Fréttir frá 2007

04 20. 2007

Eigum við að ganga í Efnahagsbandalagið og taka upp Evru?

Það hefur í vaxandi mæli heyrst meðal meðal forystumanna samtaka atvinnulífsins og eins verkalýðshreyfingarinnar að umræðan um Evrópuaðild hafi verið óviðunandi hér á landi og hefur reyndar ekki farið fram hjá leiðandi stjórnarþingmönnum utan sundurlausra og rakalausra fullyrðinga. Gallup-kannanir sýna að tæp 60% þjóðarinnar styðja aðildarviðræður og 50% vilja taka upp evru.Það er óumflýjanlegt að Evrópumál beri á góma í aðdraganda alþingiskosninga. Hagsmunir Íslands eru samofnir Evrópusamrunanum vegna aðildarinnar að Evrópska efnahagssvæðinu. Spurningin um hvort að íslensk stjórnvöld eigi að sækja um aðild er sennilega eitt veigamesta úrlausnarefni stjórnmálamanna. Þar af leiðandi eiga kjósendur að gera kröfu um að umræðan um slíka aðild sé upplýst og taki tillit til þeirrar þróunar sem á sér stað á vettvangi sambandsins. Hún á ekki eingöngu að snúast um verð á innfluttri skinku, stjórn fiskveiða og mögulegri greiðslubyrði húsnæðislána. Það er komið að því að taka ESB aðildina og evrumálin til málefnanlegrar umræðu í þjóðfélaginu. Nýtt Alþingi í vor mun eiga næsta leik og Íslendingar verða að komast að niðurstöðu á næsta kjörtímabili. Það á að láta reyna á aðildarumsókn á grundvelli skilgreindra samningsmarkmiða. Atvinnulífið og verkalýðshreyfingin virðist vera því fylgjandi að láta til skarar skríða fyrr en seinna. Þessar skoðanir hafa heyrst í vaxandi mæli meðal forystumanna samtaka atvinnulífsins og eins verkalýðshreyfingarinnar. Umræðan um þessi mál hefur verið óviðunandi hér á landi og hefur reyndar ekki farið fram utan sundurlausra og rakalausra fullyrðinga. Gallup-kannanir sýna að tæp 60% þjóðarinnar styðja aðildarviðræður og 50% vilja taka upp evru.   Krónan kostar 37 milljarða eða 500 þúsund á hverja fjölskyldu! Ólafur Darri Andrason, hagfræðingur ASÍ og Bjarni Már Gylfason, hagfræðingur SI hafa fjallað um þetta og segja m.a. ,,Ekkert eitt atriði getur haft jafn mikil áhrif á lífskjör almennings og starfsskilyrði fyrirtækja og upptaka evru. Það skiptir því miklu máli að hér fari fram upplýst og fordómalaus umræða um kosti og galla evru. Þeir sem hafna slíkri umræðu, hljóta að skulda okkur skýringar á afstöðu sinni í ljósi þess sem hve mikið er í húfi,? segja þeir kollegar og halda því fram að skýring á vaxtamunur við útlönd, sem er sérstaklega mikill, ,,megi rekja til áhættuálags í viðskiptum með krónuna vegna þess hversu lítil og óstöðug hún er.? Miðað við skuldir heimilanna um síðustu áramót, sé vaxtamunurinn við útlönd, sem heimilin greiða, um 37 milljarðar eða sem svarar 500 þúsund krónum á hverja fjölskyldu.   Samkvæmt niðurstöðu ?Evrópunefndarinnar? er kostnaðurinn við ESB-aðild Íslands metin á 5 milljarða króna.  Það eru auðvitað smáaurar í samanburði við þann kostnað af vaxtamun sem heimilin þurfa að greiða, samkvæmt útreikningi Ólafs Darra og Bjarna, vegna óstöðugrar krónu, sem stærri fyrirtæki eru smám saman að losa sig við, með því að færa fjármál sín og skráningu hlutabréfa sinna yfir í evru.   Þrátt fyrir að mörgum stjórnmálamönnum sé tamt að ræða um úrlausnarefni úf frá af/á sjónarmiðum, gerir slík umræða ekki mikið gagn og kjósendur eiga heimtingu á því að rætt sé um kosti og galla aðildar að Evrópusambandinu með dýpri, víðari og skilmerkari hætti en nú er gert. Forsenda slíkrar umræðu er þekking á straumum Evrópusamrunans og þróun hans. Guðmundur Gunnarsson

Þessi vefur notar vafrakökur til að tryggja eðlilega starfsemi vefsins og mæla heimsóknir á hann. Engar persónugreinanlegar upplýsingar eru vistaðar án samþykkis. Til að lesa nánar um hvernig við notum vafrakökur á þessum vef, Smelltu hér.

Samþykkir þú að vefurinn noti vafrakökur?