Fréttir frá 2007

04 28. 2007

Erum við á leið í táradalinn eða er allt í lukkunnar velstandi?

Ólafur Darri Andrason hagfræðingur ASÍ hélt áhugavert erindi á 16. þingi RSÍ í morgun og fjallaði um efnahagsástandið og einnig um nýja spá Hagdeldar ASÍ. Ólafur Darri sagði m.a. að af fréttum að dæma mætti ætla að ekki verði margir vegaspottar malbikslausir í árslok og ekki mörg fjöll án gangna og stór hluti hringvegarins með fjórföldum akreinum. Samfara þessu fylgja loforð stjórnmálamanna um að vinna upp allar vanrækslusyndir á sviði velferðarmála  og jafnframt að lækka skatta. Allt eru þetta auðvitað brýn og góð mál, en fyrir svona ódýrum loforðum er ekki innistæða.    Ólafur Darri Andrason hagfræðingur ASÍ   Ólafur Darri Andrason hagfræðingur ASÍ hélt áhugavert erindi á 16. þingi RSÍ í morgun og fjallaði um efnahagsástandið og einnig um nýja spá Hagdeldar ASÍ. Ólafur Darri sagði m.a. að um að af fréttum að dæma mætti ætla að ekki verði margir vegaspottar malbikslausir í árslok og ekki mörg fjöll án gangna og stór hluti hringvegarins með fjórföldum akreinum. Samfara þessu fylgja loforð stjórnmálamanna um að vinna upp allar vanrækslusyndir á sviði velferðarmála  og jafnframt að lækka skatta. Allt eru þetta auðvitað brýn og góð mál, en fyrir svona ódýrum loforðum er ekki innistæða. Í nýrri hagsspá Hagdeildar ASÍ er einfaldlega gengið út frá að það sama gerist og við síðustu kosningar að þegar búið er að kjósa og loforðavíman renni af stjórnmálamönnunum að sagan endurtaki sig og gripið verði til óhjákvæmilegra frestana. Í þessu sambandi má benda á frestun Héðinsfjarðargagna, menningarhúsa ofl. eftir síðustu kosningar.      Ólafur Darri sagði að í hagspánni væri gert ráð fyrir að hagkerfið sé farið að leita jafnvægis eftir mikinn vöxt undanfarin misseri. Á þessu ári verði viðsnúningur. Í stað hagvaxtar sem byggir á miklum fjárfestingum og einkaneyslu taki við hagvöxtur sem byggir á útflutningi. Hagvöxturinn verður minni en undangegnin ár, en samt viðundandi.   Stóriðjuframkvæmdum á Austurlandi er að ljúka. Fjárfestingar og innflutningur á vörum tengdum þeim dragast saman og álútflutningur vex mikið. Á sama tíma aukast fjárfestingar hins opinbera verulega. Stafar það mest af stórauknum fjárfestingum ríkisins þá sérstaklega á næsta ári. Ekki er gert ráð fyrir að hægt verði að efna öll kosningaloforðin ? það er einfaldlega ekki nægilegt rými til þess. Einkaneyslan mun vaxa mun hægar en undanfarin ár. Mörg heimili eru mjög skuldsett og stór hluti ráðstöfunartekna þeirra fer til greiðslu á afborgunum. Það mun draga úr möguleikum til þeirra til neyslu.   Í lok erindis síns sagði Ólafur Darri að það væru að baki nokkuð góð ár, en hagstjórnin hefur brugðist. Útflutningsfyritæki hafa átt erfiða daga Staða hátækni og sprotafyrirtækja er erfið. Við búum við mikla verðbólgu og háa vexti. Miskipting hefur aukist. Skuldsett heimili þola illa áfrahaldandi óstjórn í efnahagsmálum. Mikil verðbólga og háir vextir. Það er hvorki táradalur né að lukkunar velstand framundan. Kaupmáttur mun ekki vaxa jafn hratt og undanfarin ár og atvinnuleysi mun heldur aukast. Íslensk efnahagfslíf er sterkt.   Við þurfum að gefa vaxtasprotum tækifæri til að blómstra. Við verðum að koma á jafnvægi, gengissveilfurnar verða að hverfa, þær hafa valdið öllum fyrirtækjum miklum vanda. Þau kvarta undna því að það sé nánast útilokað að gera nokkrar áætlanir í íslenskum krónum. Óvissan hefur verið gríðarleg sem gerir það að verkum að útilokað er að gera langtíma kjarasamninga.       

Þessi vefur notar vafrakökur til að tryggja eðlilega starfsemi vefsins og mæla heimsóknir á hann. Engar persónugreinanlegar upplýsingar eru vistaðar án samþykkis. Til að lesa nánar um hvernig við notum vafrakökur á þessum vef, Smelltu hér.

Samþykkir þú að vefurinn noti vafrakökur?