Fréttir frá 2007

04 27. 2007

16. þing RSÍ sett í dag.

Í dag var 16. þing RSÍ sett á Grand hótel. Þingið sitja 134 fulltrúar hinna 10 aðildarfélaga RSÍ. Við setninguna flutti formaður samdansins ræðu þar sem han fór ítarlega yfir afstöðu sambandsins til stöðuna á vinnumarkaði í dag. Einnig fluttu áhugaverð erindi Grétar Þorsteinsson forseti ASÍ, Friðrik Sóphusson forstjóri Landsvirkjunar, Jens Pétur Jóhannsson formaður SART og Hans Felix formaður norræna rafiðnaðarsambandsins. Í kvöld starfa nefndir við framtíðarverkefni sambandsins. Í fyrramálið verður farið yfir lífeysirsjóðsmál. Og hagfræðingar ASÍ munu ásamt samningamönnum sambandsins far ítarlega yfir stöðu efnahagsmál, væntanlega þróun og undir hvað menn verði að búa sig í komandi samningum.Í dag var 16. þing RSÍ sett á Grand hótel. Þingið sitja 134 fulltrúar hinna 10 aðildarfélaga sambandsins. Við setningu flutti formaður sambandsins ræðu þar sem hann fjallaði um helstu verkefni stéttarfélaga og hvernig hlutverk þeirra hefði þróast á norðurlöndum. Hann benti á að samstarf og trúnaður milli samtaka atvinnurekenda og stéttarfélaganna gengdi mikilvægu hlutverki í þessum þjóðfélögum og hefði átt afgerandi þátt í hversu vel þessu þjóðfélög stæðu sig í samkeppni þjóðanna. Hvergi væri betra atvinnuástand, hvergi hefði launþróun verið hagstæðari, hvergi ríkti meiri friður og hvergi byggju þjóðfélagsþegnar og fjölskyldur við meira öryggi.  Hann benti á að mikið verkefni væri fyrir höndum. Aðilar vinnumarkaðs yrðu ásamt stjórnvöldum að taka höndum saman til þess að koma í veg fyrir að verðbólga festist í háum tölum og ná vöxtum niður. Einnig yrðu þessir aðilar að vera samtaka um að bæta starfs- og símenntunakerfið þannig að íslenskur vinnumarkaður stæðist samkeppnina. Guðmundur sagði að það væri sín skoðun að semja ætti til skamms tíma í komandi kjarasamningum.   Einnig flutti erindi Grétar Þorsteinsson forseti ASÍ, hann kom inn á mörg svipuð áherslu atriði og Guðmundur. Grétar rakti þróun samskipta á vinnumarkaði og eins við stjórnvöld vegna mikils innflutnings á erlendu verkafólk. Hann sagði að allir hefðu verið óviðbúnir þessari öru þróun, en með samstilltu átaki hefðu aðilar tekist að koma höndum yfir stærstu vandamál, en mikið verk væri eftir. Grétar sagði að gera yrði stórátak í að tryggja þeim sem ekki hefðu lokið skipulegu námi möguleika til þess að ljúka því, þetta væru réttindi sem fólk ætti hjá samfélaginu, jafnvel þó svo það hefði ekki lokið því með samfeldu námi á yngri árum. Grétar tók undir með Guðmundi um að ekki ætti að gera langa kjarasamninga nema þá með skýrum opnunarákvæðum.   Jens Pétur Jóhannsson formaður Samtaka atvinnurekenda í raf og tölvuiðnaði fjallaði um hina örðu þróun sem hefði átt sér stað og benti á að í sjálfu sér hefðu markmið ekkert breyst. Rafiðnaðarmenn og fyrirtæki í geiranum yrðu eftir sem áður að leggja megináherslu á símenntun og tryggja með því góða samkeppnistöðu fyrirtækja í rafiðnaðargeiranum. Hann tók undir með Guðmundi um að samstarfs rafiðnaðarmanna og fyrirtækja í rafiðnaði hefði ætíð verið gott og markmið beggja aðila færu vel saman.   