Fréttir frá 2007

06 12. 2007

Samþætting veikindaréttar og örorkubótakerfisins

Það er samdóma álit flestra aðila vinnumarkaðsins að allt sjúkradaga- og örorkubótakerfið verði að endurskoða. Kerfið beinlínis leiðir fólk sem lendir í langvinnum veikindum eða örorku í fátækragildru og refsar því reyni það að komast út úr henni. Gífurleg fjölgun öryrkja er mikið áhyggjuefni, og það liggur fyrir okkur það áríðandi verkefni að breyta kerfinu þannig að það sé til staðar í kerfinu hvati fyrir alla sem geta unnið og bætt sín lífskjör með stigvaxandi þátttöku í atvinnulífinu. Nú standa yfir viðræður þar sem kannaðar eru leiðir til úrbóta á núverandi kerfiÍ fjölmiðlun undanfarna daga hafa komið fram mótmæli nokkurra stéttarfélaga gagnvart væntanlegum breytingum á sjúkrasjóðum, þar sem því er haldið fram að það standi til að skerða réttindi félagsmanna. Þetta hefur leitt spurninga til heimasíðunnar um hvað málið snúist og verður að segjast eins og er þar hafa blaðamenn enn eina ferðina brugðist, málinu er stillt sem einhverri véfrétt án þess að það sé kannað frekar. Um þetta er það að segja að málið er á upphafsreit og á umræðustigi. Málið var kynnt á þingi RSÍ fyrir stuttu og voru þingfulltrúar sammála um að hér væri á ferðinni mikilvægt réttlætismál sem kanna ætti til hlýtar og leggja í haust fram niðurstöður. Forsenda þessa máls er að það er samdóma álit flestra aðila vinnumarkaðsins að allt sjúkradaga- og örorkubótakerfið verði að endurskoða. Kerfið beinlínis leiðir fólk sem lendir í langvinnum veikindum eða örorku í fátækragildru og refsar því reyni það að komast út úr henni. Gífurleg fjölgun öryrkja er mikið áhyggjuefni, og það liggur fyrir okkur það áríðandi verkefni að breyta kerfinu þannig að það sé til staðar í kerfinu hvati fyrir alla sem geta unnið og bætt sín lífskjör með stigvaxandi þátttöku í atvinnulífinu. Nú standa yfir viðræður þar sem kannaðar eru leiðir til úrbóta á núverandi kerfi Núverandi bótaréttur miðast við fulla örorku og fólki sem vill og getur verið þátttakandi á vinnumarkaði í hlutastarfi er kerfisbundið refsað. Ef t.d. 35 ára einstaklingur endurhæfist úr 75% örorku í 65% missir hann mikilvæg réttindi eða sem svarar 102 þús. kr. á mánuði í bætur! Þetta leiðir vitanlega til þess að hann gerir ekkert í sínum málum og er í raun dæmdur af kerfinu til áframhaldandi fátæktar. Kerfið er komið algjörar ógöngur með tekjutengingar bæði milli almannatrygginga og lífeyrissjóða og bóta og atvinnutekna. Það verður að fjölga raunhæfum endurhæfingarúrræðum og tryggja fólki bæði rétt og fjárhagslega getu til þess að sækja endurhæfingarúrræði með skýrari ákvæðum um greiðsluþátttöku ríkisins og sjóðanna. Það er algjör nauðsyn að koma í veg fyrir að fólk einangrist heima hjá sér með sín vandamál þannig að of seint kunni að verða að grípa inn með endurhæfingu. Við verðum að breyta aðferðum við mat á örorku og leggja meiri áherslu á endurhæfingu og virkni. Í viðræðunum er rætt um að auka á réttindi fólks frá því sem nú er og tryggja snemmbæra íhlutun og vera með virkan hvata til endurhæfingar. Við þurfum að endurskoða afstöðu okkar til þess að við höfum samið um að félagsmaður fái að vera heima óárettur í veikindum án afskipta atvinnurekanda, sjúkrasjóða eða endurhæfingaraðila í allt að 1 mán. Þetta leiðir til þess að það eru talsverðar líkur á að það geti endað með langvarandi örorku og afkomumissi. Kannanir okkar sýna að núverandi kerfi leiðir til varanlegrar fátæktar. Við eigum að endurskoða ákvæði kjarasamninga hvað varðar veikindarétt. Við eigum að setja stefnuna á að auka lífsgæði fólks sem missir starfsorkuna og efla og fjölga raunverulegum endurhæfingarúrræðum. Það eru ýmis álitamál og vafamál eiga eftir að koma upp sem finna þarf lausnir á. Hanna þarf nýtt réttindakerfi í smáatriðum. Meta þarf kostnað af nýju kerfi og sparnað í núverandi kerfi. Ræða þarf við stjórnvöld um verkaskiptingu og lagabreytingar. Það er röng nálgun í núverandi örorkumatstaðli sem samrýmist ekki nútíma nálgun á viðfangsefninu. Forsendur á mati eiga að vera fjölþættar, ekki bara læknisfræðilegar. Þær hugmyndir sem unnið er með að snúst um að tengja betur saman, veikindaga, sjúkrabætur í sjúkrasjóðum, örorkubótum frá lífeyrissjóðum og frá almenna tryggingarkerfinu og mynda heildstætt kerfi. Ef af þessu verður þarf að efla sjúkrasjóði svo þeir geti tekist á við þetta verkefni. Það kom glögglega fram hjá þingfulltrúum RSÍ að þeim leist vel á þessa nálgun og vildu að samningamenn sambandsins færu lengra á þessari braut og könnuðu hvaða niðurstöður standi til boða. Það kom fram í umræðum að það lægi fyrir ef þetta ætti að takast, þá yrðu minnstu sjúkrasjóðirnir að sameinast eða taka upp samstarf. Þetta þýddi í raun enga breytingu hjá félögum sem væru með jafnöflugan sjúkrasjóða og rafiðnaðarmenn, sem eiga einn öflugasta sjúkrasjóð landsins. Þessa breytingu er ekki hægt að framkvæma nema í gegnum kjarasamninga, vegna þess að ákvæði um veikindadaga og sjúkrasjóði eru í kjarasamningum. Það var samdóma áæit allra þingfulltrúar rafiðnaðarmanna að ljóst væri að þarna væri á ferðinni ef vel til tækist til umtalsverð réttarbót fyrir þá sem minnst mega sína og lenda í langvinnum veikindum og örorku, ekki síst þá sem eru í minnstu sjúkrasjóðunum. gg

Þessi vefur notar vafrakökur til að tryggja eðlilega starfsemi vefsins og mæla heimsóknir á hann. Engar persónugreinanlegar upplýsingar eru vistaðar án samþykkis. Til að lesa nánar um hvernig við notum vafrakökur á þessum vef, Smelltu hér.

Samþykkir þú að vefurinn noti vafrakökur?