Fréttir frá 2007

05 11. 2007

Vinnudeila hjá sænska Rafiðnaðarsambandinu

Nú standa yfir viðræður um endurnýjun kjarasamninga í Svíþjóð. Samstaða hefur náðst innan sænska ASÍ um upphafshækkun upp á 3.9%, eða a.m.k. 8.500 kr. launahækkun á mánuði. Samningstími er 3 ár og launahækkun á samingstímani 9.6% og að auki hækka greiðslur í lífeyrissjóð um 0.6%. En það hafa risið deilur um rekstur ákvæðisvinnustofannaNú standa yfir viðræður um endurnýjun kjarasamninga í Svíþjóð. Samstaða hefur náðst innan sænska ASÍ um upphafshækkun upp á 3.9%, eða a.m.k. 8.500 kr. launahækkun á mánuði. Hækkun lágmarkstaxta á að vera minnst 9.100 kr. á mán. Samningstími er 3 ár og launahækkun á samingstímani verður samtals um 9.6% og að auki hækka greiðslur í lífeyrissjóð um 0.6%.   Um framangreint virðist vera samstaða, en deilur af risið upp vegna gjalds til ákvæðisvinnustofa iðnaðarmanna. Áður voru skrifstofurnar  reknar í sameiginlegum rekstri skrifstofa iðnaðarmannafélaganna, en þeim var af samkeppnistofnun gert að aðskilja þann rekstur og vera með rekstur ákvæðisvinnustofanna sér. Sænska Rafiðnaðarsambandið gerði engar athugasemdir við þetta og hefur hin sænska Ákvæðisvinnustofa rafiðnaðarins verið rekinn sem sjálfstæð eining síðan þá.   Nú vilja atvinnurekendur hins vegar breyta ákvæðum kjarasamninganna og greiða einvörðungu rekstrargjald til ákvæðisvinnustofanna af félagsmönnum, áður var greitt af öllum sem störfuðu eftir töxtunum. Í þessu sambandi er ástæða að geta þess að öll vinna í sænskum byggingariðnaði er unnin eftir ákvæðistöxtum. Þessu hafa iðnaðarmannaféæögin alfarið hafnað og benda á að það sé algjörlega óásættanlegt að félagsmenn iðnaðarmannafélaganna séu einir látnir standa undir þessum rekstri. Eðlilegt sé að þeir sem njóta starfsemi stofanna við endurskoðun og uppbyggingu taxtakerfanna taki þátt í þeim kostnaði.  Ekkert hefur gengið í að ná þessu saman og hafa iðnaðarmenn hótað verkfalli eftir 27. maí náist ekki samningar.

Þessi vefur notar vafrakökur til að tryggja eðlilega starfsemi vefsins og mæla heimsóknir á hann. Engar persónugreinanlegar upplýsingar eru vistaðar án samþykkis. Til að lesa nánar um hvernig við notum vafrakökur á þessum vef, Smelltu hér.

Samþykkir þú að vefurinn noti vafrakökur?