Fréttir frá 2007

06 6. 2007

Evrópskir byggingarmenn

Í evrópska byggingariðnaðinum starfa nú um 14 milljón manna hjá 270 þús. fyrirtækjum.  97% af þessum fyrirtækjum eru með undir 20 starfsmenn og 93% með undir 10 starfsmenn. Byggingariðnaðurinn hefur tekið miklum breytingingum á undanförnum árum. Stækkun efnahagsvæðisins á þar stóran þátt. Talið er að byggingariðnaðurinn skapi um 12 milljón störf í öðrum starfsgeirum.Í evrópska byggingariðnaðinum starfa nú um 14 milljón manna hjá 270 þús. fyrirtækjum.  97% af þessum fyrirtækjum eru með undir 20 starfsmenn og 93% með undir 10 starfsmenn. Byggingariðnaðurinn hefur tekið miklum breytingingum á undanförnum árum. Stækkun efnahagsvæðisins á þar stóran þátt. Talið er að byggingariðnaðurinn skapi um 12 milljón störf í öðrum starfsgeirum. Evrópska byggingarsambandið mun halda  næsta þing sitt í byrjun desember á þessu ári, þingin eru á fjögurra ára fresti. Í sambandinu eru 2.3 millj. félagsmanna. Skrifstofa sambandsins eru í Brussel, en hún starfar í nánu sambandi við skrifstofur aðildarsambandanna sem eru í 27 Evrópulöndum.  Stjórn sambandsins vinnur nú að undirbúningi næsta þings og leggur drög að stefnunni næstu fjögur árin. Helsta verkefni sambandsins hefur frá upphafi verið að hafa áhrif á setningu laga og reglugerða í Brussel. Vera fulltrúi þeirra sem starfa í byggingariðnaðinum þar sem ákvarðanirnar eru teknar. Það er mönnum áhyggjuefni hversu neikvæða ímynd byggingariðnaðurinnhefur aflað sér í hugum almennings. Helsta ástæða þess eru tiltölulega fá fyrirtæki sem fara að engum reglum að nýta sér alla möguleika til þess að hagnast, hvort sem er að selja gallaða vöru eða nýta sér erlenda farandverkamenn og hlunnfara þá. Í því sambandi má benda á starfsmannaleigur sem gera starfsmenn sína að gerviverktökum og hafa af þeim öll réttindi m.a. með því að greiða enga skatta eða tryggingargjöld. Þetta hefur valdið áberandi vaxandi streytuþáttum á byggingarvinnustöðum og í sumum löndum hefur slysatíðni vaxið eins og t.d. á Bretlandseyjum. En í öllum löndum sambandsins fer erlendum launamönnum hratt fjölgandi, sem leiðir til minna atvinnuöryggis og vaxandi niðurboðum á launum og í félagslegum atriðum. Fyrirtæki nýta sér þessa stöðu til þess að þvinga byggingarmenn til þess að vinna við aðstæður og kjör sem eru óviðunandi og fyrir neðan þau ákvæði sem í gildi eru.   Einnig má benda á í sambandi við vaxandi streytu að sífellt er verið að reisa stærri og hærri hús. Á árinu 2005 unnu 26% byggingarmanna á vinnustöðum þar sem flokkast undir að vera mjög háir, sambærileg tala var árið 1990 19%. Vaxandi fjöldi fólks sækir eftir störfum í öðrum löndum og lendir í því að starfsréttindi þess eru ekki viðurkennd. Í sumum tilfelllum er það sakir þess að fyrirtækin vilja ekki að starfsréttindin séu ekki viðurkennd því það leiði til þess að þau verði að greiða hærri laun. Þau tilkynna því að um sé að ræða ófaglærða aðstoðarmenn og þeir skráðir í verkamannafélögin. Í þessu sambandi er ástæða fyrir stéttarfélögin að starfa betur saman. Þau eru í sumum tilfellum orðin þáttur í þeirri starfsemi að hafa af launamönnum hluta réttmætra launa þeirra. En samtök iðnaðarmanna eiga að taka höndum saman við evrópskar stofnanir og vinna að samræmingu faggildinga og gera einstaklingnum auðvelt að fá þær viðurkenndar í hvaða landi sem er.    Nýlegar rannsóknir sýna  að allt að 60% starfsmanna segjast verða varir við streytu og 45% kvarta undan henni . Vinnustaðurinn á að vera þannig að hann valdi ekki veikindum og starfsmenn finni fyrir öryggi. Starfsmenn vilja vera þáttakendur  í ákvarðanatöku sem snerta störf þeirra. Starfsmenn vilja eiga kost á símenntun . Sambandið telur að árlegur dagvinnutími eigi að vera 1620 stundir og 1500 stundir hjá þeim sem vinna á vaktavinnu. Á næstu 20 ? 30 árum mun lífeyrisþegum fjölga hratt og þjóðfélögin verða að búa lífeyriskerfin undir þessu miklu fjölgun. Lífeyriskerfin eru mismunandi innan landanna, sumstaðr eru þau alfarið í skattakerfi viðkomandi landa og svo yfir skyldulífeyrissparnað eins og tíðkast á Íslandi. Evrópska byggingarsambandið telur að lágmarkslífeyrir eigi að nema 80% af meðalnettótekjum viðkomandi á starfstíma hans og lífeyrinn eigi að njóta skattfríðinda.     gg

Þessi vefur notar vafrakökur til að tryggja eðlilega starfsemi vefsins og mæla heimsóknir á hann. Engar persónugreinanlegar upplýsingar eru vistaðar án samþykkis. Til að lesa nánar um hvernig við notum vafrakökur á þessum vef, Smelltu hér.

Samþykkir þú að vefurinn noti vafrakökur?