Fréttir frá 2007

05 18. 2007

Breyttar áherslur við gerð kjarasamninga?

Á undanförnum misserum hefur umræða aukist meðal samningamanna stéttarfélaganna hér á landi, um hvort við ættum að skoða nokkur atriði sem eru í okkar kjarasamningum, sem eru þess eðlis að það er auðvelt fyrir launagreiðanda að undanskilja þau við uppgjör við starfsmenn sína. Þetta á sérstaklega við erlenda launamenn sem eru hér í takmarkaðan tíma og einnig og ekki síður margt af ungu fólki sem er á vinnumarkaði í stuttum tímabilum t.d. á námstíma.Eins og lesendur heimasíðunnar vafalaust margir hverjir muna þá hafa rafiðnaðarmenn ítrekað sett fram við endurnýjun kjarasamninga hugmyndir um að færa frídaga sem lenda stakir í miðri vinnuviku að helgum. Þetta leiði til aukins hagræðis sérstaklega í iðnaðar- og framleiðslufyrirtækjum, sem þurfa að verja töluverðum tíma í að ganga frá vélum og búnaði í lok vinnuviku og keyra búnaðinn svo upp aftur í byrjun vinnuviku. Búið er að stíga fyrstu skref með því að setja ákvæði í samninga um möguleika á tilfærslu stakra frídaga um alllangt skeið. Þetta er dæmi um breyttar áherslur í samræmi við það viðhorf að frítími er verðmætari í augum fólks og það vill nýta þann tíma sem það á betur, eins og t.d. langar helgar. Annað atriði sem benda má í þessu sambandi er að setja inn í launataxta bónusa og til þess að hækka launataxtanna. Verkalýðshreyfingunni hefur tekist í undanförnum samningum að hækka lágmarkslaun sérstaklega töluvert umfram almennar launahækkanir, en þrát fyrir það þá eru lágmarkstaxtar nokkuð á eftir því sem þekkist í nágrannaríkjum okkar.   Á síðasta samningatímabili tókst okkur að hækka lágmarkslaun rafiðnaðarmanna um 30% umfram almenna hækkanir. En ef maður skoðar nánar öll atriði samninganna kemur í ljós að samanburður er ónákvæmur vegna þess að það eru nokkur atriði sem búið er að færa inn í launakerfin í nágrannalöndum okkar en ekki hjá okkur. Í mörgum tilfellum þegar laun eru borin saman þá kemur í ljós að munurinn er ekki eins mikill og okkur hættir til að fullyrða.      Á undanförnum misserum hefur sú umræða aukist meðal samningamanna stéttarfélaganna hér á landi, að við ættum að skoða vel nokkur atriði sem eru í okkar kjarasamningum, sem eru þess eðlis að það er auðvelt fyrir launagreiðanda að undanskilja þau við uppgjör við starfsmenn sína. Þetta á sérstaklega við erlenda launamenn sem eru hér í takmarkaðan tíma og einnig og ekki síður margt af ungu fólki sem er á vinnumarkaði í stuttum tímabilum t.d. á námstíma. Hér er m.a. átt við  hvort ekki eigi fella eingreiðslur inn í laun eins og t.d. desember- og orlofsuppbætur. Í nokkrum samningum rafiðnaðarmanna er þessi möguleika nú þegar fyrir hendi. Í þessu sambandi kemur upp sú spurning hvort endurskipuleggja eigi löghelga frídaga með flutning einhverra þeirra að helgi og jafnvel að fella einhverja þeirra niður, þar hefur sérstalega verið bent á sumardaginn fyrsta. Einnig má benda á að i mörgum nágrannalanda okkar eru ekki greidd laun fyrsta veikindadag auk þess er uppsagnarfrestur víða styttri, Þar eru aftur á móti ákvæði um eða lagaákvæði um að fyrirtækin verða að gera grein fyrir ástæðu uppsagnar.   Þetta eru atriði sem félagsmenn stéttarfélaganna verða að skoða vel við undirbúning komandi kjarasamninga næsta haust. Það er ljost að það má hækka lægstu laun töluvert meir en þegar hefur verið gert og færa þau nær raunlaunum á vinnumarkaði. Þetta er nauðsynlegt þegar búið er að opna íslenska vinnumarkaðinn með þeim hætti sem þegar hefur verið gert. Það er fyrirsjánlegt að það munu verða áfram margir erlendir launamenn hér á landi og við verðum að tryggja betur raunlaunin, ef / eða reyndar frekar þegar niðursveiflan kemur. GG

Þessi vefur notar vafrakökur til að tryggja eðlilega starfsemi vefsins og mæla heimsóknir á hann. Engar persónugreinanlegar upplýsingar eru vistaðar án samþykkis. Til að lesa nánar um hvernig við notum vafrakökur á þessum vef, Smelltu hér.

Samþykkir þú að vefurinn noti vafrakökur?