Fréttir frá 2007

05 25. 2007

Samið um framhald framkvæmda við Apavatn

Á fundi nýkjörinnar miðstjórnar 25. maí var samþykkt að halda áfram framkvæmdum við byggingu nýja hverfisins á orlfossvæðinu við Apavatn Fyrsti fundur nýkjörinnar miðstjórnar var 25. maí. Á fundinum var m.a. fjallað um áframhald framkvæmda við byggingu nýja hverfisins á orlfossvæði sambandsins á Skógarnesi við Apavatn. Nú er verið að ljúka byggingu húsa 4 og 5 og verða þau tekinn í notkun um miðjan júní. Þar með lauk þeim framkvæmdum sem búið var að ákveða, fyrir fundinum lá tilboð verktakans um að byggja hús 6 í haust og síðan 2 hús á árinu 2008 og tvö síðustu húsin á árinu 2009. Umsóknir í vor hafa aukist m tæp 40% frá því í fyrra og feykileg ánægja er með nýju húsin. Þau er sérstaklega glæsileg og allur frágangur til mikllar fyrirmyndar. Í vor hefur verið unnið mikið starf við að lagfæra gróður við nýju húsin. Einnig hefur verið unnið við að ganga frá golfbrautunum þannig að hægt verði að taka völlinn í notkun á fjölskylduhátíðinni 24. júní. Í síðustu viku var unnið við að þökuleggja nýja fótboltavöllinn og á hann að verða tilbúinn til notkunar á fjölskylduhátíðinni. Í næstu viku er áætlað að malbika það sem eftir er að veginum inn á svæðið. Mikill fjöldi var á tjaldsvæðinu um hvítasunnuna og var elsta svæðið alveg fullt og um 400 manns á svæðinu. 

Þessi vefur notar vafrakökur til að tryggja eðlilega starfsemi vefsins og mæla heimsóknir á hann. Engar persónugreinanlegar upplýsingar eru vistaðar án samþykkis. Til að lesa nánar um hvernig við notum vafrakökur á þessum vef, Smelltu hér.

Samþykkir þú að vefurinn noti vafrakökur?