Fréttir frá 2007

05 10. 2007

Ráðstefna Nordisk El-Udbildings Komite í Gautaborg.

7. og 8. maí var haldin ráðstefna NEUK í Gautaborg. Öll norrænu Rafiðnaðarsamböndin og sambönd vinnuveigtenda í rafiðnaðaði senda fulltrúa á rástefnuna.Fjallað er um menntamál í rafiðnaðinum  7. og 8. maí var haldin ráðstefna NEUK í Gautaborg. Öll norrænu Rafiðnaðarsamböndin og sambönd vinnuveigtenda í rafiðnaðaði senda fulltrúa á rástefnuna.Fjallað er um menntamál í rafiðnaðinum. Fram kom að aldrei hefði staða rafiðnaðarmanna verið betri en nú á norðurlöndum. Atvinnuleysi er í sögulegu lágmarki þrátt fyrir að um 2.000 erlendir rafiðnaðarmenn séu þar að störfum. Langflestir þeirra koma frá Póllandi og Þýskalandi. Nokkur vandræði eru í sambandi við starfsmannaleigur þá helst þær sem eru með starfsfólk frá Eistrasaltslöndunum. Fyrirtæki og stjórnvöld hafa í vaxandi mæli tekið fastar á þessum málum og er það sameiginleg afstaða allra að allir eigi að fara að samskiptareglum hins norræna vinnumarkaðs. Mikill áhugi er á að efla starfs- og símenntun og hækka þekkingastig á vinnumarkaðnum. Það er sameiginlegt álit allra að með því verði vinnumarkaðuirnn sveigjanlegri og standu betur í samkeppni við erlend fyrirtæki. Flest norðurlöndin eru að endurskipuleggja námið í verkmenntaskólunum og endurbæta námsefni. Framkom það sjónarmið að yfirgnæfandi meiri hluti fyrirtækjaeigenda í rafiðnaði væru rafvirkjar og það þyrfti að efla verulega rekstrarlega þekkingu í faginu. Í umræðum um starf NEUK voru aðilar sammála um að það væri norrænum fyrirtækjum til góðs að eiga svona sameignlega fundi þar sem menn kynntu hver fyrir öðrum hver þróunin væri í menntamálum innan rafgeirans og bæru saman bækur sínar. Næsta þing verða að venju eftir 1 og hálft ár.  

Þessi vefur notar vafrakökur til að tryggja eðlilega starfsemi vefsins og mæla heimsóknir á hann. Engar persónugreinanlegar upplýsingar eru vistaðar án samþykkis. Til að lesa nánar um hvernig við notum vafrakökur á þessum vef, Smelltu hér.

Samþykkir þú að vefurinn noti vafrakökur?