Fréttir frá 2007

05 10. 2007

Nýr kjarasamningur hjá danska rafiðnaðarsambandinu

Nú stendur yfir endurnýjun kjara samninga í Danmrku og Svíþjóð. Danska rafiðnaðarsambandið var að afgreiða nýjan kjarasamning. Samningurinn ber glögglega merki þeirra markmiða sem Danir hafa sett sér um að efla stöðu vinnumarkaðsins og sveigjanleika með átaki í starfs- og símenntun. Samningurinn er til 3ja ára, sem er óvenjulegt því danir hafa yfirleitt gert 2ja ára samninga. Launahækkanir verða 3% á ári. Lágmarkslaun hækka sérstaklega um 33 kr fyrsta árið og svo 28 kr seinni tvö árin á tímann. Lágmarsklaun rafvirkja með sveinspróf í dag eru um 1.140 kr. Laun nema hækka um 3.5% á ári. Samið var um að vinnuveitandi greiddi 1.25% af launum á sérstakan reikning sem starfsmaður getur árlega tekið út af og nýtt það sem orlofsuppbót eða leggja inn á séreignarsjóð í lífeyriskerfinu. Greiðslur til lífeyrissjóðs hækka í 12% árið 2008. Vinnuveitandi greiðir 2/3. Vinnuveitandi greiðir 2 kr. af hverjum unnun tíma í sérstakan sjóð sem nýta skal til þess að greiða trúnaðarmönum laun. Trúnaðarmenn á vinnustöðum þar starfsmenn eru 49 eða fleiri fá 88.000 kr. á ári og þeir sem eru á vinnustöðum með fleiri en 49 og upp að 100 fá 180 þús. kr. og þeir sem eru á vinnustöðum með fleiri en 100 fá 330 þús kr. á ári. Ríkisstjórnin hefur viðurkennt þá staðreynd að vel menntaður vinnumarkaður og gott velferðarkerfi er helsti styrkur Danmerkur og undirstaða hinnar geysilega góðu stöðu Dana. Ein af helstu undirstöðum sveigjanleika vinnumarkaðsins byggist á vel menntuðu vinnuafli og hafa danir gert áætlun um að gera enn meira átak í að efla starfsmenntakerfið og símenntun. Ríkisstjórnin ætlar að koma á eftirliti með velferðakerfinu og er ASÍ boðinn þátttaka í því. ASÍ hefur í samvinnu við ríkið og vinnuveitendur skipulagt fundi með trúnaðarmönnum þar sem endurskoða á hin daglega vinnudag. Samið var um að vinnuveitendur greiddu í sérstakan sjóð 5.500 kr. á ári fyrir hvern starfsmann. Starfsmenn geta sótt um styrki í sjóðinn til þess að sækja fagbundið nám af eigin vali í 14 daga á ári. Styrkuinn nemur fullum launum. Fyrirtæki geta líka sótt um styrki í sjóðinn til þess að senda starfsmenn á námskeið, sá styrkur geur numið 85% af fullum launum. Samningurinn var samþykktur í Rafiðnaðarsambandinu með 66.6% atkvæða.

Þessi vefur notar vafrakökur til að tryggja eðlilega starfsemi vefsins og mæla heimsóknir á hann. Engar persónugreinanlegar upplýsingar eru vistaðar án samþykkis. Til að lesa nánar um hvernig við notum vafrakökur á þessum vef, Smelltu hér.

Samþykkir þú að vefurinn noti vafrakökur?