Fréttir frá 2007

04 30. 2007

Nokkrar breytingar urðu á forystu sambandsins á 16. þinginu.

Nokkrar breytingar urðu á framkvæmdastjórn og miðstjón sambandsins á þinginu. Samþykkt var að fjölga miðstjórnarmönnum úr 13 í 15 vegna mikillar fjölgunar í sambandinu og ákveðið að þau sæti færu til Félags símamanna og Félags tæknifólks. Nokkrar breytingar urðu á framkvæmdastjórn og miðstjón sambandsins á þinginu. Samþykkt var að fjölga miðstjórnarmönnum úr 13 í 15 vegna mikillar fjölgunar í sambandinu og ákveðið að þau sæti færu til Félags símamanna og Félags tæknifólks. Rúnar Bachmann hættir núna sem miðstjórnarmaður, hann er búinn að vera í miðstjórn sambandsins frá 1976 og gjaldkeri sambandsins frá 1993. Rúnar hefur verið einn af þeim sem óhætt er að segja að hafi haft einna mest áhrif á mótun sambandsins þann tíma sem hann hefur verið í miðstjórn. Anna Melsted hættir einnig núna í miðstjórn, hún hefur setið í miðstjórn frá 2003 og verið jafnframt formaður Félags tæknifólks. Anna heufr verið áberandi í forystu sambandsins og látið sérstaklega til sín taka á sviði menntamála. Anna Nína Stefnisdóttir hefur verið í miðstjórn frá 2003, hún tók við formennsku af Einari Gústafssyni í Félagi símamanna. Anna Nína hefur verið farsæl í sínu starfi fyrir rafiðnaðarmenn og notið mikillar virðingar og var m.a. kjörin sem þingforseti á nýafstöðnu þingi sambandsins.   Framkvæmdastjórn : Guðmundur Gunnarsson form. Björn Ágúst Sigurjónsson varaform. Helgi Jónsson ritari og Haukur Ágústsson gjaldkeri. Hér verður sú breyting að Rúnar Bachmann hættir sem gjaldkeri sambandsins og Björn Ágúst kemur nýr inn í þennan hóp. Helgi var áður varaformaður og er nú kosin sem ritari og Haukur var áður ritari tekur við gjaldkerastarfinu.   Miðstjórn RSÍ 2007 - 2011 Fremri röð : Andri Jóhannesson, Haukur Ágústsson, Þórunn S. Jónsdóttir, Guðmundur Gunnarsson, Guðrú n Bergþórsdóttir, Aðalheiður Gunnarsdóttir, Björn Ág. Sigurjónsson og Hafliíði Sívertsen Aftari röð : Helgi Einarsson, Georg Georgsson, Sigurgeir Ólafsson, Frosti Frostason, Jakob Tryggvason, Einar Kristinsson, Grétar Guðmundsson, Jens Ragnarsson, Sigurður Sigurðsson, Stefán Sveinsson, Helgi Jónsson og Ómar Baldursson   Miðstjórn : Aðalheiður Gunnarsdóttir FÍS, Andri Jóhannesson FRV, Einar A. Kristinsson FSK, Frosti Frostason FÍR, Georg Georgsson RFS, Grétar Guðmundsson FÍS, Guðrún Bergþórsdóttir FÍS, Hafliði Sívertsen FTR, Helgi Einarsson FNÍR, Jens H. Ragnarsson FÍR, Jakob Tryggvason FTR, Ómar Baldursson FRS, Sigurgeir Ólafsson FSS, Sigurður Sigurðsson FÍR, Stefán Sveinsson FÍR og Þórunn S. Jónsdóttir FRV.   Í miðstjórnarhópnum eru Aðalheiður Gunnarsdóttir og Guðrún Bergþórsdóttir eru nýir fulltrúar.  Hafliði Sívertsen er að koma aftur í miðstjórn og Jakob Tryggvason eru  nýr í miðstjórnarhópnum, hann er nýkjörin formaður FTR. Stefán Sveinsson er nýr formaður FÍR og kemur inn í miðstjórn.   Varamenn í miðstjórn : Anna Melsted FTR, Birna Dögg Gráns FÍS, Brynjar Hermannsson RFN, Davíð E. Sigmundsson FRV, Eyjólfur Ólafsson FRV, Haraldur Arnbjörnsson RFS, Jóhann S. Bjarnason FRS, Jón Ingi Öfjörð FÍR, Sighvatur D. Sighvatsson FSS, Sigurjón Ingvarsson FÍR, Svanbjörg Hilmarsdóttir FNÍR, Þórður Bachmann FÍR. Hér hafa Anna Melsted og Hafliði haft stólaskipti, Birna Dögg er ný í forystu RSÍ sama má segja um Svanhildi og Harald. Þórður Bachmann og Jón Ingi eru nýir þessum hóp en hafa báðir verið um langt árabil verið sambandstjórnarmenn.   Samkvæmt lögum sambandsins sitja miðstjórnarmenn ásamt varamönnum í miðstjórn í sambandsstjórn ásamt þeim sem sérstaklega eru kjörnir sambandstjóramenn.   Sambandsstjórn : Bára Halldórsdóttir FRV, Bjarni Harðarson FÍS, Björn Eysteinsson FRV, Borgþór Hjörvarsson FÍR, Haraldur Jónsson FÍR, Heimir Ólason FÍR, Ísleifur Tómasson FÍR, Júlía B. Þórðardóttur FÍR, Rúnar Bachmann FÍR, Rúnar S. Sigurjónsson FNÍR, Sigurður Ólafsson RFN, Trausti Gíslason RFS, Viðar Már Þorsteinsson FSS og Þorsteinn Úlfar Björnsson FTR  

Þessi vefur notar vafrakökur til að tryggja eðlilega starfsemi vefsins og mæla heimsóknir á hann. Engar persónugreinanlegar upplýsingar eru vistaðar án samþykkis. Til að lesa nánar um hvernig við notum vafrakökur á þessum vef, Smelltu hér.

Samþykkir þú að vefurinn noti vafrakökur?