Fréttir frá 2007

04 28. 2007

Seinni dagur þingsins

Í morgun hafa farið fram nefndarfundir. Fyrir nefndum liggja drög að ályktunum um störf og stefnu sambandsins næstu misseri. Skúli Skúlason aðst.framkv.stj lífeyrisjóðsins Stafa hélt erindi um lífeyrissjóðsmál. Staða Stafa er mjög góð og stendur sá sjóður best allra almennu sjóðana oh hann hefur einn verið að bæta í rettindi á meðan aðrir sjóðir hafa orðið að skerða þau. Í umræðum þingfulltrúa var áberandi í þeirri umræðu það ójafnræði sem rikti milli ákveðinna lífeyrirssjóðða og hinna almennu hvað varðar örorkubyrði. Skorað var á samningamenn sambandsins að halda áfram að krefjast þess að allir lífeyrissjóðir nytu jafnræðis í þessu mái. Einnig hvatti þingið eindregið til þess að haldið yrði til streytu þeim kröfum sem sambandið setti fram við gerð síðustu kjarasamninga, að það væri valkvætt hjá sjóðsfélögum að setja það sem er umfram 10% iðgjalds í lífeyrissjóð í séreign eða sameign.   

Þessi vefur notar vafrakökur til að tryggja eðlilega starfsemi vefsins og mæla heimsóknir á hann. Engar persónugreinanlegar upplýsingar eru vistaðar án samþykkis. Til að lesa nánar um hvernig við notum vafrakökur á þessum vef, Smelltu hér.

Samþykkir þú að vefurinn noti vafrakökur?