Fréttir frá 2007

04 28. 2007

Samþykkt 16. þings Rafiðnaðarsambands Íslands um helstu verkefni í orlofskerfi sambandsins næstu missseri.

Orlofskerfi rafiðnaðarmanna er umfangsmikið og mörg verkefni þar. Nýting húsanna er ákaflega góð og vilji til þess að styrkja það enn frekar.  Töluverð breyting hefur átt sér stað á orlofseignum RSÍ undanfarin misseri í kjölfar þeirrar ákvörðunar miðstjórnar að flytja starfsemina sem mest á orlofssvæði sambandsins í Skógarnesi við Apavatn. Með því að flytja orlofsstarfsemina á Suðurlandi á einn stað næst töluverð hagræðing á rekstrinum. Við Apavatn á RSÍ 25 hektara orlofssvæði þar sem byggð hefur verið upp margsvísleg að staða til útivistar. Rafiðnaðarmenn hafa á undanförnum árum fjárfest í miklum mæli í fellihýsum og hjólhýsum, þessir félagsmenn hafa með réttu haldið því fram að þeir eigi jafnmikinn rétt á þjónustu og þeir sem nýta orlofshúsin. Kröfur um vel búin tjaldsvæði hafa því vaxið mikið undanfarin ár. Um páskana voru 3 ný hús tekin í notkun og 2 ? 3 til viðbótar verða tilbúinn við upphaf sumarvertíðarinnar. Um er að ræða stórglæsileg 90 ferm. hús með 10 ferm. útigeymslu og 80 ferm. verönd.  Ákveðið var að láta hanna 10 húsa hverfi og ljúka allri jarðvegsvinnu við það í sumar. Ekki hefur verið tekinn ákvörðun um hvenær seinni helmingur húsanna verður byggður. Í því sambandi má benda á að mikil fjölgun félagsmanna varð á síðasta ári og 40% fjölgun umsókna um orlofsaðstöðu í vor.  Tjaldsvæðið hefur verið stækkað enn meir og í sumar bætist við svæði með litlum flötum í skóginum á austurhluta svæðisins. Samfara því að grafið var fyrir nýju veitukerfi vegna fjölgunar húsa var ákveðið að setja upp fullbúið rafkerfi á öll 3 tjaldsvæðin. Síðasta sumar voru um 7.000 gestir á orlofssvæðinu við Apavatn og iðulega á annað hundrað fjölskyldur um helgar á svæðinu. Fyrir rúmu ári var tekin í notkun íbúð í Kaupmannahöfn sem varð strax feykilega vinsæl meðal félagsmanna. Í haust var bætt við 130 ferm. íbúð í Nýhöfninni og hafa báðar íbúðirnar verið fullbókaðar. Þegar íbúðirnar á Spáni og í Kaupmannahöfn voru auglýstar fyrir jól og úthlutað í janúar var áberandi hversu há punktastaða þeirra sem sóttu um. Þannig að með framboði þessara íbúða er orlofsnefnd RSÍ greinilega að mæta þörf félagsmanna sem ekki hafa verið að sækja um áður. Orlofssjóður rekur í samvinnu við styrktarsjóðinn 5 íbúðir í Reykjavík. Félagsmenn sem þurfa að koma til Reykjavíkur um lengri eða skemmri tíma af heilbrigðisástæðum sinna eða fjölskyldumeðlima geta dvalið í íbúðum sér að kostnaðarlausu. Að öðru leiti nýtir orlofssjóður íbúðirnar. Mjög góð nýting hefur verið á íbúðunum og var 5. íbúðinni bætt við á síðasta ári. 16. þing RSÍ telur að það hafi verið rétt ákvörðun miðstjórnar að flytja sem mest af starfsemi orlofskerfisins á Apavatn. Þingið telur miðstjórn standa vel að rekstri orlofskerfisins og reksturinn sé í samræmi við fyrri samþykktir. Þingið hvetur miðstjórn og aðildarfélögin til þess að stefna að því að ljúka öllum framkvæmdum í Skógarnesi sem fyrst, en fylgst verði með nýtingu á svæðinu eftir því sem bústöðum fjölgar.   

Þessi vefur notar vafrakökur til að tryggja eðlilega starfsemi vefsins og mæla heimsóknir á hann. Engar persónugreinanlegar upplýsingar eru vistaðar án samþykkis. Til að lesa nánar um hvernig við notum vafrakökur á þessum vef, Smelltu hér.

Samþykkir þú að vefurinn noti vafrakökur?