafverktakafyrirtæki, þau höfðu ítrekað boðið í umrædd verkefni, verið gert að lækka tilboð sín en án árangurs. Nú kom í ljós að mati forsvarsmanna þessara fyrirtækja hvers vegna þeir áttu aldrei neinn möguleika.  Á næstu vikum munu starfsmenn RSÍ fylgjast með því í góðu samstarfi við hina erlendu rafiðnaðarmenn að staðið verði við umsamdar leiðréttingar. Það verður þeim fyrirtækjum sem reyna að komast hjá reglum íslensks vinnumarkaðar sífellt erfiðara að ástunda iðju sína, vegna þess að hinir erlendu launamenn eru sífellt meir að leita til íslenskra stéttarfélaga og í almenna þjónustu eins og t.d. heilbrigðiskerfið. Aukin fjöldi erlendra launamanna sem eru á réttum kjörum tryggir að þeir sem misrétti eru beittir fá réttar upplýsingar hjá samlöndum sínum. Eftir þessum leiðum berast upplýsingar um hvernig íslenskt þjóðfélag virkar. Umrædd fyrirtæki hafa ætíð lagt að erlendum starfsmönnum sínum að forðast starfsmenn og trúnaðarmenn íslensku stéttarfélagana, með því hafa fyrirtækin reynt að tryggja það að hinir erlendu launamenn öðlist ekki vitneskju um réttindi sín. Í þessu sambandi er einnig ástæða að geta þess að samstarf starfsmanna stéttarfélaganna og starfsmanna Vinnumálastofnunar verður sífeltt betra og í dag er tekið á málum með mun meiri festu og fljótar en áður. Við hér á heimasíðunni gagnrýndum þessa stofnun ásamt öðrum opinberum eftirlitsstofnunum ákaft fyrir nokkrum misserum, í dag er ekki þörf á því

Þessi vefur notar vafrakökur til að tryggja eðlilega starfsemi vefsins og mæla heimsóknir á hann. Engar persónugreinanlegar upplýsingar eru vistaðar án samþykkis. Til að lesa nánar um hvernig við notum vafrakökur á þessum vef, Smelltu hér.

Samþykkir þú að vefurinn noti vafrakökur?