Friðrik Sophusson forstj. Landsvirkjunar flutti ítarlegt erindu um þróun orkunotkunar og benti á að notkun brennanlegra efna færi vaxandi og þetta yrðu menn að taka höndum saman um að vinna gegn. Hann lýsti þeim virkjanakostum sem Landsvirkjun væri með á teikniborðinu, þeir væru allir í byggð og það væri stundum erfitt að átta sig á hvert menn vilda að stefnt yrði. Það lægi fyrir að ekki yrði komist hjá því að virkja. Með því væri verið að undirbyggja þjófélagið undir það að geta bætta kjör fólks hér á landi. Virkjanir stæðu og sköpuðu arð úr endurnýjanlegumorkugjöfum. Hann fjallaði um rannsóknir á djúpborunum og framtíð þeirra. Einnig fór Friðrik yfir eignaraðild orkufyrirtækja. Hann sagði að fullyrðingar um að við værum að gefa erlendum auðhringjum orkuna væri ekki rétt, meðalorkuverð á Íslandi til stóriðju væri yfir meðallagi í heiminum. Hann sýndi útreikninga sem staðfestu að stóriðja hefði haft umtalsverð áhrif til lækkunar á orkuverði heimilanna.   Í lokin flutti Hans Felix formaður Norska rafiðnaðarsambandsins og núverandi formaður Norræna rafiðnaðarsamandsins ræðu hann fór yfir það hvernig norrænu löndunumhefði tekist að komast frá því að vera meðal fátækustu landa heimsins í byrjun síðustu aldar til þess að vera í fremstu röð. Þjófélög sem allir litu til og vildu starfa með.     Setningarræða formanns RSÍ á 16. þingi RSÍ - Verjum ? sækjum þann rétt sem við eigum. Ágætu þingfulltrúar 16. þing Rafiðnaðarsambandsins er að hefjast. Við getum gengið stolt til starfa  sambandið er öflugur málsvari félagsmanna sinna auk þess að vera þeim og fjölskyldum þeirra traustur bakhjarl. Staða sambandsins er mjög sterk eins og kemur fram í reikningum sambandsins og skýrslu miðstjórnar þá stendur sambandið ákaflega sterkt. Þegar umræða um verkalýðsmál ber á góma er Rafiðnaðarsambandið ofarlega á blaði, oft hefur sambandið verið í fararbroddi.   Þar má benda á nýjungar í tryggingum sjúkrasjóðs sambandsins, hann var t.d. fyrstur með með 80% launatryggingu. Lífeyrissjóður rafiðnaðarmanna hefur verið sá traustasti meðal almennu lífeyrissjóðanna frá upphafi og eftir sameiningar við aðra sjóði, er hann sá eini sem ekki hefur þurft að skerða lífeyri og umsamdar hækkanir á iðgjaldi hafa alfarið runnið til þess að auka réttindi sjóðsfélaga. Orlofskerfi rafiðnaðarmanna er vel þekkt. Þar er félagsmönnum og fjölskyldum þeirra boðið upp á glæsileg og vel búin hús víða hér á landi og erlendis. Rafiðnaðarsambandið hefur á undanförnum árum byggt upp best búna útivistarsvæði landsins á 25 ha landi í eigu sambandsins við Apavatn. Á síðasta ári voru gestir þar um 7.000.   Margir virðast ekki átta sig á hlutverki stéttarfélaganna og telja að þau séu að skipta sér af hlutum sem einungis stjórnmálamenn hafi með að gera. Til stéttarfélaga er stofnað af hópi fólks úr tiltekinni starfstétt til hagsmunagæslu. Þessi hópur bindst samtökum um að gera kjarasamning við fyrirtæki sem starfa í geiranum og tryggja að engin starfi á lægri launum en um er samið. Það er ekki nóg að semja um launin, það er ekki minna hlutverk að gæta þess að verðgildi umsaminna launa haldist, þar skipta skattar, þjónustugjöld, vextir og verðbólga mestu máli.   Samskipti stéttarfélaga og samtaka fyrirtækja á Norðurlöndum hafa þróast alla síðustu öld og byggja á gagnkvæmi trausti. Þessi samskipti eru grundvöllur hins norræna módels, þjóðfélagsgerðar okkar heimshluta. Þrátt fyrir margendurteknar hrakspár hægri manna um hin norrænu þjóðfélög, hafa þau sannað sig í að vera þau samkeppnishæfustu meðal þjóðfélaga og atvinnuleysi er minnst. Friður og öryggi ríkir langt umfram aðra heimshluta. Um ein milljón erlendra farandverkamanna vinnur á norrænum vinnumarkaði og þeim fer fjölgandi.   