Fréttir frá 2007

04 23. 2007

Aðalfundur ALCOA

ALCOA, eigandi Fjarðaáls á Reyðarfirði, hélt aðalfund sinn 20 apríl í Pittsburgh í Bandaríkjunum. Fyrir fundinn hittust fulltrúar verkalýðsfélaga sem eiga félagsmenn í verksmiðjum ALCOA víða um heim. Á fundinum voru m.a. fulltrúar stéttarfélaga í Bandaríkjunum, Ástralíu, Surinam, Mexkó. Brasilíu og Íslandi.ALCOA, eigandi Fjarðaáls á Reyðarfirði, hélt aðalfund sinn 20 apríl í Pittsburgh í Bandaríkjunum. Fyrir fundinn hittust fulltrúar verkalýðsfélaga sem eiga félagsmenn í verksmiðjum ALCOA víða um heim. Á fundinum voru m.a. fulltrúar stéttarfélaga í Bandaríkjunum, Ástralíu, Surinam, Mexkó. Brasilíu og Íslandi. Á fundi stéttarfélaganna var farið yfir stöðu verkalýðshreyfingarinnar í þessum löndum og í verksmiðjum ALCOA. Á aðalfundi ALCOA og tóku fulltrúar félaganna til máls og beindu spurningum til stjórnarformanns ALCOA, Alain J.P. Belda. Þess má geta að gott samband hefur verið milli United Steelworkers í Bandáríkjunum og ALCOA og er fulltrúum verkalýðshreyfingarinnar tryggð aðkoma að þessum hluthafafundum með fulklu málfrelsi og tillögurétti. Á fundinum voru fulltrúar stéttarfélaganna í Brasilíu áberandi. Þeir kvörtuðu undan því að aðbúnaður væri ekki nægilega góður og eins var áberandi í málflutningi þeirra að ALCOA hefði ekki bætt upp það af regnskógum sem rutt hefði verið vegna byggingu verksmiðjunnar.   Á myndinnu hér að ofan sést José Maria Araújo, forseti sambands málmverkamanna í De Sao Luís, í Brasilíu afhenda Alain Belda, stjórnarformann ALCOA, boðun verkfalls í verksmiðu ALCOA þar.   Fundinn sátu fyrir hönd Íslands Sverrir Albertsson frá AFLi og Sigurður Steinarsson fyrir hönd RSÍ. Nánar verður greint frá fundum og samþykktum verkalýðsfélaga sem sátu þessa fundi en ákveðið var að mynda alþjóðlegt samvinnunet verkalýðsfélaga í ALCOA verksmiðjum og gefa út sameiginleg fréttabréf og standa fyrir auknum tengsla félaga - ekki síst milli félaga í Evrópu og Bandaríkjunum annars vegar og félögum í þriðja heiminum hins vegar. Jim Robinson, einn forystumanna United Steelworkers, tók að sér að veita þessu samstarfi forystu til að byrja með, en hann og fleiri forystumenn verkalýðshreyfingarinnar, m.a. Paul Howes, frá Ástralíu, lýstu mikilli ánægju með þátttöku íslensku verkalýðshreyfingarinnar á fundinum, enda ljóst að Fjarðaálsverksmiðjan verður meðal flaggskipa ALCOA fyrirtækisins á komandi árum. Þá má telja líklegt að næsti fundur þessa hóps verði á Reyðarfirði næsta vetur.

Þessi vefur notar vafrakökur til að tryggja eðlilega starfsemi vefsins og mæla heimsóknir á hann. Engar persónugreinanlegar upplýsingar eru vistaðar án samþykkis. Til að lesa nánar um hvernig við notum vafrakökur á þessum vef, Smelltu hér.

Samþykkir þú að vefurinn noti vafrakökur?