Fréttir frá 2007

04 28. 2007

Samþykkt 16. þings Rafiðnaðarsambands Íslands um helstu verkefni í starfsmenntakerfi rafiðnaðarmanna næstu missseri

Eins og oft áður þá voru umræður um menntamál áberandi á þinginu. Farið var yfir alla þætti menntastarfs. Lögð var sérstök áhersla á að gera verði launafólki auðveldara að sækja með námsorlofi. Efla eigi Rafiðnaðarskólann og var samþykkt að styrkja skólan með sérstökum framlögum.Eins og oft áður þá voru umræður um menntamál áberandi á þinginu. Farið var yfir alla þætti menntastarfs. Lögð var sérstök áhersla á að gera verði launafólki auðveldara að sækja með námsorlofi. Efla eigi Rafiðnaðarskólann og var samþykkt að styrkja skólan með sérstökum framlögum.   Rafiðnaðarmenn hafa verið í fararbroddi í að byggja upp öflugt starfsmenntakerfi. Þetta er ein helsta ástæða þess að í geiranum er gott starfsöryggi og kaupmáttaraukning innan rafiðnaðargeirans er með því mesta sem hér þekkist. Arðsemi náms í rafiðngreinum jafnast á við það sem best gerist meðal háskólagreina. Góð verkefnastaða innan rafiðnaðarins getur valdið of mikilli værukærð. Undanfarið hafa komið fram á markaðinn ný fyrirtæki sem eru að bjóða upp á samþætta alhliða þjónustu hvað varðar uppsetningu á netbúnaði ásamt öryggis- og eftirlitstækni. Starfsmenntakerfi rafiðnaðarmanna þarf að sinna betur fólki utan sveinsprófsgeirans og beina athygli sinni að ungu og vel menntuðu fólki. Í næstu kjarasamningum verði lögð áhersla á að auðvelda starfandi rafiðnaðarmönnum að sækja sér viðbótarmentun í líkingu við það sem gert er í Danmörku   Á undanförnum misserum hefur verið gert stórátak í að kynna störf og nám innan rafiðnaðargeirans. Þetta hefur skilað sér í mikilli fjölgun í rafiðnaðardeildunum og nýtt met var sett í fjölda þeirra sem tóku síðast sveinspróf í rafvirkjun í febrúar 2007. Það er mat 16. þings RSÍ að efla þurfi starf við endurskoðun námsskráa  og námsefnis rafiðnaðargreina. Við endurskoðun síðustu kjarasamninga samþykkti Menntamálaráðuneytið að leggja fram fjármuni til Fræðsluskirfstofu rafiðnaðar vegna raunfærnimats og náms- og starfsráðgjafar. Leggja verður aukna áhersla á aðstöðu fullorðins fólks til að sækja sér viðbótarmenntun og fræðslu. Tryggja verður þátttöku hins opinbera og notast við þá reiknireglu að ríki greiðir 70% kennslulauna. Almenn náms- og starfsráðgjöf verði áfram kostuð af ríkinu ásamt raunfærniráðgjöf. RSÍ og aðildarfélög hafa styrkt myndarlega uppbyggingu fagbókasafns fyrir rafiðnaðargeirann á netinu. Þar eiga að verða staðsettar og öllum aðgengilegar allar kennslubækur sem notaðar eru á rafiðnaðarbrautum. Samfara því á að huga að möguleikum til fjarnáms. 16. þing RSÍ lýsir yfir stuðningi við tillögur starfsnámsnemdar um nýjan framhaldsskóla   Starfsmönnum Rafiðnaðarskólans hefur tekist vel við rekstur skólans og hann hefur allt frá upphafi verið langbesti valkosturinn fyrir rafiðnaðarmenn í atvinnulífinu til þess að fylgjast með þróuninni innan geirans og bæta stöðu sína á vinnumarkaði. Þetta á ekki síður við fyrirtækin í raf- og tölvuiðnaði, ef þau vilja vera samkeppnishæf um verkefni. Rafiðnaðarskólinn hefur gott orðspor og ímynd, nemendur hafa verið ánægðir með námskeiðin, umsagnir ákaflega jákvæðar. Eftirmenntunarnefndir í rafiðnaði töldu óhjákvæmilegt að beita mikilli miðstýringu við uppbyggingu starfsmenntunar í rafiðnaði þar sem úrval fagnámskeiða var lítið. Rafiðnaðarskólinn hefur verið í ákveðnu ?pabba? hlutverki innan rafiðngeirans með því að beina rafiðnaðarmönnum inn á tiltekin námskeið. Góð yfirsýn og fljót viðbrögð við nýjungum er nauðsyn við rekstur starfsmenntakerfis innan rafiðnaðargeirans.   Það hefur lengi verið markmið rafiðnaðarins að tengja eigi betur saman meistaraskólann og leiðir til framhaldsnáms á háskólastigi. Þegar fjallað er um starfsemi Rafiðnaðarskólans þarf að hyggja vel að því að hann er fagháskóli rafiðnaðarmanna og tengja nám í skólanum við mögulegar leiðir til frekara háskólanáms. Rafiðnaðarskólinn á að bjóða upp nám fyrir orkugeirann. Auk þess þarf hann að fylgja eftir þörf fyrir námskeið í stýritækni og notkun hennar í raflagnakerfum framtíðar. Endurnýja þarf tækjabúnað skólans svo hann geti sinnt þessum verkefnum. Nauðsynlegt að kynna skólann vel fyrir fyrirtækjum svo þau geti nýtt sér skólann í sérkennslu og kynningar. Gera samstarfssamninga við fyrirtæki um þjálfun og innflutning á þekkingu sem skólinn nýti svo til nýrra námskeiða.   Það er álit 16. þings RSÍ að auka eigi rekstur skólans svo hann verði betur í stakk búinn að mæta ógnunum og tækifærum á næstu árum. Skólinn þarf að bjóða upp á fjölbreyttari námskeið með fjölbreyttari tímasetningum. Huga þarf að stuttum námskeiðum t.d út um land. Á undanförnum árum hafa aðildarfélög RSÍ veitt um 10 millj kr. til kennslutækjakaupa í Rafiðnaðarskólanum. 16. þing RSÍ veitir miðstjórn sambandsins heimild til þess að styrkja enn frekar uppbyggingu Rafiðnaðarskólans með allt að 15 millj. kr. framlagi á ári úr Menningarsjóði sambandsins á kjörtímabilinu.  

Þessi vefur notar vafrakökur til að tryggja eðlilega starfsemi vefsins og mæla heimsóknir á hann. Engar persónugreinanlegar upplýsingar eru vistaðar án samþykkis. Til að lesa nánar um hvernig við notum vafrakökur á þessum vef, Smelltu hér.

Samþykkir þú að vefurinn noti vafrakökur?