Boðberar nýfrjálshyggjunnar telja að ekki sé lengur þörf fyrir hagsmunasamtök eins og stéttarfélögin. Einkavæðing og hagræðing undir stjórn eigenda fjármagnsins hafa ýtt til hliðar langtíma hagsmunum og krefjast mesta arðs á hverjum tíma. Fjármagnsfyrirtæki kaupa upp fyrirtækin, búta þau niður og búa til nýjar rekstrareiningar. Starfsfólki er sagt upp svo arður á næsta ársfundi verði sem mestur og hlutabréfin hækki. Sá tími er liðinn þegar eigandinn lifði með sínu fyrirtæki og fór ásamt starfsfólki sínu í gegnum þykkt og þunnt í baráttu fyrir vexti og viðgangi fyrirtækisins.   Inn í þessa þróun spilar hnattvæðingin. Drifkaftur fjölþjóðafyrirtækja er ásælni í fljóttekin arð, með sókn í auðlindir og ódýrt vinnuafl. Allur arður rennur til fjármagnseigandans, verðmætaaukning hinnar vinnandi handar er lítils metinn. Hnattvæðingin kom skyndilega til Íslands fyrir nokkrum árum, þegar farið var að reisa Kárahnjúkavirkjun og Fjarðaál.   Skyndilega blasti við íslenskum launamönnum sá veruleiki að þurfa að verja störfin og þann ávinning, sem við höfðum náð á síðustu áratugum með mikilli fórnfýsi og löngum verkföllum. Í dag eru 10% vinnandi rafiðnaðarmanna hér á landi erlendir. Þetta er ásamt því sem ég mun rekja hér á eftir er ástæða þess að við völdum einkennisorð að þessa þings yrðu : Verjum ? sækjum þann rétt sem við eigum.   Þegar bygging Kárahnjúka hófst stóðu íslensk stjórnvöld með tilteknum fyrirtækjum gegn verkalýðshreyfingunni og vörðu sjónarmið þeirra. Með afstöðu sinni voru stjórnvöld í raun að framlengja tilvist þeirra slöku kjara sem hinir bláfátæku farandverkamenn bjuggu við í heimalandi sínu og vinna gegn framþróun í því landi. En ekki síður að gera aðför að kjörum hinna verst settu hér á landi. Það að þurfa að taka slaginn við stjórnvöld og eftirlitstofnanir voru okkur mikil vonbrigði.   En stjórnvöld virtust vera sannfærð um að það væri viljinn sem öllu réði og væri hin eiginlega orsök. Veruleikinn sem við blasti virtist ekki hafa áhrif á viðhorf þeirra. Stjórnmálamenn voru farnir að feta í fótspor heimspekingsins Altúngu úr sögu Voltaires; ?Að allt væri í besta lagi, vegna þess að það gæti ekki verið öðruvísi.? Þeir mættu í hvern viðræðuþáttinn á fætur öðrum og fóru mikinn yfir hversu fáránlegt það væri af forsvarsmönnum stéttarfélaganna að vera að hallmæla ástandinu og standa í vegi fyrir þróun og uppbyggingu atvinnulífs á Íslandi. Staðreyndin er eins við þekkjum svo vel að málið snérist bara ekkert um það, en það skyldu stjórnmálamenn ekki á þeim tíma.   Spaugstofan sá þetta með augum Voltaires og sýndi Félagsmálaráðherra á ferð um Kárahnjúka sem daufblindan mann, sem hvorki sá né heyrði nokkuð athugavert, þó menn ráfuðu þar um illa búnir með dagblöð sér til varnar og snjóskafla í herbergjum þeirra. Fram hafði komið að sumar starfmannaleigurnar höfnuðu að leggja fram launaseðla , sumar orðið uppvísar að því að innheimta margskonar kostnað af hinum lágu launum, fara inn á bankareikninga hinna erlendu starfsmanna sinna og taka þar út endurgreiðslu á kostnaði af eigin geðþótta.   