Fréttir frá 2007

05 21. 2007

Saklaust fólk blekkt

Í gær var fjallað í fréttaþáttum um íbúðirnar á fyrrv. svæði varnarliðsins og að íslendingar væru að flytja þangað inn. Fram kom í a.m.k. einu viðtalanna að íbúðunum fylgdu þvottavélar, þurrkarar og eldavélar. Það eina sem íslendingarnir þyrftu að gera gagnvart rafmagninu væri að skipta um klær og innstungur svo það passaði við íslenska rafmagnið!!Í gær var fjallað í fréttaþáttum um íbúðirnar á fyrrv. svæði varnarliðsins og að íslendingar væru að flytja þangað inn. Fram kom í a.m.k. einu viðtalanna að íbúðunum fylgdu þvottavélar, þurrkarar og eldavélar. Það eina sem íslendingarnir þyrftu að gera gagnvart rafmagninu væri að skipta um klær og innstungur svo það passaði við íslenska rafmagnið!! Nú er það svo að hér er greinilega og reyndar af skiljanlegum ástæðum  verið að fjalla um málið án þess að tæknileg þekking sé til staðar hjá fréttafólki og viðmælendum. Það breytir engu hvort þú skiptir um kló og eða tengil þú ert áfram á ameríska rafkerfinu. Allt rafkerfið á svæðina er fjarri því að uppfylla íslensk öryggisskilyrði. Það eru engir lekaliðar, öll öryggi eru með mun hærra útleysimark en íslenskar reglur segja til um. Allar töflur eru úr málmi. Öll spenna er 110 V og 60 rið, þannig að þó þú skiptir um kló og eða tengil þá er hún það áfram, þú getur ekki notað neitt af þeim raftækjum sem þú ert með, eins og sjónvarp, spilara, tölvur, myndbönd, hárþurrkur, brauðristar og þannig mætti lengi telja. Þú ert að fara inn á svæði þar sem öryggi barna þinna og sjálfs þín er mun lakara. Það er einkennilegt að tæknimenn séu ekki spurðir um þessi atriði og ekki síður þeir sem eru að fara að leigja þessar íbúðir út, og þá hvort þeir ímyndi sér að þeir komist upp með að setja íbúðirnar á íslenskan leigumarkað án þess að laga rafbúnaðin. Um er að ræða verulegan kostnað og eins þá verða öll heimilistækin sem eru þarna ónothæf. Þannig að það er verið að blekkja saklaust fólk.Við höfum nokkrum sinnum bent á þetta í vetur, en ekkert var gert með þær ábendingar.

Þessi vefur notar vafrakökur til að tryggja eðlilega starfsemi vefsins og mæla heimsóknir á hann. Engar persónugreinanlegar upplýsingar eru vistaðar án samþykkis. Til að lesa nánar um hvernig við notum vafrakökur á þessum vef, Smelltu hér.

Samþykkir þú að vefurinn noti vafrakökur?