Fréttir frá 2007

04 14. 2007

Metútskrift hjá rafiðnaðarnemum

Í dag fengu 74 rafvirkjanemar afhent sveinbréf sín og 17 rafeindavirkjanemar í glæsilegu hófi sem RSÍ og SART héldu. Aldrei áður hafa fleiri rafiðnaðarmenn verið útskrifaðir samtímis. Undanfarin misseri hafa um 30 rafvirkjar og 10 - 15 rafeindadavirkjar verið útskrifaðir í hverju sveinsprófi, en þau eru tvisvar á ári. Fall á sveinsprófunum nú var um 20% og hefur aldrei verið minna, oftast um 35%. Seinna sveinsprófið á þessu ári verður í júní og allt bendir til þess að svipuð hópstærð verði á ferðinni þá. Gífurlegur skortur er á rafiðnaðarsveinum í landinu, og eru um 10% starfandi rafiðnaðarsveina hér á landi í dag erlendir. 

Þessi vefur notar vafrakökur til að tryggja eðlilega starfsemi vefsins og mæla heimsóknir á hann. Engar persónugreinanlegar upplýsingar eru vistaðar án samþykkis. Til að lesa nánar um hvernig við notum vafrakökur á þessum vef, Smelltu hér.

Samþykkir þú að vefurinn noti vafrakökur?