Rafiðnaðarsambandið hefur verið ötullt í að vekja athygli á þessu allt frá slagnum mikla við Rússana í línunni frá Sultartanga. Við höfum verið sakaðir um kynþáttafordóma og undirritaður kærður fyrir meiðyrði. En við höfum haft sigur, stjórnvöld hafa sett fram ný og framsýn lög um starfsemi starfsmannaleiga á þessu ári og meðhöndlun mála gagnvart erlendum farandverkamönnum er með allt öðrum hætti en var fyrir nokkrum árum. Með þessu viðukenndu stjórnvöld að hafa gert alvarleg mistök.   Ef heildstætt samhengi á að vera í stefnu okkar, getum við ekki látið okkur nægja stefnu, sem einungis tekur á málum erlendra launamanna hér heima. Eins og ég hef komið að áður þá eru hagsmunir launafólks orðnir alþjóðlegir, við erum að berjast á hnattrænum vinnumarkaði. Hnattvæðingin hefur leitt til sífellt harðnandi keppni um hver geti boðið lægstu kjörin. Við höfum orðið að horfa á eftir mörgum fyrirtækjum úr landi til svæða þar sem kjör og réttindi eru margfalt lakari en hér. Það er óásættanlegt að við séum að gera fríverzlunarsamninga við ríki sem ekki viðurkenna  grundvallarmannréttindi. Í þessu sambandi má nefna samninga Íslands við Kína. Íslensk stjórnvöld eiga að gera þá kröfu að þau lönd sem við gerum viðskiptasamninga við, uppfylli grundvallarsamþykktir Alþjóðavinnumálastofnunarinnar áður en samningarnir eru staðfestir.       Starfsvið stéttarfélaganna er víðtækt. Íslensk stéttarfélög reyndu árangurslítið fyrri hluta síðustu aldar að fá stjórnvöld til þess að tryggja launamönnum svipað umhverfi og þekktist annarsstaðar á Norðurlöndum. Þegar það tókst ekki þá snéru þau sér til fyrirtækjanna og byggðu upp öryggisnet þjóðfélagsins í kjarasamningum. Fyrst var samið um sjúkrasjóði og síðar lífeyrissjóði.   Íslenska almanna tryggingarkerfið er í mörgum tilfellum með mun lakara bótakerfi en tíðkast á hinum Norðurlöndunum. Til að mæta þessu sömdu íslensku stéttarfélögin um lengri veikindarétt og sjúkrasjóði, sem tryggðu félagsmönnum okkar sjúkradagpeninga sem samsvara 80% af fyrri launum þegar umsömdum veikindarétti lýkur. Þennan rétt hefur Rafiðnaðarsambandið búið félagsmönnum sínum lengst allra og var einum áratug á undan bönkunum að bjóða upp á 80% launavernd.   Íslensku stéttarfélögin sömdu líka um lífeyrissjóði, sakir þess að almenna lífeyriskerfið fullnægði engan vegin eðlilegum kröfum. Í gegnum lífeyriskerfi okkar höfum við byggt upp örorkubótakerfi. Þingmenn og ráðherrar hafa búið sér ásamt hluta opinberra ríkisstarfsmanna annað kerfi. Almennir lífeyrissjóðir verða að lækka ellilífeyri til þess að geta staðið undir ört vaxandi örorkubyrði, á meðan sækja ráðherrar og þingmenn í ríkissjóð kostnað vegna örorkubóta sinna sjóða, auk þess að lífeyrir er ekki ákvarðaður í samræmi við inneign og ávöxtun.   Þessu til viðbótar eru stjórnvöld sífellt að seilast lengra ofan í vasa almennu lífeyrissjóðanna með því að láta skerðingar- og frítekjumörkin fylgja ekki launavísitölu. Þar eru þau að flytja sífellt stærri hluta kostnaðar almenna tryggingarkerfisins yfir á lífeyriskerfið.  Margir stjórnmálamenn og reyndar fleiri, virðast líta á lífeyrissjóðina sem einhverja stóra peningafúlgu sem þeir geti ráðstafað.  Þrátt fyrir þá staðreynd að lífeyriskerfið er í raun ekkert annað en sparifé í eigu sjóðsfélaga viðkomandi sjóðs.  