Fréttir frá 2007

05 12. 2007

Starfsmenn RSÍ bjarga 4 mönnum úr Apavatni

Á laugardagskvöldið 12. maí veltu 4 ungir menn báti sínum á Apavatni rétt fyrir utan orlofssvæði rafiðnaðarmanna. Sæmundur og Heiða starfsmenn okkar á svæðinu urðu vitni af slysinu fyrir tilviljun og hringdu strax í neyðarlínuna. Tengdasonur þeirra var í heimsókn en hann er vanur björgunarsveitarmaður og fóru þeir Sæmundur strax út á vatnið. Þegar þeir komu að mönnunum voru þeir orðnir mjög kaldir og lerkaðir vegna þess hversu kalt vatnið er. Tveir voru orðnir mjög máttfarnir og mátti engu muna að þeir næðust um borð. Sæmundur sagði að það hefði verið útilokað að hann hefði náð þeim einn um borð. Sæmundur og tengdasonur hans voru komnir í land með mennina þegar björgunarsveitarmenn komu á staðinn. Unga fólkið var ekki gestir á svæði rafiðnaðarmanna, en í sumarbústað nærri Skógarnesi. Þeir voru ekki í björgunarvestum og má leiða líkum að því að verr hefði getað farið ef starfsmenn RSÍ hefðu ekki verið jafn fljótir til og haft búnað til þess að vera snöggir út á vatnið. Ástæða er að geta þess að ekki var um áfengi að ræða í þessu tilfelli, en það er stundum vindasamt á vatninu. Leiða má líkum að því að þarna hafi röð tilviljana bjargað hinum ungu mönnum frá því að ekki fór verr. Aldrei er nægilega varlega farið.

Þessi vefur notar vafrakökur til að tryggja eðlilega starfsemi vefsins og mæla heimsóknir á hann. Engar persónugreinanlegar upplýsingar eru vistaðar án samþykkis. Til að lesa nánar um hvernig við notum vafrakökur á þessum vef, Smelltu hér.

Samþykkir þú að vefurinn noti vafrakökur?