Fréttir frá 2007

05 25. 2007

Þrír nemar á leið til Danmerkur og Svíþjóðar

Fræðsluskrifstofa rafiðna fékk nýverið styrk til þess að senda 3 rafiðnaðarnema til Svíþjóðar og Danmerkur. Nemarnir eru nýfarnir og spennandi hvernig þetta heppast og gæti orðið að árlegum viðburði. Stefán Ó. Guðmundsson á Fræðsluskrifstofunni og Ísleifur Tómasson hjá RSÍ sóttu um styrk hjá Leonardo mannaskiptaverkefnunum fyrir 3 nema til að fara hver í 12 vikna starfsþjálfun á Norðurlöndunum, einnig var sótt um styrk fyrir þá Stefán og Ísleif til að fara og undirbúa þetta verkefni fara og hitta tengiliði sína í Danmörku, Svíþjóð og Noregi en þeir koma allir að menntamálum í rafiðnaði.  Það er skemmst frá því að segja að báðar umsóknirnar voru samþykktar.  Stefán og Ísleifur fóru sl. haust og hittu tengiliðina þar voru máli sett niður hvernig best væri að standa að þessu. Síðan var auglýst eftir umsóknum í þessi starfþjálfunar verkefni en þau eru hluti samnings nema í rafvirkjun.  Aðeins bárust 3 umsóknir, einn sem fer til Svíþjóðar, Kalmar og starfar þar hjá ELAJO ELINSTALLATIONER AB.  Síðan eru tveir sem fara til Danmerkur, Fredrecia og starfa þar hjá YIT A/S.  Þeir eru allir að leggja í hann nú um helgina.  Innifalið í þessum styrk er ferðin og síðan 150? á viku meðan á dvöl stendur.  Nemarnir eru Guðmundur S. Sigurgeirsson og Kristinn Fannar Sveinsson sem fóru til Danmerkur og Ásgeir Eiríksson sem fór til Svíþjóðar.  Nemarnir koma allir frá Fjölbrautaskólanum í Breiðholti.

Þessi vefur notar vafrakökur til að tryggja eðlilega starfsemi vefsins og mæla heimsóknir á hann. Engar persónugreinanlegar upplýsingar eru vistaðar án samþykkis. Til að lesa nánar um hvernig við notum vafrakökur á þessum vef, Smelltu hér.

Samþykkir þú að vefurinn noti vafrakökur?