Lífeyrissjóðirnir og sjúkrasjóðirnir áttu að vera viðbót við almenna tryggingarkerfið, ekki koma í stað þess.   Þessa dagana erum við í samstarfi við samtök atvinnulífsins að skoða mögulega samþættingu veikindadaga, sjúkratryggingar sjúkrasjóða, örorkubótakerfi almenna tryggingarkerfisins og örorkubótakerfi  lífeyrissjóðanna. Dapurt bótakerfi almenna tryggingarkerfisins hefur leitt til þess að ört vaxandi hópur velur þann kost að láta skrá sig sem öryrkja. Lítill hvati er fyrir þá að leita aftur út á vinnumarkaðinn. Við viljum skoða þann möguleika að byggja upp samþætt kerfi með aukinni skilvirkni. Það kallar á mjög virka endurhæfingu og aukna aðkomu ríkissjóðs. Þetta verður eitt að helstu verkefnum komandi kjarasamninga.   Aðilar vinnumarkaðsins hafa allt frá því að þeir tóku stjórn efnahagsmála úr höndum stjórnmálamannanna og gerðu Þjóðarsáttina 1990 orðið reglulega að grípa inn í efnahagstjórnina. Eins og þið munið eftir við afgreiðslu hvers einasta kjarasamnings síðan þá, hafa aðilar vinnumarkaðsins ítrekað orðið að grípa til aðgerða til þess að koma efnahagslífinu á rétt ról og þvinga stjórnvöld til þess að vera þátttakendur í því. Aðilar vinnumarkaðsins lögðu mikilvægan grundvöll undir ábyrga hagstjórn með 4 ára samningum vorið 2004. Ríkisstjórnin viðhafði enga tilburði til hagstjórnar og við urðum að grípa aftur inn í hagstjórnina í nóvember 2005 og svo aftur í júni síðasta sumar og það blasirt við að geipileg verkefni blasa við samningamönnum verkalýðsfélaganna næsta vetur.   Stjórnmálamenn halda því fram í ræðum sínum á mannamótum að við séum best í heimi, en í hverri könnuninni á fætur annarri kemur í ljós að margt af þessu er ekkert annað en óábyrg sjálfhælni. Við erum ríkasta þjóð í heimi en aðbúnaður aldraðra hér á landi er fyrir neðan meðalag í OECD ríkjunum. Við erum á eftir fremstu þjóðum í menntun og erum að dragast aftur úr vegna aðgerðaleysis stjórnvalda. Til að bjarga málunum hafa aðilar vinnumarkaðsins verið að semja um skattlagningu á sjálfa sig í starfsmenntasjóði.   Rúmlega 30% íslenskra launamanna hefur ekki lokið skilgreindu námi, við erum t.d. 10 árum á eftir Dönum hvað varðar menntun í atvinnulífinu, íslenskur vinnumarkaður er ekki nægjanlega sveigjanlegur. Það blasir við gífurlegt verkefni í þessum efnum og við verðum að fá stjórnvöld til þess að vera virkan þátttakanda í uppbyggingu símenntunar. Gera verður íslenskum launamönnum kleift að fara reglulega í námsorlof.   Rafiðnaðarfyrirtækin hafa verið langt á undan fyrirtækjum í öðrum starfsgeirum hvað varðar uppbyggingu eftirmenntunar, enda er ástandið í rafiðnaðargeiranum mun betra en hjá öðrum. Íslensk rafiðnaðarfyrirtæki hafa síðan við hófum markvissa uppbyggingu starfsmenntakerfis okkar 1975 snúið við blaðinu í verkefnasókn sinni og í stað þess að hér séu að störfum erlendir sérfræðingar eru íslenskir rafiðnaðarmenn að störfum um víða veröld.   Efnahagsstjórn stjórnvalda, eða réttara afskiptaleysi, hefur leitt til þess að okkur hefur ekki tekist að skapa svipaðan stöðugleika verðlags hér og í samkeppnislöndum okkar. Gengi íslensku krónunnar sveiflast um tugi prósenta. Það er verður í komandi kjarasamningum brýnt verkefni, að stuðla að því að verðbólga festist ekki í háum tölum og koma vöxtum í svipað horf og annarsstaðar.   