Fréttir frá 2007

06 9. 2007

Reykingar ? frelsissviping?

Það er óásættanlegt að fólki sé gert að una því á vinnustað að vera í reykmettuðu lofti. Hvernig í veröldinni er hægt að líkja reykingarbanni við frelsissviptingu?  Hver er að skerða frelsi hvers? Það er vart hægt annað en að líta á þennan málflutning reykingarmanna öðruvísi en bjánalega tilraun til þess að komast hjá því að fara að eðlilegum samskiptavenjumUmræður um reykingabann einkennast af varnarbaráttu þeirra sem reykja. Þeir halda því fram að það sé skerðing á mannréttindum að geta ekki reykt þar sem þein sýnist, annað sé forsjárhyggja og frelsissvipting sem sé þvinguð upp á þá. Reykingamenn skrifa hverja lærðu greinina á fætur annarri um allskonar frelsi neikvætt frelsi og og jákvætt frelsi, vald sem felist í því að velja og svo framvegis, en ekki er rætt um frelsisviptingu þeirra sem ekki reykja þegar þeim er gert að sitja í reykmettuðu umhverfi reykingarmanna svo maðru tali nú ekki um það ofbeldi sem reykingafólk beitir öðrum. Þessi umræða og framsetning reykingarmanna einkennist af upphrópunum og mótsagnakenndum rökum, sem standast engan veginn.  Hvernig í veröldinni er hægt að líkja reykingarbanni við frelsissviptingu?  Hver er að skerða frelsi hvers? Það er vart hægt annað en að líta á þennan málflutning reykingarmanna öðruvísi en bjánalega tilraun til þess að komast hjá því að fara að eðlilegum samskiptavenjum. Með ítarlegum greinum um frelsi er einfaldlega ekki verið að fjalla um málefnið, frelsi kemur málinu ekkert við nema þá frelsi fólks til þess að fá að lifa í heilsusamlegu umhverfi og takmarka frelsi annarra til þess að eyðileggja það umhverfi. Reykingar snúast eins og annað í samskiptum um tillitsemi og eðlilega kurteysi og hefur ekkert með frelsi eða forsjárhyggju að gera. Það er nú svo að t.d. umferðin myndi mjög líklega ganga eðlilega hjá flestum þó svo ekkert eftirlit væri, en það eru nokkrir sem ekki fara eftir þessum eðlilegu samskiptareglum og valda öðrum óásættanlegum háska, þess vegna þarf að segja þeim fyrir verkum og fylgjast með því að allir fari að þeim reglum. Sama má segja um margt annað, t.d. er bannað að mæta með pítsu og kók og tala í gsm síma í sölum Þjóðleikhússins á meðan sýningum stendur. Nánast öllum finnst þetta bjánaleg og óþörf regla, en þar var samt sem áður nauðsyn að setja hana, vegna ókurteysi og tillitleysis tiltölulega fárra einstaklinga. Vitanlega ætti að vera óþarfi að banna reykingar á almennum stöðum og vinnustöðum, einfaldlega vegna þess að flestum finnast þær mjög óþægilegar og þær eyðileggja nánasta umhverfi þeirra sem ástunda þær, ekki bara á meðan reykt heldri er ódaunnin þar áfram og óþrifin. En það eru sumir sem ekki taka tillit til þessa og sýna samferðafólki sínu tillitleysi t.d. með því að kveikja í sígarettu þó það sitji á næsta borði á dýrum veitingastað og einhver sé þar ásamt elskunni sinni að hefja neyslu á rándýrum humarrétti. Það er óásættanlegt að fólki sé gert að una því á vinnustað að vera í reykmettuðu lofti. Vitanlega er það reykingafólkið sem á að finna það hjá sjálfu sér að fara óumbeðið og án tilskipana afsíðis og reykja. En þar sem sumir reykingamenn gera það ekki, þarf að setja reglur.

Þessi vefur notar vafrakökur til að tryggja eðlilega starfsemi vefsins og mæla heimsóknir á hann. Engar persónugreinanlegar upplýsingar eru vistaðar án samþykkis. Til að lesa nánar um hvernig við notum vafrakökur á þessum vef, Smelltu hér.

Samþykkir þú að vefurinn noti vafrakökur?