Fréttir frá 2007

05 25. 2007

Tjaldsvæði RSÍ í Skógarnesi opnað

Nýji hluti tjaldsvæðis RSÍ á orlofssvæðinu við Apavatn hefur verið opið frá 11. maí. En elsti hluti svæðisins hefur verið lokaður í vor vegna bleytu og margvíslegra framkvæmda. Flestir bollanna í skóginum verða opnaðir nú um hvítasunnuhelgina.Nýji hluti tjaldsvæðis RSÍ á orlofssvæðinu við Apavatn hefur verið opið frá 11. maí. En elsti hluti svæðisins hefur verið lokaður í vor vegna bleytu og margvíslegra framkvæmda. Í vetur hefur verið unnið að endurnýjun rafkerfis á öllu tjaldsvæðinu. Um leið var tækifærið nýtt til þess að framræsa elsta tjaldsvæðið með lagningu drainlagna og eins voru nokkrir af bollunum í skóginum stækkaðir. Flestir bollanna í skóginum verða opnaðir nú um hvítasunnuhelgina.   Gistigjald fyrir félagsmenn verður í sumar 400 kr. fyrir 12 ára og eldri og 800 kr. yfir utanfélagsmenn.   Svæðið er fjölskyldusvæði og ætlað félagmsmönnum, fjölskyldum þeirra og gestum. Ró skal vera á svæðinu frá miðnætti til kl. átta að morgni. Brot á reglum getur kostað fyrirvaralausan brottrekstur.   Búið er að leggja göngustíga um nesið með vatninu og eru stígarnir um 3 km langir.   Svæðið er ekki auglýst á almennum markaði. Tjaldsvæðið hefur fyrir löngu fengið á sig þann stimpil að vera langbest útbúna tjaldsvæði landsins, með besta skjólin ó fallegum bollum í skóginum.   Innifalið í gistigjaldi er aðgangur að tveim stórum og rúmgóðum snyrtihúsum með 12 snyrtingum. Þar eru einnig 4 sturtur og eins rúmgóð yfirbyggð aðstaða með stórum eldhúsvöskum með heitu og köldu vatni. Auk þess eru þar gasgrill til frjálsra afnota.   Á tjaldsvæðunum eru víða borð og einnig er í skóginum grillhús með sjónvarpi þar sem gestir fylgjast m.a. fótboltanum.   Frjáls aðgangur er að 10 Amper tenglum sem ætlaðir eru til hleðslutækja og annarra minniháttar nota. Hægt verður að kaupa aðgang að 16A tenglum fyrir 800 kr. sólarhringinn.   Veiði í vatninu er innifalinn í gistigjaldi.   Tvö stór leiksvæði og eitt minna eru á svæðinu   Í vetur var útbúinn vandaður 18 x 33 m sparkvöllur   9 holu púttvöllur er á svæðinu   Í sumar verður tekinn í notkun 9 holu æfingagolfvöllur með 50 - 230 m. löngum brautum.   Aðgangur að völlunum er innifalinn í gistigjaldi   Hægt er að fá báta leigða hjá umsjónarmanni    

Þessi vefur notar vafrakökur til að tryggja eðlilega starfsemi vefsins og mæla heimsóknir á hann. Engar persónugreinanlegar upplýsingar eru vistaðar án samþykkis. Til að lesa nánar um hvernig við notum vafrakökur á þessum vef, Smelltu hér.

Samþykkir þú að vefurinn noti vafrakökur?