Stjórnvöld virðast ekki vilja taka ábyrgð á efnahagsstjórninni og hafa varpað henni á Seðlabankann og aðila atvinnulífsins. Á hve traustum fótum stendur þjóðarbúið, hlýtur maður að spyrja. Ef það er rétt sem hagfræðingar ASÍ halda fram, að góð staða þjóðarbúsins byggist á sölu fyrirtækja í eigu ríkisins og heimsmeti í viðskiptahalla, sem hefur skapað gífurlega veltu og skattekjur til ríkissjóðs. Þá blasir við okkur geysilegur vandi og erfið ár. Þá væri forsenda lækkunar skatta og virðisauka byggð á sandi. Hver verður staða ríkissjóðs ef samdráttur skellur á, duga skattar þá til almenns reksturs ríkisins?   Skuldir ríkissjóðs vegna þess lífeyriskerfis sem ráðherrar og þingmenn hafa byggt upp til hliðar við almenna lífeyriskerfið hafa vaxið gífurlega og munu vaxa enn hraðar á næstu árum. Afskiptaleysi stjórnvalda af efnahagsmálum hefur leitt til þess að íbúðarhúsnæði hefur hækkað gífurlega og aldrei verið erfiðara fyrir ungt fólk að eignast eigið húsnæði. Í þessu sambandi má benda á að stjórnvöld hafa látið bætur í vaxtabótakerfinu skerðast umtalsvert.  Umtalsverður hópur ungs fólks á höfuðborgarsvæðinu fær ekki þær vaxtabætur sem það gerði ráð fyrir þegar það keypti sína fyrstu íbúð. Barnabætur hafa auk þess lækkað.   Spurningin um hvort að íslensk stjórnvöld eigi að sækja um aðild að Evrópusambandinu er sennilega eitt veigamesta úrlausnarefni stjórnmálamanna á komandi kjörtímabili. Það er komið að því að taka Evrópusambandsaðildina og evrumálin til málefnanlegrar umræðu í þjóðfélaginu. Það á að láta reyna á aðildarumsókn á grundvelli skilgreindra samningsmarkmiða. Umræðan um þessi mál hjá leiðandi stjórnarþingmönnum hefur einkennst af sundurlausum og rakalausum fullyrðingum.   Gallup-kannanir sýna að tæp 60% þjóðarinnar styðja aðildarviðræður og 50% vilja taka upp evru. Skýring á vaxtamun við útlönd má rekja til áhættuálags í viðskiptum með krónuna vegna þess hversu lítil og óstöðug hún er. Vaxtamunurinn heimilanna hér heima og við útlönd er um 37 milljarðar eða sem svarar 500 þúsund krónum á hverja fjölskyldu.   Samkvæmt niðurstöðu ?Evrópunefndarinnar? er kostnaðurinn við ESB-aðild Íslands metin á 5 milljarða króna.  Það eru auðvitað smáaurar í samanburði við þann kostnað af vaxtamun sem heimilin þurfa að greiða. Mörgum stjórnmálamönnum er tamt að ræða um úrlausnarefni úf frá af/á sjónarmiðum. Slík umræða gerir ekkert gagn og við eigum heimtingu á því að rætt sé um kosti og galla aðildar að Evrópusambandinu með dýpri, víðari og skilmerkari hætti en nú er gert.   Við okkur blasa risavaxin verkefni, aldrei hefur verið meiri þörf á öflugri og stefnufastri verkalýðshreyfingu. Ég tel að við eigum að semja til skemmri tíma en við höfum verið að gera t.d. 2ja ára eins og tíðkast á hinum norðurlandanna.  Ég bíð þingfulltrúa velkomna til starfa. Fyrir liggja okkur liggja margvísleg verkefni. Eins og ég gat um í byrjun þá geta rafiðnaðarmenn gengið stoltir til starfa við málefni sambandsins og við höfum styrk til þess að setja okkur háleit markmið.

Þessi vefur notar vafrakökur til að tryggja eðlilega starfsemi vefsins og mæla heimsóknir á hann. Engar persónugreinanlegar upplýsingar eru vistaðar án samþykkis. Til að lesa nánar um hvernig við notum vafrakökur á þessum vef, Smelltu hér.

Samþykkir þú að vefurinn noti vafrakökur?