Fréttir frá 2007

06 5. 2007

Geysileg aukning á alvarlegum slysum á evrópskum byggingarstöðum

Stöðugt vaxandi fjöldi byggingarmanna í vestur hluta Evrópu kemur frá löndum eystri hluta Evrópu eða frá löndum utan álfunnar. Þekking þessa fólks á aðstæðum og tækjum er oft töluvert ábótavant. Á Bretlandseyjum hafa undanfarið ár orðið tvö dauðaslys á byggingarstað í hverri viku, auk fjölda slysa sem leiða til langvarandi veikinda eða örkumlum. Rannsóknir sýna að í 90% tilfella hefði mátt komast hjá þessum slysum. Í allmörgum tilfellum lá fyrir að forstjóri eða forsvarsmaður viðkomandi fyrirtækis hefðu ekki kynnt starfsmönnum sínum einföldustu öryggisatriði, í nokkrum tilfellum jafnvel fjarlægt öryggisborða eða annan viðvörunarbúnað.Á fundi stjórnar Evrópska byggingarsambandsins 4. ? 5. Júni 2007 í Luxemborg var m.a. fjallað um vinnuslys. Stöðugt vaxandi fjöldi byggingarmanna í vestur hluta Evrópu kemur frá löndum eystri hluta Evrópu eða frá löndum utan álfunnar. Þekking þessa fólks á aðstæðum og tækjum er oft töluvert ábótavant. Forsvarsmenn verkalýðsfélaganna gagnrýna fyrirtækin og ekki síður það opinbera að gera ekki öllum nýjum launamönnum á vinnumarkaðnum kleift að sækja öryggisnámskeið áður en þeir hefja störf.  Á Bretlandseyjum hafa undanfarið ár orðið tvö dauðaslys á byggingarstað í hverri viku, auk fjölda slysa sem leiða til langvarandi veikinda eða örkumlum. Fórnarlömbin eru í yfirgnæfandi meirihluta bláfækir launamenn frá fjarlægum löndum.  Rannsóknir sýna að í 90% tilfella hefði mátt komast hjá þessum slysum. Í allmörgum tilfellum lá fyrir að forstjóri eða forsvarsmaður viðkomandi fyrirtækis hefðu ekki kynnt starfsmönnum sínum einföldustu öryggisatriði, í nokkrum tilfellum jafnvel fjarlægt öryggisborða eða annan viðvörunarbúnað, vegna þess að það tafði um of verkhraða. Fram kom í  umræðum fulltrúa annarra landa, að þekkt væru tilfelli þar sem þessum erlendu starfsmönnum var gert að vinna við aðstæður þar sem loftræsting eða aðstæður væru fjarri öllum lágmarkskröfum. Auljóst væri að að oft væru lög og reglur vísvitandi þverbrotnar til þess eins að standast tímakröfur um hraða uppbyggingar. Var þar m.a. bent á vinnu við gerð jarðgangna. Það verður að leggja aukna áherslu á það við stjórnvöld og ESB að taka með mun meiri festu á þessu alvarlega ástandi.  Yfirvöld taka drukkna ökumenn og ökuþóra föstum tökum sem betur fer valdi þeir slysum með athæfi sínu, framferði fyrirtækjanna gagnvart starfsmönnum sínum er fyllilega sambærilegt. Í Bretlandi og Írlandi hafa stéttarfélögin krafist þess að sambærileg lagaákvæði verði látin ná yfir verkstjóra eða forsvarsmenn fyrirtækja, sem verða uppvísir að fara vísvitandi ekki að reglum um öryggisbúnað að aðbúnað starfsmana sinna. Það eina sem gerist er að dagblöðin fjalla um slysin og birta viðtöl við ekkjur eða föðurlaus börn og ömurlega stöðu þeirra, þar með væri málinu lokið. Ef trúnaðarmaður eða forsvarsmaður stéttarfélags fer í fjölmiðla og bendir á hvað hefði í raun farið úrskeiðis og valdið slysinu, þá er hann umsvifalaust dregin fyrir dómstóla og hann sakaður um meiðyrði og dæmdur í fangelsi eða til svimandi hárra sekta.  Það er bannað að segja sannleikan um dólgana og blaðamenn draga sig aumir í hlé og fjalla einvörðungu um dóm forsvarsmanns stéttarfélagsins ekki aðdraganda dómsins . Hinir raunverulegu sakamenn búa í skjóli hægri sinnaðra dómara og aumra stjórnmálamanna. Dólgarnir sleppa og nýta sér bætta stöðu sína til byggja sér stærri einbýlishús, kaupa  dýrari bíla og gefa lögum og reglum enn lengra nef. Í blóðugri slóð dólganna og aðgerðalausra stjórnvalda, liggja látnir eða örkumla menn,  örvæntingafullar fjölskyldur sem hafa misst alla framfærslu og eina úræði þeirra er að senda börnin til dólganna og biðja þá auðmjúklega um vinnu, sama hver launin eru og hvaða aðstæður þeim eru búnar. Frjálshyggjan er að leiða okkur inn á slóðir villta vestursins og það styttist í að þolinmæði hins almenna launamanns þrýtur. Fari hann fram á völlinn og mótmæli er hann úthrópaður sem æsingamaður af stjórnvöldum, það er algengt viðkvæði sem við þekkjum vel frá fyrri hluta síðustu aldar íslenskir launamenn. Guðmundur Gunnarsson

Þessi vefur notar vafrakökur til að tryggja eðlilega starfsemi vefsins og mæla heimsóknir á hann. Engar persónugreinanlegar upplýsingar eru vistaðar án samþykkis. Til að lesa nánar um hvernig við notum vafrakökur á þessum vef, Smelltu hér.

Samþykkir þú að vefurinn noti vafrakökur?